Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 HAGTÖLUR LANDBÚNAÐARINS Nýlega birti Hagstofa Íslands niðurstöðu afkomurannsóknar landbúnaðarins fyrir árið 2021. Samanburður við árið á undan var jákvæður að flestu leyti. Hagnaður þeirra fimm landbúnaðargreina sem falla undir rannsóknina þrefaldaðist á milli ára og nam 2,1 milljarði króna, samanborið við tæpar 700 milljónir árið á undan. Mest munaði um breytingu í loðdýrarækt þar sem 107 milljóna króna tapið árið 2020 snerist í 103 milljóna króna hagnað og var það í fyrsta sinn frá árinu 2013 sem búgreinin skilar hagnaði, sauðfjárrækt sneri einnig 94 milljóna króna tapi í 667 milljóna króna hagnað. Ein búgrein af þessum fimm skilaði tapi árið 2022 og það var holdanautarækt. Á árinu jukust tekjur í ofangreindum landbúnaðargreinum um 6%, sem var bæði umfram verðbólgu og umtalsvert umfram hækkun rekstrarkostnaðar. Bætt afkoma leiddi af sér bætta fjárhagstöðu. Eigið fé í landbúnaði jókst um 15% á meðan langtímaskuldir jukust um 1%. Töluverður munur var þó þarna eftir búgreinum. Í tilfelli sauðfjárræktar og garðræktar jukust skuldir svipað mikið og aukning eigin fjár. Hagnaður jókst í landbúnaði árið 2021 en býlum fækkar örar Á undanförum 10 árum hefur verið töluverð fækkun býla enda hefur afkoman ekki alltaf verið jafn jákvæð og árið 2021. Frá árinu 2011 til ársins 2021 fækkaði býlum um 15%. Mest munaði þar um fækkun um 300 sauðfjárbýli, sem nemur 18% fækkun, og 27 holdanautsræktenda sem er 24% fækkun. Skriðþunginn í fækkun býla er að aukast. Á árunum 2016-2021 hefur fækkunin að meðaltali verið 64 býli á ári samanborið við aðeins átta býli árin 2011-2015. /SFB Tegund býla 2011 2021 Mismunur Sauðfjárrækt 1.679 1.380 -18% Ræktun mjólkurkúa (kúabú) 699 644 -8% Önnur nautgriparækt 111 84 -24% Garðrækt 228 214 -6% Loðdýrarækt 41 30 -27% Samtals 2.758 2.352 -15% Markaðir 154,1 kr Evra 144,5 kr USD 175,26 kr Pund 322,7779 kr 95 okt Bensín 327,3831 kr Díesel 17,92 USD Mjólk (USD/100 pund) 6,79 USD Korn (USD/sekkur) 28,5 EUR Kartöflur (EUR/100 kg) 1374 AUD Ull (AUD/100 kg) 1,83 USD Ostur (USD/pund) 4558 EUR Smjör (EUR/tonn) Afkoma í landbúnaði Breyting á fjölda býla á milli ára 2008-2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.