Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 27
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 194«
27
Hefir þú ekki síðan haldið uppteknum hætti, og
farið í kirkju á jólunum?
„Alltaf, þegar ég hefi getað. En nú er orðið svo
þröngt í kirkjunni okkar á aðfangadagskvöld, að
færri komast þangað inn en vilja, og verður maður
þá stundum að láta sér nægja að sitja heima við
útvarpið og hlusta. En aldrei er það samt eins há-
tíðlegt og blessunarríkt og að vera í sjálfu muster-
inu við slík tækifæri“.
Eru það ekki einhver jól, sem eru þér öðrum frem-
ur minnisstæð?
,,Jólin um aldamótaárið 1900 verða ætíð minnis-
stæð í huga mínum. Um leið og við, Vestur-bæingar,
vorurn að halda heilög jól, vorum við einnig ásamt
cðium að kveðja hina gömlu öld og fagna þeirri
íuttugustu. Var ég þá ellefu ára gamall.
Þá var kertaljós úti í hverjum glugga, og rúðurn-
ar skreyttar fallegu skrauti. Allir vildu taka þátt í
að kveðja gömlu öldina og fagna nýja tímanum. Þá
orti hvcr í kapp við annan um hin miklu tímamót.
Við krakkarnir sungum og létum gleðilátum, því að
slíka Ijósadýrð höfðum við aldrei áður augum litið“.
Hvaða þýðingu telur þú, að jólin hafi fyrir menn-
ina?
„Jólin, sem ái' frá ári koma til vor mannanna,
minna oss stöðugt á, að verkefni vort er, að verða
að betri manni. Boðskapur jólanna beinir manninum
inn á þær réttu brautir, og lýsir upp hið dimma
hugskot hans.
Og boðskapur jólanna er endurfæðing Krists og
Krists-eðlisins í hverjum manni“.
Hvaða erindi telur þú einkum, að sá boðskapur
eigi til íþróttamanna og kvenna?
„fþróttafólk þjálfar líkama sinn til þess að gera
hann sem hæfastan bústað fyrir hina ódauðlegu sál
sína. En þar við má þó ekki sitja. Sálin og hinn and-
legi þroski, má ekki vanrækjast. Hraust sál í hraust-
um líkama er takmarkið. Það verður að þjálfa sál-
ina undir það, sem koma skal. Og vil ég þá benda
mönnum á, að ekkert líf er án dauða, og enginn
dauði án lífs. Því skyldum vér ekki lifa lífinu í sam-
ræmi við þetta? Því skyldum vér ekki leggja rækt
við það, sem að eilífu á að lifa, þegar vér vitum það
með vissu, að eitt sinn skal hver deyja úr þessum
heimi?.
Samfara hinni líkamlegu þjálfun verður því að
vera hin andlega þjálfun. Hver íþróttamaður veit, að
enginn stekkur hærra en hann hugsar. Andinn verð-
ur að fara fyrir.
Það er því trúin, sem orkar mest á manninn til
hinna stóru átaka, ekki aðeins á sviði íþróttanna,
heldur einnig á hvaða sviði sem er. Trúin á hann,
sem fæddist á jólunum er þess vegna ein fær um
að endurskapa manninn, gera hann andlega sterk-
an og hæfan til að mæta hverju, sem að höndum
ber. —
Um leið og ég flyt öllum íþróttamönnum og æsku-
lýð landsins mínar beztu jólakveðjur, þá er það ósk
mín, að hann gleymi aldrei að þjálfa sig andlega
um leið og hann iðkar líkamsíþróttir. Vil ég um leið
óska kirkju íslands til heilla og hamingju með það
háleita hlutverk, sem hún hefir með þjóð vorri, og
bið Guð að gefa ríkulega ávexti af því starfi, sem
unnið er af þjcnum hennar og öllum, er vilja „gró-
andi þjóðlíf með þverrandi tár“.
Skipstjóri
Jálfn hjá þeiiTi
er á spóinn sækfa
Ingvar Kjaran
„Ég var firnm ára gamall á fyrstu jólunum, er ég
man eftir. Átti ég þá heima vestur í bæ, á Melunum,
og hafði flutzt þangað frá Vælugerði í Flóa, sem nú
heitir Þingdalir".
Manstu, hvað þú fékkst þá í jólagjöf?
„Það man ég alltaf. Ég fékk munnhörpu. Ég
hlakkaði alltaf mikið til jólanna. Við bræðurnir vor-
um vanir að smíða jólatré, og skreyta það síðan með
alla vega litum pappír, sem við límdum á tréð. Þetta
starf kom okkur alltaf í jólaskap, sem óx eftir því
sem jólin nálguðust, og náði hámarki sínu sjálft að-
fangadagskvöldið.
Þá var alltaf lesinn boðskapur jólanna á heimili
mínu, bæði á aðfangadagskvöld og eins fyrsta dag
jóla. Alltaf var eitthvað sungið, enda var fjölskyld-
an söngelsk. Alltaf höfðu jólin trúarleg áhrif á okk-
ur, enda var til þess ætlazt af hálfu foreldranna.
Var ég tíður kirkjugestur með móður minni um
jólin sem oftar“.
Hefir þú oft verið heima um jólin?
„Ég hefi átt mörg jól á hafi úti og í erlendum
höfnum. Sérstaklega minnist ég jólanna, sem við
áttum á Goðafossi í Kaupmannahöfn“.
Hvernig voru þau jól haldin hátíðleg?
„Á aðfangadagskvöld voru allir um borð. Þegar
allir höfðu klætt sig í betri fötin var safnazt saman
á fyrsta farrými, og komu allir á skipinu þangað.
Jólahátíðin byrjaði á því, að við sungum sálm, síðan
las skipstjórinn, sem þá var Einar Stefánsson, og að
því búnu sungum við aftur. Eftir það var snæddur
jólamaturinn, hangikjöt og hrísgrjónagrautur. Skip-
stjórinn, við stýrimennirnir og aðrir yfirmenn skips-
ins, borðuðum á fyrsta farrými, en hásetar og kynd-