Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 43

Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 43
Nokkrar bæknr /«. J)iujo ída rprentáiniÁju h.j^. Biblían í myndum. Þetta eru hinar frægu biblíumyndir eftir franska listamanninn Gustave Doré, en Bjarni Jónsson vígslubiskup hefur séð um útgáfuna og valið texta með myndunum. I formálanum segir Bjarni Jónsson meðal annars: ,,Það er alkunn- ugt, að margir hinir færustu listamenn hafa verið nákunnugir heilagri Ritningu. Við lestur hennar vaknaði hjá þeim sú þrá, að þeir í heimi listarinnar gætu náð að lýsa því, er snortið hafði hug þeirra. Þannig eru mörg heimsfræg listaverk til orðin. Frásögurnar kölluðu á listina, og myndirnar hafa vakið aðdáun og gleði margra manna um alda- mótin“. Raula ég við rokkinn minn. Hin sérstæða og fagra bók Ofeigs J. Öfeigs- sonar læknis, „Raula ég við rokkinn minn', er nú að koma í bókaverzl- anir. Ófeigur hefur skráð þulur og þjóðkvæði og skreytt útgáfuna með myndum og teikningum. Bókin er öll prentuð með tveimur litnm: rauð- ur rammi um hverja síðu og letrið, sem er stórt skrifletur, sem aldrei fyrri hefur sést á bók hér á landi, er prentað með brúnum lit. Framan við bókina er prentuð fjórlit mynd og önnur aftar í bókinni. Upplag bókarinnar er lítið, svo að búast má við því að færri fái hana en vilja. Læknir kvennahæiisins, eftir Charlotte Stefansson. Helgi Valtýsson þýddi. Hinn sænski kvennlæknir dr. med. Emil Bovin, prófessor í fæð- ingarhjálp og kvennasjúkdómum í Stokkhólmi, skrifaði um bókina í sænsk blöð, og sagði meðal annars: „Undir dulnefninu Charlotte Stef- ansson hefir hjartagóð kona, með sterkan áhuga fyrir þjóðfélagsmál- um, skrifað ágæta bók „Gula Kliniken“. Þar tekur hún fyrir og rök- ræðir hinn háskalega þjóðfélagssjúkdóm, fóstureyðingarnar, sem nú um hríð hefur verið mjög umdeilt málefni með þjóð vorri. Höfundurinn hefur auðsjáanlega ritað bók sína, eftir að hafa kynnt sér málið ræki- lega frá mannúðlegu, þjóðfélagslegu og heilbrigðislegu sjónarmiði, fyrst og fremst í þeim tilgangi að vekja kynsystur sínar, svo að þær átti sig og geri sér ljósar hættur fóstureyðinganna, bæði fyrir konurnar sjálf- ar og fyrir kynslóðina, hvort sem þær eru framdar af læknum eða skottulæknum“. Þessa bók þarf hver hugsandi kona að lesa. Liðnir dagar, eftir Katrínu Ólafsdóttur Mixa. f þessari ágætu bók lýsir höfundurinn dvöl sinni í Austurríki. Þótt sagt sé frá ömurlegu tímabili og hörmungar steðji að landi og þjóð, er því lýst með svo hlýjum orð- um og á svo fögru máli, að unun er að lesa. Mállýzkur eftir dr. Björn Guðfinnsson. Erindi þau, er dr. Björn Guð- finnsson hefur undanfarið fluett í Háskóla íslands og í R'kisútvarpið, hafa vakið svo mikla athygli, að óþarft ætti að vera að benda á rit hans Mállýzkur, en þar gerir hann grein fyrir rannsóknum sínum. Kaupið ritið og lesið. Bókaverzlun Isaíoldar

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.