Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 SKÓGRÆKTARFÉLAG ÍSLANDS Fræðslufundur um Græna stíginn Skógræktarfélag Íslands og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins boða til fræðslu- og kynningarfundar í fundarsal Arion banka Borgartúni 19 í Reykjavík föstudaginn 3. mars næst komandi kl. 13 – 17. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Dagskrá 13:00–13:05 Setning fundarins Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands 13:05–13:30 Græni stígurinn - saga, staða Þráinn Hauksson landslagsarkitekt 13:30–13:50 Lengri ferðaleiðir í svæðisskipulagi Pawel Bartoszek, formaður svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 13:50–14:10 Uppbygging stíga á höfuðborgarsvæðinu Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur, Vegagerðinni 14:10–14:30 Mikilvægi Græna stígsins Albert Skarphéðinsson, umferðarverkfræðingur 14:30–14:50 Lýðheilsa og Græni stígurinn Silja Dögg Sigurjónsdóttir, lýðheilsufræðingur 14:50–15:20 Græni stígurinn frá sjónarhóli skógræktarfélaga Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur 15:20–15:30 Ávarp Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra 15:30–16:00 Kaffihlé 16:00–17:00 Pallborðsumræður Fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt fyrirlesurum Skráning á fundinn er á netfangið skraning@skog.is og er skráningarfrestur til 1. mars. Taka þarf fram hvort mætt verði á staðinn eða fylgst með í streymi. Sendur verður hlekkur fyrir streymið þegar nær dregur fundinum. kílói. Aukin sérhæfing hefur orðið í nautakjötsframleiðslu á síðustu árum og segja má að ný atvinnugrein hafi byggst upp í sveitum landsins sem nauðsynlegt er að styrkja með auknu fjármagni í búvörusamningum. Full ástæða er til að styrkja nautakjötsframleiðsluna þar sem mikil eftirspurn er eftir íslensku nautakjöti og allir innviðir til staðar til að auka framleiðsluna, verði rekstrarforsendur til þess. Það er óraunhæft að ætlast til þess að mjólkur- og nautakjötsframleiðendur séu, í harðnandi rekstrarumhverfi, tilbúnir að auka við framleiðslu sína til að svara eftirspurn markaðarins á sama tíma og ríkisstuðningurinn þynnist út og tollvernd fer stórlega þverrandi. Áhersla verði aukin á framleiðslutengdan stuðning Við könnumst líklega flest við að þegar framleiðslutengdur stuðningur er til almennrar umræðu er umræðan oft neikvæð og allt of algengt að ekki sé gerður greinarmunur á stuðningskerfi milli búgreina. Íslensk mjólkurframleiðsla býr þó svo vel að hafa framleiðslustýringu sem virkar, árlega er gefið út heildargreiðslumark sem byggt er á söluspám þess árs. Þannig er komið í veg fyrir bæði skort á mjólk og óhóflega umframframleiðslu. Með því að greiða stuðning til þeirra bænda sem sannanlega skila mjólk sem óskað er eftir á markað er fyrst og fremst verið að stuðla að fæðuöryggi, auk þess myndast í beinu framhaldi hvati fyrir bændur að ná frekari árangri og hagræðingu í sínum rekstri. Fjöldi innsendra tillagna á búgreinaþing NautBÍ fjalla um að áhersla á framleiðslutengdan stuðning í nautgriparækt verði aukinn. Þetta er einnig mjög í takti við niðurstöður skoðanakönnunar sem NautBÍ lagði fyrir alla nautgripabændur landsins í lok síðasta árs. Í könnuninni voru nautgripa- bændur spurðir hvernig þeir vildu sjá stuðningsgreiðslur búvörusamninga þróast. Alls vildu 76% svarenda sjá aukið fjármagn á framleiðslutengda liði. Í framhaldinu var spurt hvaða stuðningsgreiðslur bændur vilja að mest áhersla sé lögð á. Mjólkurframleiðendur leggja mesta áherslu á greiðslur út á greiðslumark og innvegna mjólk, nautakjötsframleiðendur leggja mesta áherslu á sláturálag sem fæst í gegnum nautakjötsframleiðslulið samningsins. Allt eru þetta framleiðslutengdar greiðslur. Framleiðslutengdur stuðningur er gegnsætt og einfalt form stuðningsgreiðslna, eitthvað sem öll kæra sig kannski ekki um en með tilkomu aukinnar áherslu á fæðuöryggi síðustu ár þurfum við kannski að stíga eitt skref til baka og hugleiða til hvers ríkisstuðningur í matvælaframleiðslu er hugsaður. Á stuðningurinn ekki fyrst og fremst að stuðla að fæðuöryggi og aðgengi fólks að hollum og heilnæmum matvælum á sanngjörnu verði? Með því að leggja áherslu á framleiðslutengdan stuðning er stuðlað að fæðuöryggi og bændum gefinn hvati til að hagræða og auka afköst á hvern grip en þar liggja einnig ein mestu tækifæri búgreinarinnar til að draga úr kolefnisspori greinarinnar. Herdís Magna Gunnarsdóttir, varaformaður BÍ og formaður búgreinadeildar nautgripabænda BÍ. I c e l a n d k n i t f e s t - B l ö n d u ó s i - 9 . - 1 1 . j ú n í 2 0 2 3 H ö n n u n a r - o g p r j ó n a s a m k e p p n i R e g l u r : Nota skal íslenska lopapeysu í flíkina Flíkinni þarf að vera hægt að klæðast Endurvinna má önnur efni og nota með í flíkina Prjón skal vera megin vinnuaðferð við vinnslu verksins en einnig má nota aðrar handverksaðferðir Verkið verður metið út frá frumleika, notagildi og handverki Fylgja skulu myndir af ferlinu og sagan á bak við hönnunina, hver var peysan og hver er hún orðin? U p p l ý s i n g a r u m s k i l : Síðasti skiladagur er 15. maí 2023. Verkin skal merkja með dulnefni en nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang látið fylgja í lokuðu umslagi merktu dulnefninu. Senda skal fullunnið verk til: Textílmiðstöð Íslands bt: Svanhildar Pálsdóttur Kvennaskólanum 540 Blöndósi Móttakandi heitir fullum trúnaði við þátttakendur. Dómnefnd velur 3 efstu sætin. Úrslitin verða kynnt og verðlaun afhent á Prjónagleðinni 2023. Ístex, Tundra, VatnsnesYarn og Rúnalist gefa glæsileg verðlaun. Verkin verða til sýnis á hátíðinni. V e r k e f n i ð e r a ð e n d u r v i n n a í s l e n s k a l o p a p e y s u o g n o t a h a n a s e m g r u n n e f n i v i ð í n ýj a n o t h æ f a f l í k Íslensk lopapeysa er skilgreind í keppninni sem handprjónuð peysa úr íslenskum lopa, prjónuð í hring með munstruðu berustykki. Nánari upplýsingar veitir Svanhildur Pálsdóttir (svana@textilmidstod.is) og þær má einnig finna á https://www.textilmidstod.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.