Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 16

Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 16
16 KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1946 Ávörp til íslenzku þjóðarinnar frá fulltrúum frændþjóðanna á ftlorðurlöndum . Kirkjublaðið fór þess á leit við fulltrúa Norðurlandaþjóðanna, Dan- merkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, aö þeir fœrðu hér kveðjur og jólaóskir til íslenzku þjóðarinnar frá frœndþjóðunum. Herra Anderssen Rysst, sendiherra Norðmanna og aðalkonsúll Finna L. Andersen voru erlendis og koma því í þeirra stað aðalkonsúll Norð- manna Henry Bay og Eiríkur Leifsson kaupmaður. Ávörp þeirra fara hér á eftir. Scndil erra % ana, C.JIC. Sun: Vináttan milli íslands og Dan- merkur hefir aukin skifyrði til að eflast Danir og fslendingar eru yfirleitt mjög ólíkt skapi farnir. Vér Danir erum menn opinskáir og e. t. v. helzti fljótir að láta uppi tilfinningar vorar og einka- mál við aðra og ætlumst til sess sama í móti. En íslenzkum manni þarf að kynn- ast vel og rækilega áður hann hættir á að verða op- inskár og sýna fullan trúnað. En hafi manni á annað borð tekizt að eignast vin á íslandi, þá er ekki að spyrja að tryggð þeirra. Þetta fundum við hjónin mætavel, er við árið 1941 flutt- umst til Washington eftir rúmlega fimm ára dvöl á íslandi, Við kvöddum landið með sárum söknuði, og bar margt til, Hér höfðum við lifað hamingjaríkustu stundir æfinnar, hér höfðum við séð börnin okkar þroskast og dafna, og hér höfðum við eignast vini, sem okkur féll þungt að skilja við. Síðan dvöldum við fjögur ár vestan hafs. Það var viðburðaríkur tími og okkur þykir vænt um þau ár. Við dáðumst að hinum tröllauknu átökum Ameríku til þess, ásamt hinum sameinuðu þjóðunum, að leggja harðstjórann að velli, er hugðist að undiroka allan heiminn. En í ys og önnum og hávaða stórborganna hvarfl- aði hugurinn oft heim, heim til föðurlandsins, sem hersetið var af óvinunum og heim til íslands, sem orðið var okkur svo kært heimkynni. Við söknuðum þess að hafa ekki lengur útsýni yfir „tjörnina“ og dómkirkjuna. Og við höfðum það alltaf einhvernveg- inn á tilfinningunni, að við ættum eftir að líta ísland augum að nýju. Þetta hefir nú rætzt. Að vísu hafði Reykjavík tek- ið miklum stakkaskiptum, frá því að við sáum hana síðast, er við komum þangað aftur í sumar. Hún er á góðum vegi með að verða stórborg. Og það getur ekki annað en vakið aðdáun og virðingu aðkomu- mannsins að sjá hversu hinni fámennu íslenzku þjóð hefir á skömmum tíma tekizt að notfæra sér gæði landsins. Önnur breyting hafði einnig átt sér stað og allör- lagarík, þar sem slitið var nú sambandinu milli Dan- merkur og fslands. En þar með hafa þó engan veg- inn rofnað þau andlegu tengsl og bræðrabönd sem tengja íslendinga bæði Dönum og hinum Norður- landaþjóðunum. Á grundvelli þessara tengsla mun nú sambandið milli þessara bræðraþjóða treystast og styrkjast, þegar samgöngur milli þeirra eru hafnar að nýju eftir einangrun stríðsáranna. Stjórnir beggja ríkjanna hafa einlægan vilja á því að skapa skilyrði fyrir heilli og traustri vináttu beggja þjóðanna og að leysa öll ágreiningsmál í bróð- erni. Það er mikil nauðsyn, að þessar bræðraþjóðir skilji sjónarmið hvor annarar og taki skyldugt tillit til þeirra. íslenzka og danska kirkjan hafa og jafnan viljað að því stuðla. Nægir þar að benda á menn eins og Jón Helgason, Friðrik Friðriksson og Arne Möll- er í Danmörku. Og enn getur kirkjan í báðum lönd-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.