Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 28
28
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1946
arar í „messanum", þar sem við annars vorum vanir
að borða. Borðsalirnir voru skreyttir með greni.
Höfðum við einnig jólatré, og reyndum að gera jólin
eins hátíðleg og hægt var.
Á jóladag vorum við flestir vanir að fara í land í
kirkju til séra Hauks Gíslasonar, og komu þá einnig
þangað margir Islendingar í Kaupmannahöfn.
Eftir að ég kom á Súðina vorum við eitt sinn
staddir um jólin á Færeyjabankanum. En þá var svo
vitlaust veður, að ekkert var hægt að breyta til.
Öðru sinni vorum við í Blyth á Englandi, og þá
reyndi ég að hafa jólin um borð sem líkust því, sem
ég hafði vanizt á Goðafossi“.
Eru sjómennirnir samtaka í því, að halda heilög
jól, þótt þeir séu fjarri heimilum og ástvinum sín-
um heima?
,,Já, þeir fagna konm jólanna, hvar sem þeir eru
staddir. Sjómenn eru vanafastir og trúræknir að því
leyti, sem ég þekki þá. Um leið og ég óska þeim
gleðilegra jóla, vil ég mega vænta þess, að ljós hans,
sem fæddist á jólunum, megi lýsa þeim á leiðum
þeirra, hvar sem þær kunna að liggja“.
----- ■ ■ ■ ■ - ■■■■= ' - - -■=- "
Múrarameistari
Látiem Sirist
fá bústað hjá oss
Valgeir GuSjónsson
„Jólin, hátíð ljóssins og sannleikans, er að renna
upp, mesta hátíð ársins hjá oss kristnum mönnum,
hátíð, sem er helguð minningu Frelsarans, er kom
í heiminn „til þess að frelsa synduga menn, svo að
vér mættum fyrir hann ná inngöngu í Guðs ríki“.
Hvaða áhrif finnst þér jólin hafa?
„Allt verður svo bjart og fagurt, alls staðar ylur
og kærleikur, handtakið verður hlýrra, kveðjuorðin
innilegri. Það er þá eins og kominn sé gróandi í allt
hið góða, sem með oss mönnunum býr“.
Finnst þér boðskapur jólanna nú þegar vera ríkj-
andi í hugsun okkar og breytni?
„Ef vér lítum til baka, til þess tíma, sem Kristur
fæddist í þennan heim, sjáum vér, að eigi var rúm
fyrir hann í gistihúsinu. Þess vegna var fjárhúsjat-
an fyrsti hvílustaður hans á jörðunni. Ljós heimsins,
hið fullkomnasta líf, sem gist hefir þessa jörð, fekk
ekki rúm í bústöðum manna. Þetta var þá, fyrir
rúmum 19 öldum. Og enn er Kristi úthýst úr sálum
svo margra. Hann fær ekki ennþá að rúmast í hugs-
un vorri, orðum eða verkum. Vér hugsum meira um
þau veraldlegu gæði en hin andlegu.
En Guði sé lof! Margir, mjög margir eru þeir,
sem geta sagt með sanni:
„Ég hefi fundið frið með Guði, eilífan frið, sem
heimurinn ekki getur tekið frá mér“.
Hvað er það, sem gefur hinn innri kraft trúarinn-
ar til þess að öðlast þann frið?
„Það, sem á jólunum gerðist. Koma Krists í þenn-
an heim. Boðskapur hans um frið á jörðu. Sá boð-
skapur er þess megnugur að feykja burt veraldar-
hyggjunni, og færa oss nær Guði. Sú helgi, sem oss
er flutt með hverjum nýjum jólum, er sterkasta afl-
ið til þess að vekja frið í sálum vorum og trú á
skaparann, „sem gaf son sinn eingetinn, til þess að
hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi
eilíft líf“.
FYRI54 40 ÁR4JIVI Frh. af bls. 13.
Þeir, sem segja frá þessu nú, tala um hinn sanna
sannleika. Geta nokkur ár breytt sannleikanum? Ég
hlustaði á þetta, er ég var barn. Fyrir 40 árum hélt
ég jcl, þar sem talað var um Jesúm Krist með brenn-
andi alvöru og lofsyngjandi gleði. Þá var hlustað á
það, sem hirðirinn sagði, er hann talaði um þann
atburð, sem orðinn var og Drottinn hafði kunngjört
honum. Presturinn skýrði frá því, er talað hafði ver-
ið við hann um barn þetta. Og þeir, sem hlustuðu á
orð hans, undruðust, vegsömuðu og lofuðu Guð.
Ég geymi þessar minningar í þakklátu hjarta.
En jólaminningarnar sameinast í þeirri bæn, að vér,
sem eigum að vera hii-ðar, notum næturvökuna til
þess að hlusta eftir boðskap Drottins, og förum svo,
áður en fullbjart er orðið, til kirkjunnar, sem er
ljósum prýdd, og segjum fagnandi söfnuði þá sögu,
sem fegurst er allra.
Á heilögum jólum hugsa ég um það, sem var. Ég
minnist leiðtoganna, sem hafa Guðs orð til mín tal-
að. En á jólunum hugsa ég einnig um það, sem er.
Þetta er nálægt mér nú. Orðið frá Guði á að ná til
mín, og þetta orð á ég að flytja öðrum. Menn eiga
heimtingu á því, að ég tali til þeirra Guðs orð, svo
að jólin bendi ekki aðeins á óljósar minningar í þoku
fjarlægðar, en að jól séu haldin nú, af því að birta
Drottins ljómar í kring um oss.
„Fjárhirðum fluttu fyrst þann söng Guðs englar,
unaðssöng, er aldrei þverr“. Höfum þetta hugfast:
Boðskapurinn var fluttur. En söngurinn þagnar
ekki. Þess vegna skal ekki látið nægja að minnast á
fögnuð frá liðnum öldum. Þaö skal sagt nú í dag:
,,Fagna þú, maður, frelsari heimsins fæddur er“.
Sameinum þátíð nútíð. Tengjum minningarnar við
fagnandi trú, sem nú á heima í hjartanu. Látum
jólaboðskapinn stjórnast af þessari játningu: „Ég
trúi, þess vegna tala ég“. Þá þökkum vér fyrir heil-
agar jólaminningar og gleðjumst yfir því að mega
nú halda heilög jól,