Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 20

Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 20
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1946 20 ^Jirílur cjCeij'iSon, ItaupmaÉur: Vinarhiprino gleymist ekki Fyrir hönd aðalræðis- manns Finnlands á íslandi, herra L. Andersen, og’ í fjarveru hans, vill finnska aðalkosúlatið hérmeð, um leið og það býður öllum ís- lendingum gleðileg jól, votta þeim þakklæti finnsku þjóðarinnar fyrir hina ríku samúð og stórkostlegu hjálp, sem íslenzka þjóð- in hefir látið hinni finnsku frændþjóð í té á undan- förnum hörmungatímum. Sá vinarhugur, og það bræðraþel, sem þá lýsti sér, mun ekki gleymast. Nú, þegar allur heimurinn þráir frið og einingu, og allar þjóðir heims óska þess eins heitast, að mega hver og ein ganga að sínum friðsamlegu störfum, hafa íslenzka og finnska þjóðin gjört verzlunarsamn- ing sín á milli. íslendingar hafa á þessu ári keypt stórar sendingar af timbri, síldartunnum, pappírs- vörum, hálftilbúnum íbúðarhúsum ásamt fleiri fram- leiðsluvörum Finnlendinga, en Finnar hafa aftur á móti keypt af íslendingum síld o. fl. Um leið og vér, herra ritstjóri, þökkum yður fyrir, að þér gáfuð oss tækifæri til að bera fram kveðjur Finnlands, viljum vér fyrir þess hönd og finnsku þjóðarinnar, óska íslandi og íslendingum, bornum og óbornum, allra heilla um ókomna framtíð. — Finnska aðalkonsúlatið á íslandi. Eiríkur Leifsson. (j(e& % fóil Jaröhúsin. \Lf jól! Heildverzlunin Hekla. ilecj. jól! Heildverzlunin Berg. CjLi ilecý jóí‘ Slysavarnafélag tslands. Wfc---------------^ Listmálarinn frú Barbara Árnason aö Lækjarbakka viö Laugarnesveg hefir gert allmargar myndir, er lýsa efni Passíusálnianna. Ætlar h.f. Leiftur í Reykjavík aö gefa út sálmana meö myndum frú Bar- böru, og fylgir þar ein mynd hverjum sálmi. Myndir þessar hafa vakiö óskipta athygli þeirra, er séö hafa, enda eru þær mikil listaverk. Hér birtast tvær myndir frú Barböru. Fyrri myndin kallast: Fótspor Krists. Táknar hún þá fylgjend- ur Krists, er hafa látiö lífiö fyrir trú sína. Þar sjást píslarvottarnir og óargadýrin, er rifu þá á hol. Þar er hin heilaga Katrín, sem sagt er, aö hafi verið bundin viö hjól, og dáiö á þann veg. Maöurinn meö spjótiö í gegn um sig á að tcikna dauödaga hins heilaga Antoníusar. Þar næst koma eldtungurnar um þá, sem brenndir voru á báli. Krossin táknar dauödaga Péturs postula eins og arfsögnin heldur fram, aö hann hafi látiö krossfesta sig, þannig, aö höfuöiö vísaöi niöur en fæturnir upp. (Vegna þess aö hann áleit sér of mikinn heiöur gjöröan meö því aö krossfestast á sama hátt og Frelsarinn haföi veriö krossfestur.) Mennirnir neöst í myndinni meö höfuöin á höggstokknum eru Jón Arason biskup og synir hans, og sýn- ir myndin hvernig þeirra dauödaga bar aö höndum. Myndin á næstu síöu heitir: Gef oss Barrabas, og er til útskýringar á 22. sálmi Hallgríms Péturssonar.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.