Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 36
36
KIBKJUBLAÐIÐ JOIJN 1946
heiminn. Hugsum þá líka lil þeirra sem örbyrgðin
þjáir og allsleysið. Þeir eru margir. Hugsum líka
til þeirra sem sjúkir eru og sorgmæddir. Aldrei
liafa þeir verið fleiri en nú. Og gleymum ekki þeim
sem í myrkrinu sitja og aldrei hafa fundið í hjarta
sér hræringar þakkar eða tilbeiðslu til hans, sem
jólin helgast af. Ef boðskapur jólanna um frið á
jörðu og velþóknun Guðs meðal manna hefði verið
virtur að verðleikum, væri yfir annan heim að líta
nú en raun ber vitni um.
Gætum við ekki tekið okkur saman um að fórna
þó ekki væri nema einni stuttri stund á þessum jól-
um til sérstakrar fyrirbænar fyrir öllum þeim, hvar
í heiminum sem eru, sem að þessu sinni eiga döpur
jól, á hvern hátt sem það kann að vera. Biðjum
þess að þessi jól megi verða öllum mannanna börn-
um gleðileg jól í anda og sannleika, hátíð trúar
og tilbeiðslu, hátíð gleði og innri fagnaðar. Að því
á ferðin til Betlehem að leiða. Slík sambæn mundi
miklu orka. Þá yrði skammt að bíða nýrrar fyll-
ingar tímans.
Halldór Pétursson listmálari hefir myndskreytt
greinarnar: Ávörp til íslenzku þjóðarinnar og
Hringjarinn í Dómkirkjunni.
ilecj jóf! H ampiöjan.
QL ifeý jóf! Málarinn.
ifecý jóf ! Niöursuöuve rksmi'ðja S. I. F.
Husgagnaverzlun Kristjáns Siggeirssonar.
H. í. Eimskipaíélag íslands
óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi
árs, um leið og það þakkar viðskiptamönnum sínum stuðning
við félagið á undanförnum árum.