Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 LESENDARÝNI Hesturinn (Equus caballus) varð húsdýr mannsins fyrir um 7 þúsund árum síðan, austur í Kasakstan. Talið er að í árdaga hafi hann verið nýttur vegna kapla- mjó lkur innar og kjötsins, enn þann dag í dag er hrossaskjöts- neysla mikil og rótgróin í Kasakstan og gerjaður mjöður úr kaplamjólk drukkinn. Elstu vísbendingar um reiðmennsku, a.m.k. að menn hafi nýtt hross sem fararskjóta, eru síðan frá því um 3.000 f. kr. og það hafi einnig verið í Kasakstan. Elstu sannanirnar um notkun hesta sem burðardýra eru á lágmyndum frá Mesópótamíu frá um 2.000 f. kr. Hundurinn er hins vegar elsta húsdýrið og var tekinn í þjónustu mannsins fyrir um 9 til 10 þúsund árum síðan. Eitt til tvö þúsund árum síðar voru hundar komnir fram sem urðu manninum að miklu liði við öflun fæðu. Talið er að sauðfé og geitur hafi orðið húsdýr um svipað leyti. Síðar bættust nautgripategundir við í hóp húsdýranna. (Saga mannkyns, 1. bindi ritraðar AB og Vísindavefurinn). Á þeim óratíma sem síðan hefur liðið hafa samskipti manna og dýra mótast með ýmsum hætti um veröld víða sem einnig hefur tekið stakkaskiptum. Í árdaga var maðurinn búandi í villtri náttúru, nánast sem eitt stak að segja má. Núna er villt náttúra mun minni að umfangi en áður fyrr. Ein af auðlindum Íslands er strjálbýlið og óspillt víðerni. Í gegnum allar þær aldir sem liðið hafa fram á okkar daga tóku hugmyndir um það „hvað sé mannúð“ miklum og sífelldum breytingum og voru þær allt aðrar í öndverðu en á okkar tímum. Harðneskja var mikið meiri áður fyrr. Skepnuhald tók vitaskuld mið af þessu auk þess sem örbirgð gerði mönnum fyrrum iðulega þungt um vik. Dýravernd – velferð dýra Á seinni öldum hófst mikið framfaraskeið og nýjar hugmyndir, sem fólu í sér upplýsingu og aukna mannúð, ruddu sér til rúms um leið og hagur þjóðanna vænkaðist. Tækniframfarir sem fólu í sér mikinn hagvöxt leiddu um leið til þess að staða mannsins í miðju veraldarinnar styrktist og húsdýrahald jókst afar mikið að umfangi. Dýrin urðu þannig æ háðari manninum um leið og þau urðu honum sífellt mikilvægari í sínum fjölmörgu hlutverkum. Þetta ól síðan af sér hugmyndir sem festu sig í sessi víða erlendis og leiddu til stofnunar dýraverndarfélaga sem höfðu að inntaki að fara betur með dýr; þau yrðu ekki beitt fautaskap og harðýðgi, heldur yrði vel um þau hirt; þeim yrði tryggt nægt fóður, ferskt vatn o.sv.frv. Áhrif þessarar stefnu barst hingað til lands um þarsíðustu aldamót og má sjá áhrifin í skrifum rithöfunda á þeim tíma og svo í stofnun félaga um málefnið. Áherslan var á meðferð mannsins á dýrum, einkum þá þeim sem voru í hans umsjá, lítilli athygli var hins vegar beint að tilvistarlegum spurningum sem beindust að eðli og skynjun dýranna sjálfra. Nú hefur hins vegar skilningur á þessum málum breyst mjög; borgarsamfélög hafa orðið ríkjandi með tilheyrandi þróun í átt til fjarlægðar milli manns og náttúru og gæludýrahald er útbreitt. Velferðarríkin hafa orðið til en það er rétt um öld síðan það hugtak kom fyrst fram á prenti (Welfare state). Hugtakið velferð hefur svo sífellt orðið algengara og notað í fleiri samböndum. Þannig er núna talað um velferð dýra í stað dýraverndar en verndar-hugtakið er notað um verndun, s.s. dýra í útrýmingarhættu. Velferð dýra, að sýna sitt eðlilega atferli Fyrstu lög um dýravernd voru samþykkt á Alþingi árið 1915 og giltu þau allt til ársins 1957. Dýraverndarmálin heyrðu á þessum tíma undir menntamálaráðuneytið og var starfandi sérstök dýraverndarnefnd sem kom til með lögunum frá 1957. Ráðuneytið fól nefndinni þegar árið 1974 að hefja endurskoðun laganna en nágrannaþjóðir okkar, s.s. Norðmenn, voru þá sem óðast að endurskoða lagasetningu um þessi mál hjá sér. Lengi vel gekk þó hvorki né rak. Skýringin á því er annars vegar sú að í nefndinni voru deildar meiningar, annars vegar þeirra sem töldu að ný lög ættu að taka mið af séríslenskum búskaparháttum og hinna sem töldu unnt að byggja lagasetninguna alfarið á gildandi lögum á hinum Norðurlöndunum. Þá voru komnar fram hugmyndir um stofnun sérstaks umhverfisráðuneytis og þar ætti málaflokkurinn heima. Það var svo 1994 sem samþykkt voru ný lög um dýravernd sem m.a. byggðu á ákvæðum Evrópusamnings um vernd dýra í landbúnaði. Yfirstjórn dýraverndarmála var flutt til umhverfisráðuneytisins. Um rammalög var að ræða sem þýðir að reglugerðir voru settar um framkvæmd laganna. Lögin frá 1994 fóru svo í gegnum gagngera endurskoðun sem hófst á árinu 2008 og lauk með setningu núgildandi laga, nr. 55/2013, um velferð dýra. Endurskoðunin hófst undir forræði umhverfisráðuneytisins en fluttist árið 2011 yfir til þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins með forsetaúrskurði sem gefinn var út um flutning málaflokksins. Greinarhöfundur sat allan tímann í nefndinni sem samdi frumvarpið og tók við nefndarformennsku við tilflutninginn. Nýju lögin eru rammalög eins og hin fyrri og mörkuðu þáttaskil. Þau eru sniðin að fyrirmynd laga frá nágrannalöndum okkar, einkum nýrra laga í Noregi og reglum Evrópusambandsins. Markmiðssetning laganna er að megininntaki svohljóðandi: „að þau [þ.e. dýrin] séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt.“ Að auki er sá kafli laganna sem fjallar um úrræði og viðurlög afar ítarlegur. Hvað líðan hrossastofnsins hér á landi varðar, heilt yfir, er augljóst að engin hross komast nær því að uppfylla hin nýju markmið laganna; „að geta sýnt sitt eðlilega atferli“ og einmitt þau sem eru í blóðnytjunum. Á þeim búum er auk þess með góðu móti unnt að fullnægja svo vel sé öðrum ákvæðum laganna og reglugerðanna sem við þau eru sett. Ísland hentar enda vel til blóðnytja- búskapar. Ekki vegna þess að hér séu gerðar minni kröfur til dýravelferðar en erlendis heldur einmitt vegna þeirra miklu krafna sem við gerum. Hér á landi eru að auki næg víðerni og gnægð graslendis sem á einnig stóran þátt í því að Ísland sé eins vel fallið til þessa búskapar eins og raun ber vitni. Kristinn Hugason, samskiptastjóri Ísteka. Velferð hrossa Kristinn Hugason. Þessari beiðni var svarað með því að svara engu. Nokkrum sinnum var beiðnin ítrekuð við stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd í tölvupóstum og auglýst í fjölmiðlum án árangurs. Nýlega var farið fram á að forsætisráðherra beitti sér fyrir því að þessi rannsókn verði gerð. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er gott innlegg en tekur að takmörkuðu leyti á þessu máli. Upplýsa Höfundur vinnur nú við „Samfélags- verkefni gegn spillingu“ þar sem m.a. er unnið að því að ná framgangi í því að opinber rannsókn verði gerð. Undanfarin ár hefur höfundur unnið að því að upplýsa um málið og birt um 40 greinar í fjölmiðlum og gert nokkrar rannsóknaskýrslur, en vefur verkefnisins er www. lagareldi.is Lítil viðbrögð við fjölda faglegra og málefnalegra greina höfundar í fjölmiðlum um óvönduð vinnubrögð og spillingu fara í sjálfu sér að vera athyglisverðara en málið sjálft. Vörnin hefur verið að þegja í staðinn fyrir að fara í rökræður í fjölmiðlum enda oft slæman málstað að verja. Skýrsla Ríkisendurskoðunar Nýlega gaf Ríkisendurskoðun út skýrsluna ,,Sjókvíaeldi – Lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit“, sem tekur undir margt af því sem undirritaður hefur verið að benda á og gagnrýna undanfarin ár og hefði því fátt átt að koma á óvart. Ef nefnd eru örfá dæmi, má nefna: • Áhrif og aðkoma fulltrúa fyrirtækja í sjókvíaeldi við undirbúning að endurskoðun laga um fiskeldi árið 2019. • Samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging sem vinnur gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóðs. • Viðbrögð við stroki eldislaxa og vöktun nærliggjandi áa. • Vöktun á villtum laxastofnum og mótvægisaðgerðum ábótavant. • Hlutfall á milli framleiðslu og lífmassa ekki rétt í áhættumati erfðablöndunar. Þáttur fjölmiðla Nú er komið í hámæli þau ófaglegu vinnubrögð sem hefur einkennt vinnuna við undirbúning og gerð laga um fiskeldi og eftir að lögin voru samþykkt. Þar ber að þakka núverandi matvælaráðherra og Ríkisendurskoðun. Það er umhugsunarvert af hverju það voru ekki fjölmiðlar sem komu þessu máli á hreyfingu þrátt fyrir fjölmargar og ítrekaðar ábendingar m.a. höfundar. Vissulega hafa fjölmiðlar takmarkaða möguleika á að sinna rannsóknarvinnu vegna takmarkaðra fjármuna, en þetta er það stórt mál að það hefði átt að hafa forgang. Það hefur höfundur gert án þess að fá nokkra fjármuni úr ríkissjóði enda hefur mér blöskrað þetta mál í mörg ár. Það sem vantar Það sem vantar sérstaklega í ágæta skýrslu Ríkisendurskoðunar er að fjalla meira um þá spillingu sem hefur einkennt undirbúning og endurskoðun laga um fiskeldi. Það á eftir að skoða hvernig fulltrúar erlendra fjárfesta í starfshópi sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi gátu hannað leikreglurnar í gegnum opinbera stefnumótun, skjalfest í lögum samþykkt á Alþingi Íslendinga, sjálfum sér og sínum fyrirtækjum til fjárhagslegs ávinnings á kostnað annarra. Afraksturinn er yfir 100 milljarða króna í formi eldisleyfa. Af fræðimönnum kallast þessi aðferðafræði að „fanga ríkisvaldið“ (e. state capture). Margir þingmenn flæktir í málið Í fjölmiðlum hefur verið tilhneiging til að kenna matvælaráðherra og ríkisstjórninni um það sem afvega fór en málið er ekki svo einfalt. Það var löngu tímabært að gera tiltekt í fiskeldismálum og vinna úr óreiðunni sem Kristján Þór Júlíusson skildi eftir sig. Það eru margir þingmenn sem þurfa að fara í naflaskoðun og skoða sinn þátt í þessu máli og þar á meðal fyrrverandi forseti Alþingis. Það er ekki dregið í efa að þingmenn hafi almennt viljað vel við uppbyggingu á öflugu laxeldi, m.a. til að styrkja viðkvæmar byggðir og auka útflutningstekjur. Margt fór þó úrskeiðis og í sumum tilvikum hafa alþingismenn jafnvel hugsanlega hreinlega verið blekktir. Framhald málsins Það hefur vakið athygli að umræðan og gagnrýnin í fjölmiðlum hefur sérstaklega beinst að stjórnsýslunni. Takmarkað hefur verið komið inn á ástæður fyrir því að við erum komin í þessa stöðu sem hófst með tillögum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kynnti í ágúst 2017. Varðandi framhald málsins er líklegasta sviðsmyndin að alþingismenn, stjórnsýslan og aðrir þeir aðilar sem komið hafa að málinu og hagsmuna hafa að gæta svæfi það. Hér hafa fjölmiðlar mikilvægu hlutverki að gegna við að koma í veg fyrir að þannig fari. Svæfing er þegar hafin með umfjöllun m.a. í Morgunblaðinu og viðtölum við forkólfa fiskeldisfyrirtækjanna sem þykjast taka undir að bæta þurfi ýmislegt í þessum málum og horfa þar minnst í eigin barm. Undirritaður mun halda áfram sinni vinnu á næstu misserum, safna gögnum, setja í samhengi og upplýsa. Að lokum mun ferli málsins verða rakið í rafrænni bók sem öllum verður aðgengilegt á næstu árum og áratugum. Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur. Skýrsla Ríkisendurskoðunar, þöggunin og beiðni um opinbera rannsókn Þann 20. maí 2019 sendi undirritaður tölvupóst til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og allir alþingismenn fengu afrit. Þar var óskað eftir að gerð væri opinber rannsókn vegna alvarlegra annmarka á vinnubrögðum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Valdimar Ingi Gunnarsson. Hross í haga. Mynd / Jón Eiríksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.