Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 39
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1946
39
AÐ var sunnudagur og
klukkan liðlega tíu að
morgni. Fram hjá Alþing-
ishúsinu gekk gamall mað-
ur með grænan hatt á
höfði í bláum rykfrakka.
Hann var lágur vexti og
álútur, leit ekki einu sinni upp, þegar hann fór yfir
Templarasundið.
Jóhann var ekki vanur að mæta mörgum um þetta
leyti, og hann var heldur ekki að fást um það. Fáir
gáfu honum gaum hvort eð var. Jóhanni stóð al-
veg á sama. Hann var nú eitthvað annað eð gera en að
sýna sig og sjá aðra.
í tíu ár samfleytt hafði hann verið þarna á ferli
um sama leyti á sunnudögum sömu erinda, í hvaða
veðri sem var. Kl. liðlega tíu stóð hann á Dómkirkju-
tröppunum. Þó að hann ætti ekki að byrja að hringja
fyrr en kl. hálf ellefu, þá var það vani hans að hafa
nægan tíma. Það hafði Bjarni gamli hringjari ráð-
lagt honum, þegar hringjaraskiptin urðu. Ráð hans
voru góð. Það vissi Jóhann.
Jóhann Guðjónsson hringjari Dómkirkjunnar í
Reykjavík gekk upp fyrsta þrepið inn í kirkjuna. Þá
átti hann eftir hin 64 þrepin, — alla leið upp í turn-
inn. En þetta var allt komið upp í vana, og jafnvel
seinasti áfanginn, sem ekkert var annað en örmjór
og baklaus bjálkastigi, var auðgenginn af Jóhanni
hringjara. Ekki hefðu allir hálf áttræðir menn leikið
það jafn liðlega eftir honum.
Hringjarinn byrjaði nú á embættisstörfunum.
Hann gekk að turnhlerunum og opnaði þá upp
á gátt. Hann sá langt í allar áttir. Reykjavík, hin
reyklausa borg! Vakna þú, sem sefur! — hugsaði
hann og gekk í áttina að klukkunum.
Þó að fáir þekktu Jóhann hringjara, þekktu þó
allir tónana, úr klukkunni hans. Þó að klukkurnar
hringdu til helgra tíða, varð fæstum á að hugsa, að
maður með vinnulúnar hendur og bogið bak var að
vinna sitt verk uppi í turninum. En hann vissi það vel,
að klukkurnar liringdu sér ekki sjálfar. Nú ætlaði
hann að fara að hætta þessu starfi. f haust fann hann
til þess að hann var orðinn kulsækinn og að hlaupin
var í hann einhver slæmska. í óveðrum gat það
brugðizt, að liann kæmist upp í turninn, og hvað þá?
Hann vildi ekki hugsa til þess, að klukkurnar hringdu
ekki á sínum tíma, og þá varð að láta annan taka við.
Á meðan hringingin barst út til fólksins, sem ým-
ist rumskaði og lagðist síðan á hitt eyrað eða fór að
búa sig til kirkjugöngunnar, var Jóhann að rifja upp
fyrir sér það, sem á dagana hafði drifið. Hann mundi
lítið eftir því, er hann var fyrst á Hjörsey á Mýrum,
þar sem foreldrar hans, Guðjón Jónsson og Guðný
Jóhannsdóttir áttu heima. En hann mundi frostavet-
urinn mikla 1881—82. Já — hvaða ósköp! Þvílíkur
gaddur, þegar allt botnfraus. Svo hafði hann farið að
Brekku á Borgarhreppi og þaðan 1897 til að læra
smíði hjá Gísla Finnssyni í Reykjavík. Og síðan hafði
hann farið til Þorsteins Tómassonar og stundað járn-
smíði. Þannig hafði svo ævin liðið við að hamra heitt
járnið þangað til hann kynntist Bjarna Matthíassyni
hringjara. Fyrst hafði hann stigið orgelið fyrir Sig-
fús Einarsson, á meðan hann vai' að leika á það og létt
þannig undir starf Bjarna gamla. En svo fór hann
líka að læra tökin við klukkurnar, og brátt var hann
fai'inn að samhringja fyrir Bjarna, er hann átti illa
heimangengt. Hann var nú þá orðinn svo gamall, og
komst þá stundum alls ekki upp í turninn við síðdegis-
hringinguna. Jóhanni fannst þetta þénugt starf og
hann tók það að sér.
Þegar hringingunni var lokið, gekk Jóhann niður
úr turninum og hlýddi á messuna eins og hann alltaf
var vanur að gera. Hann ætlaði ekki að hætta við að
koma í kirkj una, þó að hann gæti ekki lengur hringt;
nei, ó-nei.
Og þegar seinasta sálminum lauk, var Jóhann kom-
inn á sinn stað uppi í turninum, og lét enn á ný klukk-
urnar hljóma á meðan fólkið streymdi út úr kirkj-
unni. Síðan lokaði hann hlerunum og gekk frá turn-
klefanum. Starfinu var lokið í þetta sinn.
Þegar Jóhann gekk yfir götuna, þurfti hann að
gæta vel að sér, því að Reykjavík var vöknuð. Honum
fannst nú líka vera kominn tími til þess. P.