Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 3
m
Reykjavík, jólin 1946.
GLEÐILEG JÓL
í einu af ritum Nýja- testamentisins standa þessi
orð. „Þegar fylling tímans var komin, sendi Guð son
sinn“. Öldum áður hafði Gyðingaþjóðin vænzt upp-
fyllingar forns fyrirheits drottins, að hann
mundi senda þeim frelsara. Þjóðin hafði um langan
aldur lifað í voninni um komu þessa fyrirheitna
Messiasar. Þessi von var gleði hennar á meðlætis-
dögunum og styrkur hennar í mótlætinu. En hann
kom ekki. Alltaf syrti að. í margar aldir hafði þjóð-
inni enginn spámaður gefizt. Innanlandsdeilur og
erjur mögnuðust. Trúarlífið steinrann undir leið-
sögn Fariseanna, sem héldu þjóðinni í hörðum viðj-
um gamalla lögmálskenninga, sem að mörgu leyti
voru misskildar, og mannasetninga, sem þeir sjálfir
höfðu sett. Að síðustu hafði þjóðin glatað því, sem
hverri menningarþjóð er dýrmætast, frelsi sínu og
sjálfstæði, og stundi nú undir ánauðaroki róm-
verska heimsveldisins. Það var nótt eymdar og
afturfarar yfir þessari drottins útvöldu þjóð.
En þá var fylling tímans komin.
Ekki var síður dimmt um að lítast annars staðar
í heiminum, sem að mestu leyti var aðeins hið róm-
verska heimsveldi. Trúarlífið var alls staðar í hnign-
un, hofin stóðu auð. Andlega lífið var með fullkomn-
um dauðamörkum, örvænting og vonleysi var áber-
andi meðal hinna æðri og menntaðri stétta, hvers-
konar siðleysi og spilling óð uppi, í'ámenn xíkis-
mannastétt sat að öllum gæðum þessa lífs, en al-
menningur víðast réttlaus og leið skort og nauð.
Myrkur fullrar andlegrar örvæntingar hvíldi yfir;
gullaldarmenningin var orðin ormétin og fúin í
rót.
En þá var fylling tímans komin. Þá sendi Guð
son sinn, fæddan af konu, lögmálinu undirgefinn.
Þessa atburðar minnist hinn kristni heimur með
hverjum jólum. Þá hverfum við í anda með hirð-
unum til Betlehem til að sjá þennan atburð sem
orðinn er. í jólaguðspjallinu heyrum við tilkynn-
ingu englanna: „Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð,
sem veitast mun öllum lýðnum; því að yður er í
dag frelsari fæddur, sem er hinn smurði drottinn
í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks. Þér munuð
finna ungbarn reifað, liggjandi í jötu.“ Um þennan
atburð er það sem postulinn segir: Þér þekkið náð
drottins vors Jesú Krists, að hann þótt ríkur væri
gjörðist fátækur vor vegna, til þess að vér auðguð-
umst af fátækt hans.
Betlehemsstjarnan skein yfir dapi'an heim og
dimman á hinum fyrstu jólum, villuráfandi og ör-
væntandi mannkyn. En sennilega skín hún að þessu
sinni yfir ennþá dapi’aii heim. Mannleg kynslóð
mun sennilega aldrei, frá sköpun heims, hafa verið
eins ömurlega sett og í öðru eins öngþveiti, eins
og einmitt á þessum dögum. í orði kveðnu er styi j-
öldinni lokið og þeim ábei’andi ógnum, sem henni
voru samfara. En rnikill hluti heims er enn flak-
andi í sárum, sem ýmist munu seint gróa eða aldiæi.
Hin svokallaða menning þessa tímabils og undan-
farinna áratuga hefir sýnt ávexti sína og hvei-s mún
Framh. á bls. 35.