Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 17

Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 17
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1946 unum unnið mikilvægt starf í þessu efni. Þau mál- efni, sem ágreiningi gætu valdið milli Dana og ís- lendinga, eða milli Norðurlandaþjóðanna yfirleitt, eru í raun og veru hverfandi lítil í samanburði við þau stórkostlegu vandamál, sem þjóðirnar þurfa nú að leysa í sambandi við afleiðingar heimsstyrjaldarinn- ar, vandamál, sem jafnvel öll tilvera mannkynsins er undir komin. Vér höfum því blátt áfram ekki leyfi tit þess að vera með óvild hvor í annars gerð. í dag halda Ameríkumenn „þakkarhátíð" sína. tryggni er sá voldugi máttur, sem nú heldur forystu- mönnum heimsins í sinni sterku hendi, tortryggnin, sem er afleiðing eigingirni ríkjanna og skammsýni mannanna. En hennar er ef til vill þörf sem stend- ur. Vitur, enskur stjórnmálamaður, gamli markísinn af Halifax, skrifaði einu sinni: „Það, sem bjargar mönnunum hér í heiminum, er tortryggni ^þeirra". Ef cil vill. Jafnvel hingað, til þessa kyrrláta lands, hafa öld- ur tortryggninnar 1 heiminum náð, en þær virðast nú hafa sokkið á ný í haf tímans. Mennirnir og þjóðirnar hafa lifað saman í þús- undir ára, og það ætti að vera hægt að búast við, að þeir, á þessum langa tíma, hefðu komizt að raun um, hvernig þessum samlifnaði skuli hagað. Reynsla aldanna ætti að hafa kennt þeim að finna rétta leið. En þetta hefir ekki skeð, mun ef til vill aldrei ske, einmitt vegna þess, að við erum menn. Á meðan íbúar jarðarinnar eru menn — þ. e. a. s. verur — sem að vísu hafa marga kosti, en þó fleiri lesti og ;17 Þessi dagur má hjá þeim teljast til stórhátíða. Þá færa þeir Guði þakkir fyrir liðið ár. Þetta er fall- egur siður, einskonar inngangur að sjálfri jólahá- tíðinni. Vér, bæði Danir og íslendingar, eigum margt að þakka á umliðnu ári, bæði hvorir um sig og einnig í sameiningu. Að svo mæltu óska ég öllum lesendum Kirkjublaðs- ins gleðilegra jóla. Reykjavík, 28. nóv. 1946. C. A. C. Brun. veíkleika, fyrirfinnst engin fullkomin aðferð til frið- samlegrar umgengni þeirra í milli. Við verðum allt- af að reikna með ágreiningi og árekstrum milli þjóð- anna eins og milli einstaklinganna. Eigingirni ein- staklinganna og áhugaleysi þeirra á velgengni ann- ara sjá um það. Það eina, sem við getum gert, er að vinna að minnkun hrottaskaparins í deilumálunum, biturleikans í mótsetningunum og sterku valdi yfir þjóðunum, sem getur komið í veg fyrir, að þær noti þá vitfirringslegustu af öllum leiðum: stríð. ísland hefir, með inngöngu sinni í Sameinuðu þjóðirnar tilkynnt, að það rnuni af heilum hug taka þátt í því starfi. Þau jól, sem nú standa fyrir dyrum, eru þau tí- undu, sem ég held á íslandi. Tíu ár er langur tími af ævi manns, en þýðingarlífið tímakorn fyrir þús- undára ríki. Þessi tíu ár hafa þó verið merkilegt tímabil í sögu íslands, fullt af atburðum, sem eru þýðingarmiklir fyrir þróun landsins, og eftirtektar- verðri framför. Þannig hefi ég á þessum árum upplifað fyrir- stríðsvandamál Islendinga: gjaldeyrisvandræðin, yf- irvofandi gjaldþrot sjávarútvegsins og hin erfiðu kjör landbúnaðarins. Ég fékk að vera með í hinu erfiða matvælaástandi í stríðsbyrjun og hefi séð upp- gangstíma stríðsáranna smátt og smátt hafa í för með sér almenna velgengni, sem varla nokkur önnur þjcð kemst í hálíkvisti við. En ég hefi einnig verið vitni að hinni djúpu sorg íslendinga, er landið missti sitt formlega sjálfstæði vegna hertöku, eins og að þeirri gleði, sem gagntók þjóðina, þegar Island fékk sitt formlega sjálfstæði, og þegar herinn, með vin- arkveðju frá báðum aðilum, hóf brottför sína. Allt þetta hafa verið miklir, og fyrir framtíð Islands, þýðingarmiklir atburðir. Það hafa samt einnig komið fyrir aðrir atburðiir, sem meiri áhrif hafa haft á mig sem útlending. Þeirra á meðal eru hinar bættu samgöngur við önn- ur lönd, sérstaklega Norðurlönd, sú „samhörighet“, sem á svo margan hátt hefir komið í ljós, bezt með hinum mikla fórnarvilja í garð hinna bágstöddu ná- granna, og inntaka Islands í Sameinuðu þjóðirnar. Ég hefi með öðrum orðum verið vitni að, hvernig einangrun Islands frá umheiminum leið undir lok.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.