Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 19
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1940
19
efla, báðum þjóðunum til gagns og blessunar, og þá
ekki sízt oss Norðmönnum. Af hinum mörgu heim-
sóknum milli landanna vil ég minna á það, er biskup-
inn yfir íslandi fór til Þrándheims sumarið 1930 til
þess að vera viðstaddur 900 ára minningarhátíð um
orustuna á Stiklastöðum, þar sem ólafur konungur
Haraldsson, er síðar var nefndur hinn helgi, lét líf
sitt. Af þeim atburði hefir stafað ljómi, er mótað
hefir norskt kirkjulíf um aldir og fram til þessa dags.
Augljósasta sönnun þess eru þær ráðstafanir, sem
gjörðar hafa verið viðvíkjandi Niðaróssdómkirkju.
Sennilega auðnast þeim Norðmönnum, sem nú lifa,
að sjá þessa dómkirkju sína endurreista og fullbúna,
þetta musteri, sem hefir jafnan og mun jafnan bera
vott um hina miklu trúhneigð norsku þjóðarinnar,
bæði í blíðum kjörum og stríðum.
Næsta sumar mun Snorra Sturlusyni verða reistur
heiðursminnisvarði í Reykholti, fyrir fé það er
„Snorranefnd“ hefir safnað í Noregi, en heiðursfor-
seti þeirrar nefndar er ólafur Hákonarson ríkiserf-
ingi. Minnismerki Snorra eftir myndhöggvarann
Gustav Vigeland er þegar fullbúið, og ætlunin er, að
það verði afhjúpað á Ólafsvökudaginn þann 29. júlí,
en þann dag féll Ólafur konungur helgi. Á það hefir
oft verið bent, og verður aldrei of oft endurtekið,
hvílíka þýðingu „Heimskringla“ Snorra Sturlusonar,
íslendingsins, hefir haft fyrir hina norsku þjóð og
sögu hennar. Þessvegna á Snorraminnismerkið í
Reykholti að verða ævarandi tákn þeirrar þakkar-
skuldar, sem öll norska þjóðin stendur í við hann
fyrir verk hans, sem urðu traustasti grundvöllurinn
í baráttu Noregs fyrir frelsi og fullveldi.
Þá hefir það og mjög aukið kynningu og vináttu
þessara tveggja þjóða, að vér höfum ekki aðeins
skipzt á vísindamönnum, heldur hafa bæði söngmenn
og íþróttamenn, íslenzkir og norskir, heimsótt löndin
á víxl, og ennfremur hafa einstakir ferðamenn auk-
ið á kynninguna í báðum löndum, og er vonandi að
slíkt megi enn fara í vöxt. Á fyrstu söngskemmtun-
inni, er Verzlunarmannakórinn í Oslo hélt í Reykjavík
sumarið 1924, vakti lagið „Kveðja til íslands“ al-
menna hrifningu áheyrendanna. Kvæðið var ort af
einum félaga söngkórsins, en söngstjóri kórsins hafði
sjálfur samið lagið. úr þessari „Söngkveðju til ís-
lands“ langar mig til að setja hér þessi tvö erindi:
„Vi styrte vor skute
i vikingers spor
til landet derute
sá langt imot noi'd,
hvor normænd-hai' levet
og kjempet engang,
mens saga blev skrevet
og skaldene sang.
Vi hilser dig Island,
du forpost í nord,
hvor frendefolk lever
og bygger og bor.
Vi hilser jer frender,
som saga oss gav,
— en saga som spender
sin bro over hav“.
Eftir fimm örðug ófriðarár rann upp frelsisdagur
hinnar norsku þjóðar í maí 1945, og þrátt fyrir til-
finnanlegan skort á nauðsynjum, bæði fæði og fatn-
aði, og þrátt fyrir þær þjáningar og raunir, sem þjóð-
in hafði orðið að þola, er ánægjulegt að geta sagt frá
því, að þjóðin hefir síðan beitt sér einhuga að við-
reisnarstarfinu á öllum sviðum. I því starfi hefir
henni orðið mikill styrkur að þeim gjöfum, er henni
bárust frá ýmsum löndum, bæði í fé og matvælum. Og
þar höfðu íslendingar forustuna. Á ég þar ekki að-
eins við það, hve gjafirnar voru rausnarlegar, heldur
og það hvernig söfnunin var skipulögð heima fyrir og
hvei’su greiðlega tókst að koma vörunum til Noregs í
tæka tíð. Hið forna orðtak að skjót hjálp komi að tvö-
földu gagni, virðist hafa verið kjörorð þessara fram-
kvæmda. Sá fórnarvilji og sú fórnargleði, sem þá
kom í ljós bæði af hálfu ríkisins og þjóðarinnar var á
þá lund, að vér gleymum því aldrei. Fyrir þessar sak-
ir gátum vér Norðmenn í fyrra haldið heilög jól á
svipaðan hátt og fyrrum, er friður ríkti yfir landinu.
Og í þeirri öruggu vissu, að enn í ár verði jólaljósin
kveikt bæði í Noregi og á íslandi á hinn góða og
gamla hátt, færi ég fyrir hönd þjóðar minnar öllum
fslendingum hinar hlýjustu óskir í sambandi við þá
jólahátíð, sem hringd verður bráðlega inn, og Istt
þeim óskum fylgja viðkvæðið úr ljóði, sem er á
þessa leið:
Sol ute, sol inne,
sol í hjertet, sol i sinne,
sol, bare sol.
Gleðileg jól!
Reykjavík í desember 1946.
Henry Bay
H. Ólafsnon & Bernhöft.