Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 18

Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 18
18 KlftKJUBLAÐIÐ JÓI.IN 1941) einangrun, sem sennilega hefir verið útlenclingum ineiri og áþreifanlegri en Islendingum sjálfum. En með þessum nánari tengslum Islands við um- heiminn hefir þýðing þess fyrir hann einnig vaxið, og sem tákn þess verður að líta á inntöku íslands í Sameinuðu þjóðirnar. Þessi atburður verður þess vegna sá, sem ef til vill er markverðastur í sögu ís- lands þessi tíu ár. Og þýðing hans í framtíðinni mun verða samhliða lífskrafti og starfsmætti Sameinuðu þjóðanna, en um það er engu hægt að spá, aðeins vona það bezta. Gamli, óbetranlegi Adam er þó og verður grund- völlur þessarar stofnunar, og það er undir hans möguleikum til aga, skarpsýni og óeigingirni komið, hvort stofnunin getur gert ætlunarverk sitt, eða hvort hún, eins og fyrirrennari hennar, þjóðabanda- lagið, á að visna sundur innan að, vegna óhreinskilni hjá einstaklingum og ríkjum, skammsýni þeirra og megnri eigingirni. Þar sem ritstjóri Kirkjublaðsins hefir gefið mér tækifæri til að senda lesendum þess jólakveðju og jólaósk, geri ég það með því að láta í ljós beztu von um, að þau öfl og þróunarvísar, sem ég samkvæmt framansögðu hefi veitt athygli í hinu nýja íslenzka þjóðfélagi, megi aukast og dafna. Ég vona með öðrum orðum, að Island einnig í þetta sinn yfirvinni með góðum árangri þá erfiðleika, sem um stundar sakir eru fyrir hendi, að frelsi og sjálfstæði lands- ins megi vaxa og verða enn sterkara og fastara í sameinuðum vilja og framtaki þjóðar þess, að hinn fagri fórnarvilji, sem hin sundurtætta Evrópa svo mjög þarfnast, megi bera nýja, blessunarríka ávexti, að íslendingar verði sér meir og meir meðvitandi um „samhörighet“ sína með bræðraþjóðunum, svo að þær og ísland megi verða andlega ríkari. Otto Johansson. -AtatrvSi itnaour HorS- tnanna, ^JJcnrij féay: Minnismerkið um Snorra á að veríia ævarandi tákn þakklætis frá nnrsku þjóðinni Þegar ég nú, eftir ósk Kirkjublaðsins, á að flytja yður kveðju frá Noregi, þá kemur margt fram í hug- ann, sem ég gjarna hefði viljað minnast á. Eins og mönnum mun vera kunn- ugt, hefi ég verið búsettur á íslandi í mörg ár, og ég vil bæta því við, að mér hefir liðið hér prýðilega, ekki sízt vegna þess, að mér hefir aldrei fundizt ég vera hér gestur eða útlendingur í framandi landi. Sumir kynnu máske að ætla að þetta gæti ekki átt sér stað vegna þess, hve íslenzk tunga er frábrugðin móðurmáli mínu. En þar til er því að svara, að enda þótt ég vilji á engan hátt státa af því, að ég tali eða skrifi íslenzkt mál lýtalaust, þá er hitt satt, að ég hefi af miklum áhuga fylgzt með þróun tungunnar heima í Noregi, og við það komizt að raun um, að íslenzkan gæti þar orðið oss til mikils stuðnings og hjálpar. Vér Norðmenn verðum að koma oss saman um eitt og sama tungumál. Eins og nú standa sakir, er ritmálið tvennskonar, nýnorskaiU annarsvegar og ríkismálið hinsvegar. fslendingum, sem sjálfir tala fagra og svo að segja klassiska tungu, finnst lands- málið norska fagurt, svo líkja mætti við Venus frá Milo, eða svo hefir mér virzt. Raunar er það ofur- eðlilegt, að þeim veiti erfitt að skilja landsmálshreif- inguna norsku og þróun ríkismálsins fram til þessa dags. Það hefir komið til orða að senda háskólalærð- an mann til íslands til þess að halda þar fyrirlestra um málþróunina í Noregi, og vonandi er, að þar verði ekki látið sitja við orðin ein. Flestum er það kunnugt, að miklar deilur hafa staðið í Noregi um tungU þeirra á undanförnum ár- um. Og ýmsir hafa haldið því fram, að þær deilur hafi staðfest það djúp innbyrðis meðal þjóðarinnar, sem seint verði brúað aftur. Þetta kann að mega til sanns vegar færa. En í því sambandi vil ég taka það fram, að hvort sem vér erum í flokki þeirra, sem berjast fyrir landsmálinu eða hinna, sem ríkismálið aðhyllast, þá unnum vér jafnt landi voru og þjóð, hvort sem vér látum þá ást í ljós á landsmáli eða rík- ismáli. Og þessvegna taka allir norskir menn og norskar konur undir með skáldinii, er það segir: Da röres mit bryst, da blot hviske jeg kan, Gud signe dig, Norge, mit deilige land“. Það er mér fagnaðarefni, að kynning Norðmanna og íslendinga hefir mjög farið vaxandi það sem af er þessari öld. Og þetta er líka nauðsynlegt, því það snertir hin menningarlegu verðmæti, sem verður að

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.