Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 35

Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 35
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1946 35 kirkjan, yndisleg lítil kirkja, sem utan og innan er þakin blómum; giftingarkapellan er hún líka kölluð. Hvern dag koma þangað ungir elskendur til þess að láta vígja sig í hjónaband. Yfir kórnum eru rituð þessi orð: „Nýtt boðorð gef ég yður: Þér skuluð elska hver annan“. í þessari yndisfögru kirkju fara giftingar fram. Brúðurin á þar herbergi, gjört af mikilli list, sem heitir brúðarherbergið — og dvelur hún þar ein nokkra stund áður en vígslan fer fram. Einnig hefir brúðguminn sitt eigið herbergi. Hafa nú verið gift í þessari kapellu yfir þrjátíu þúsund manns. Á páskadagsmorgun við sólaruppkomu safnast hundruð þúsunda manna til þess að hlýða á guðs- þjónustu á Forest Lawn fjallinu, svo nefnda. Það er enn tvennt, sem mig langar til þess að minnast, og ég sá í Forest Lawn. Á einum stað í garðinum blasir við mynd, sem vekur góðar tilfinningar í hjörtum allra íslendinga, sem þar koma. Er þetta hin fræga Kristsmynd Thorvaldsens í hvítum marmara. Staðurinn, þai sem hún stendur, heitir bænarstadurinn, og koma þar aðeins þeir, sem óska að beygja kné sín í bæn. Loks er að minnast á það, sem sennilega verður öllum ógleymanlegast, en það er glugginn frægi, sem hin fræga kvöldmáltíðarmynd Leonardo da Vinci er greipt í á undurfagran og listrænan hátt. Kristur situr þar til borðs í loftsalnum, hinzta sinni, og brýtur brauðið. — Vér staðnæmumst fyrir framan gluggann í stórum sal og myndin ei' skoðuð með mikilli aðdáun. En allt í einu slokkna ljósin og dimmt er inni. En myndin sést greinilega öll. hvert andlit. En áður en varir, taka myndir lærisvein- anna að deyfast — þær smá dofna, unz þær hverfa með öllu. Allir og allt er horfið, nema myndin Hans. Hún blasir við í skýru ljósi í fegurð sinni og tign. Þessi stund — og þessi sýn getur aldrei gleymzt. Mild og heilög mynd hans ein eftir þegar — dimmt er orðið og mennirnir og allt hið lága hefir færzt fjær. Eins og hann sé kominn til þess að vaka og blessa þá, sem lagstir eru til hvíldar í þessu jarð- neska hvílurúmi og hina, sem eftir lifa með minn- ingar í brjósti um þá, sem þeir elskuðu, en dauð- inn tók. Það er jólahelgi og jólasvipur yfir þessum kirkju- garði. Daginn, sem ég kom þar í fyrsta sinni, var þar sólskin og dýrðleg fegurð. Það var svo kyrrt og hljótt og mikið logn, að það vakti undrun mína, Yfir þennan fagra stað hljómuðu frá ótal hátölur- um yndislegir orgeltónar. Það var Largo eftir Hán- del. Mér var sagt, að hin fegurstu lög hljónmðu þar alla daga. Aftur var ég minntur á jólin — á sönginn, sem hljómar yfir döprum hjörtum: „Dýrð sé Guði í upphæðum . . .“. S. S. Fylling tímans Framh. af bls. 3. er megnug. Enginn mun neita því, að hún hefir beðið hið ömurlegasta skipbrot. Hún hefir sýnt að hún getur rifið niður, hún getur sært, hún getur drepið. En er nokkur von til þess, að hún geti reist úr rústum, grætt og lífgað, ef haldið er áfram á sömu braut og áður? Verður hún megnug þess að lægja hatursöldurnar, þerra tárin, seðja hungr- ið og byggja upp aftur vonirnar, sem hún er búin að brjóta niður fyrir miklum hluta mannkynsins? Það er spurningin mikla, sem marga þjáir nú. Er þess að vænta, að ný fylling tímans sé komin, að Jesús, jólabarnið, endurfæðist á ný í mannkyns- sálinni, himnarnir opnist á ný og herskarar drott- ins stigi nú enn niður til jarðar og boði þreyttu mannkyni frið á jörðu og velþóknun Guðs rneðal manna? Þegar neyðin er stærst, þá er hjálpin næst. Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið hefur ekki tekið á móti því. Það er margra von á þessum neyð- ar tímum mannlegrar kynslóðar, að fyrverandi og yfirstandandi hörmungar mannkynsins verði þess megnugar, að opna augu mannanna fyrir þýðingu jólanna, að það leitist við í einlægri viðleitni að ganga í spor hans framvegis og hlýða orðum hans, sem fórnaði sér úr dýrð himnanna, gerðist fátækur vor vegna, til þess að vér auðguðumst af fátækt hans. Það er von margra nú, að hin sorglega og þunga reynsla undanfarinna og yfirstandandi tíma geti loksins sannfært mennina um það, að það er til lítils að tala um kærleika Guðs og Jesú Krists á jólunum einum, það verður líka að framkvæma hann líka í verki og sannleika, ástunda hann í einkalííi og opinberlega. Það er von margra að nú stefni að tímamótum, sem fyrir mannkynið verði eins bless- unarrík eins og hin fyrstu jól, að fylling tímans sé komin fyrir nýja andlega endurfæðing Jesú með mönnunum. En hvernig má það verða? Það verður aðeins með því, að við, sem nú lifum og að þessu sinni fögnum heilögum jólum, förum í anda með hirðunum rakleiðis til Betlehem og sjá- um þennan atburð, sem orðinn er. Að við leitumst betur en fyrr við að skilja og meta þá náð Guðs drottins og Jesú Krists, sem börnum þessa heims var auðsýnd með fæðingarfórninni. Að við ekki að- eins gerum á þessum jóladögum dagamun á heimil- unum, förum í kirkju og syngjum jólasálma, gefum gjafir og gleðjumst með vinum og ættingjum. Það er að vísu gott, ekki skal að því fundið. Jólin eru sannarlega gleðihátíð. En við þurfum að draga á- hrif þeixra út í daglega lífið, gera jólaboðskapinn ráðandi í tilveru mannanna. Við íslendingar búum við allsnægtir á þessunx jólum, samanborið við um-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.