Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 26

Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 26
26 KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 194« Kamtöl viö fjóra menn um w ^ m © Jolau * Hvað boða jólirL? * Hvaða áhrij hafa joau? * Hvert er gildi þeirra? Læknir * Ahs'íif ióíamía á «ál3B*líff maHínsasís Alfreð Gislason ,.Jólatréð, kertin og ljósin verða mér ætíð minnis- stæðust í sambandi við jólin“, sagði Alfreð Gíslason læknir, er ég átti nýlega tal við hann um þessa mestu hátíð ársins. „Heima var látið loga á jólatrénu í tvo daga. Á aðfangadagskvöld var haft ljós í hverri stofu, og þá nótt logaði ljós í svefnherberginu alla nóttina gagnstætt því, sem venjulega var. Oft komu önnur börn á heimili mitt þetta kvöld, og var þá gcngið í kring um jölatréð og sungið. Kertin og sæl- gætið gladdi mig ákaflega mikið sem barn á jól- unum. Fern jól hefi ég dvalið í Danmörku. Þar af hefi ég verið ein í Kaupmannahöfn. I það skiptið var honan mín ekki með mér, og ég var einmana. Vinur minn. einn, læknir suður á Falstur, bauð mér þá að koma til sín og dvelja hjá sér yfir jólin. Átti hann heima á sjúkrahúsinu, sem hann starfaði við, og dvaldi ég þar í góðum félagsskap og hinu bezta yf- irlæti“,- Finnst þér jclin aðeins vera hátíð barnanna? .,Það er oft sagt, að jólin séu fyrst og fremst hátíð barnanna. Það er að vissu leyti rétt. Töluverður þátt- ur foreldra í undirbúningi jólanna, er umhugsun um börnin og umhyggja fyrir jólagleði þeirra. En ég hcld einnig, að jólin séu sú hátíð ársins, sem dýpst ristir í hugum allra, líka fullorðna fólksins“, * BerrLskumirLnirLgar * Jól utanlands * Jólín um borð í Gobafossi Á livern hátt koma þau áhrif fram? „Einkum á ég við umhyggjuna fyrir öðrum, ei' jclin skapa. Þá er löngunin sterkust til þess að gleðja aöra. Þá nær kærleikurinn sterkustu valdi á mann- inum. Jafnvel fautinn og hrottinn skirrast við að angra aðra á jólunum. Með þessari umhyggju og þessum kærleiksvilja kemur friður í sál fólksins, sem felst í boðskap jólanna“. Telur þú, sem læknir, þennan frið mikilvægan fyr- ir heill og hamingju fólksins? „Ég tel, að friðurinn í sálarlífi einstaklingsins sé öruggasti grundvöllurinn fyrir andlegri heilbrigði hans“. „Betur væri“, sagði Alfreð að lokum, „að þessi blessunarríku áhrif jólanna á hug og sál mannanna mættu haldast lengur en jóladagana, en á því vill, sem kimnugt er, verða misbrestasamt“. Benediki G. Waage, Andleg og Bíkamleg þfálfun „Það fyrsta, sem ég man eftir í sambandi við jólin, er kirkjugangan með foreldrum mínum í Dóm- kirkjuna á aðfangadagskvöld. Öll ljósadýrðin og hinn mikli fjöldi af prúðbúnu fólki stenclur mér ætíð fyr- ir hugskotssjónum, og í hvert sinn, sem ég heyri jólasálmana sungna, er sem endurómi kirkjusöngur- inn frá hinum fyrstu kirkjuferðum mínum á jól- ifnum“,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.