Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 raunar Egyptaland einnig (+111%). Þannig fengu t.d. bændurnir í Súdan lægsta afurðastöðvaverðið árið 2021, eða 71% undir meðalverðinu. Þá fengu bændurnir í Gana ekki mikið hærra afurðastöðvaverð en þeirra verð var 65% lægra en meðalverðið og þá var afurðastöðvaverðið til bænda í Rúanda 48% lægra en meðalverðið. Af öðrum löndum, þar sem meðalafurðastöðvaverðið var nokkuð lágt, má nefna Keníu (-32%), Nígeríu (-31%), Kúbu (-29%), Argentínu (-28%) og Armeníu (-26%). Stærri búin með meiri hagnað Í skýrslunni kemur fram að uppgjörið fyrir 2021 sýni að þrátt fyrir nokkuð hátt meðalverð að jafnaði þá hafi mörg bú verið rekin með tapi. Skýringin felist fyrst og fremst í háum aðfangakostnaði, m.a. á áburði og orkugjöfum. Þó hafi stærri búin að jafnaði staðið sig betur og skilað meiri hagnaði af framleiddum lítra en þau minni. Aukin heimsframleiðsla Í skýrslunni er komið inn á heimsframleiðslu mjólkur, sem árið 2021 var 959 milljarðar lítra og hafði aukist um 2,9% frá fyrra ári. Sé litið 10 ár aftur í tímann hefur mjólkurframleiðslan í heiminum verið að aukast jafnt og þétt um 2,4% að jafnaði og er fátt sem bendir til annars en að þessi aukning haldi áfram á komandi árum. Framleiðsluaukningin er að mestu borin uppi af löndum í Asíu og Afríku og standa Evrópulöndin nokkuð í stað hvað mjólkurframleiðsluna varðar. Líklegt má telja að þessi þróun muni halda svona áfram, þ.e. að aukning í heimsframleiðslunni verði áfram í Asíu og Afríku. Nærri hálf milljón kúabúa hættu Á sama tíma og heimsframleiðslan vex ár frá ári, þá sést sams konar þróun um allan heim, þ.e. kúabúum heimsins fer fækkandi, en talið er að árið 2021 hafi um 470 þúsund kúabú í heiminum öllum hætt starfsemi. Þau sem eftir voru juku aftur á móti framleiðslu sína vegna bæði stækkunar, aukinnar tæknivæðingar og meiri afurðasemi kúa. Meðalkúabúið í vesturhluta Evrópu var þannig árið 2021 með 68 kýr en til samanburðar var meðalbústærðin 10 árum fyrr 46 kýr. Meðalbúið í vesturhluta Evrópu hefur því stækkað um 48% á einum áratug. Þó svo að heildarfjöldi kúabúanna í heiminum fari minnkandi þá er það ekki svo að ný bú skjóti ekki lengur upp kollinum. Í Afríku hefur kúabúum t.d. snarfjölgað á undanförnum árum og einnig búum í Kína svo annað dæmi sé tekið. Meðalnyt enn mjög lág Skýrsluhöfundar IFCN skipta kúabúum heimsins upp í afurða- semisflokka, byggt á OLM (Orku Leiðréttu Mjólkurmagni), sem eru nokkuð áhugaverðir fyrir íslenska kúabændur, enda eru allnokkur bú á Íslandi nú komin upp í efsta flokkinn samkvæmt IFCN: Há meðalnyt (7.000-13.000 kg OLM). Í þessum flokki eru oftast bú þar sem yfirleitt eru Holstein Friesian kýr og þar sem stundaður er búskapur með öflugri fóðrun og bústjórn. Meðalnyt (4.000-7.000 kg OLM). Í þessum flokki eru oftast bú þar sem stundaður er beitarbúskapur og/eða léttari fóðrun ásamt notkun á heldur afurðalægri kúakynjum en Holstein Friesian. Lág meðalnyt (<4.000 kg OLM). Bú í þessum flokki eru oftast að nota afurðalág kúakyn, buffalóa eða blönduð kúakyn og fóðra oftar en ekki á trénismiklu og orku- og próteinsnauðu fóðri. Þó svo flokkar IFCN séu þrír þá er það svo að meðalnytin í heiminum er langt neðan við neðsta flokkinn enda ótrúlega stór hluti mjólkurframleiðslunnar í heiminum borinn uppi af afurðalitlum kúm sem ekki eru fóðraðar til afurða. Þannig er talið að meðalnytin í heiminum árið 2021 hafi verið 2,1 tonn á árskúna og var það aukning um 1,7% frá fyrra ári. Mikill munur á mjólk og mjólk! Þegar horft er til mjólkur- framleiðslunnar í heiminum er áhugavert að bera saman mjólkurframleiðsluna eftir efna- innihaldi mjólkurinnar. Víða í heiminum er nefnilega mjólkin bæði fitu- og próteinsnauð og því segir magnið eitt og sér ekki alla söguna. Sé einungis miðað við fjölda kílóa af kúa- og buffalómjólk sem skilaði sér í afurðastöðvar heimsins árið 2021 bar Indland höfuð og herðar yfir önnur lönd með 236,8 milljarða kg og þar á eftir komu Bandaríkin með 101,6 milljarða kílóa. Þriðja mesta mjólkurframleiðsluland heimsins var svo Pakistan með 50,1 milljarða kg. Sé þetta mjólkurmagn aftur á móti leiðrétt fyrir efnainnihaldi skipta efstu tvö löndin um sæti og Pakistan fellur niður af topp 10 listanum! Miðað við orkuleiðrétt mjólkurmagn eru Bandaríkin í fyrsta sæti með 101,0 milljarða kg, þá Indland með 40,6 milljarða kg og þar á eftir kemur svo Kína með 32,3 milljarða kg. Hreint ótrúlegur munur á magntölunni fyrir Indland og skýringin felst einfaldlega í lágu efnainnihaldi indverskrar mjólkur líkt og þeirrar sem framleidd er í Pakistan. Nánar má sjá þessa áhugaverðu niðurstöðu í töflunni sem hér fylgir. 1 Indland 236,8 2 Bandaríkin 101,6 3 Pakistan 50,1 4 Kína 34,8 5 Brasilía 34,1 6 Þýskaland 33,1 7 Nýja-Sjáland 25,1 8 Frakkland 24,9 9 Tyrkland 19,8 10 Rússland 19,1 1 Bandaríkin 101,0 2 Indland 40,6 3 Kína 32,3 4 Þýskaland 31,7 5 Nýja-Sjáland 25,1 6 Brasilía 24,7 7 Frakkland 24,4 8 Rússland 19,1 9 Bretland 15,6 10 Holland 15,0 Númer Land Magn innveginnar mjólkur, milljarðar kg Númer Land Magn innveginnar OLM, milljarðar kg Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir Tækniþróunarsjóður Umsóknarfrestur er 15. mars 2023 kl. 15:00 Nánar á tths.is Víkurhvarf 5 Vagnar og stálgrindahús frá WECKMAN Steel STÁLGRINDAHÚS Fjöldi stærða og gerða í boði Stærð palls 2,55 x 8,60 m Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti Weckman flatvagnar / löndunarvagnar RÚLLUVAGNAR – LÖNDUNARVAGNAR Stærð palls 2,55 x 9,0m Vagnar 6,5 - 17 tonn. Verðdæmi: 8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti. 12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti. STURTUVAGNAR Burðargeta 6,5 – 17 tonn þak og veggstál galvaniserað og litað Bárað• Kantað• Stallað• Fjöldi lita í boði Víkurhvarfi 5 • Kópavogi • Sími 588 1130 hhaukssonehf@simnet.is Víkurhvarf 5 SK ES SU H O R N 2 01 2 Ögurhva fi 8 130 h auksson@hhauksson.is 7-18 tonn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.