Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 23

Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 23
Kirkjugarður á Kyrrahafsströnd I marzmánuði 1944 dvaldi ég nokkra daga í Los Angeles. Ég hafði heyrt marga dást að borginni og hafði því gert mér háar hugmyndir um fegurð henn- ar. Þær vonir brugðust ekki. Borgin er ein af glæsi- legustu borgum heimsins, byggð af mikilli smekkvísi og list. Veðurblíðan og sólskinið eiga líka sinn mikla þátt í að setja unaðslegan blæ á hana og hefja stað- inn upp úr hversdagsleikanum og grályndinu. Það er auðséð á byggingunum, hinum glæsilegu götum og lystigörðum borgarinnar, að bygginga- meistararnir hafa verið listamenn. Ekkert virðist hafa verið sparað til þess að klæða borgina fegurð og skarti. í Hollywood, sem er einn hluti hennar, er vafalaust margt á sviði listar og tækni, sem naumast á sinn líka annars staðar. En einn er þó sá staður í Los Angeles, sem mér er minnisstæðastur öllu því, sem ég sá þar, en það er kirkjugarðurinn — F'orest Lawn. Hann er 300 ekrur að stærð, og var til hans stofnað árið 1906. Þessi kirkjugarður minnir ekki á dauðann. Hann minnir um fram allt á lífið og hina dýrðlegustu fegurð þess. Þar eru fagrar grasbreiður og skógar- lundir, og marglitir blómabeðir. Þar eru kyrrar, spegilsléttar tjarnir. Söngur fuglanna kveður við, er þeir fljúga léttilega frá einu tré til annars. Þar eru hin fegurstu listaverk, hvar sem augað lítur. Talið er, að þar muni flest og fegurst marmara- líkneski saman komin í öllum Bandaríkjunum. Mér þótti vænt um að fá tækifæri til þess að sjá þennan stað. Það er engu líkara en að hann sé eins konar óður, saminn eins og lofgjörð til lífsins. Víða er eins og vonleysið grípi huga manns, þegar hugsað er um útlit kirkjugarðanna. Þeir minna á átakanlegt Frh. á bls. 35.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.