Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 34

Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 34
34 KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1946 Var þá mikið um dýrðir. Menn troðfylltu allar götur í miðhluta borgarinnar. Ég var þá nótt í Lutheran World Convention, af því að þá var „minn dagur“ til að líta eftir þeirri stofnun, og var því mjög auðvelt að fylgjast vel með öllu. Margir gei'ðu ekki annað en að fara út, til þess að sýna sig og sjá aðra, heilsa vinum sínum og brosa til þeirra, og óska þeim til hamingju með sigurinn. En fyrri hluta dagsins óku margir af helztu leið- togum og hershöfðingjum þjóðarinnar í sigurför um borgina, í amerískum herbifreiðum. Fóru þá flestir, sem vettlingi gátu valdið, út á götur, til að sjá þessa miklu menn. Mátti þar sjá forseta Kínaveldis — Chiang Kai-Shek, aka um borgina í opinni bifreið. Á eftir honum ýmsir aðrir, og voru þeir Feng Yú- Hsiang marskálkur og Mao-Tzu-Tung, einn af leið- togum kommúnista, í annari bifreið. Voru þeir, eins og nærri má geta, í mjög góðu skapi, og brostu til manna, og heilsuðu að hermanna sið. En er þeir voru farnir fram hjá, var sama mannþröngin á götunum alls staðar. Svo komu ameriskir hermenn í jeppum sínum, staðnæmdust víða, og tóku myndir. Var þeim alls staðar vel fagnað. Stóðu börn og unglingar í þyrpingu kringum þá, og réttu upp þumalfingurinn á hægri hendinni, og hrópuðu: „Dinn hao!“ (Mjög góður; ágætur). Sömu kveðjur fengum við kristni- boðar, bæði við þetta tækifæri og mörg önnur. í „sigurbogunum“ hafði flöggum sameinuðu þjóð- anna verið komið fyrir. Var íslenzki fáninn einnig meðal þeirra. Einnig kom í blöðunum rétt á eftir heillaóskaskeyti það, er forseti íslands sendi for- seta Kínaveldis. Um kvöldið var veizla mikil í ráðhúsi borgar- innar. Var íslenzki fáninn þar einnig meðal fána sameinuðu þjóðanna, þótt fsland hefði þar engan opinberan fulltrúa, er kæmi fram fyrir hönd þess. En alþýða manna hélt hátíðahöldunum áfram fram á nótt, með veizlum, leikjum og öðrum fögnuði. Ekki sá ég samt neina ölvaða menn þennan dag. Forsetinn hélt ræðu, og þakkaði Guði fyrir sig- urinn, því næst sameinuðu þjóðunum, er barizt höfðu við hlið Kínverja síðustu ár styrjaldarinnar, og síð- ast, en ekki sízt, kínversku þjóðinni og hermönnun- um, sem ekki höfðu gefizt upp, þrátt fyrir hinar miklu þrautir stríðsáranna. Kristniboðunum var mikil ánægja að vera með Kínverjum þennan dag. Við höfðum verið með þeim í þrautum þeirra, og fengum nú að taka þátt í sig- urhátíðinni. Rættist þá von sú, að Kínverjar fengju aftur fullt frelsi, og losnuðu við erlenda kúgunar- stjórn. Þeir gleymdu okkur heldur ekki síðar. Nú er erf- itt að fá leyfi til þess að fara til Kína, og verða margir mætir menn að bíða lengi. En diplomatar og kristniboðar fá að fara þangað viðstöðulaust, sam- kvæmt fréttum frá kínverskum sendisveitum. Jóhann Hannesson. Forest Lawn Framh. af hls. 23. íæktarleysi við þá, sem horfnir eru. Þeir minna á sorgina, jafnvel örvæntinguna, og tala ömurlegu máli um vanrækslu og gleymsku. Og þar má enn víða sjá merki fornrar heiðni og þess hugsunarháttar, sem er fjarskyldur hinni björtu kristnu lífsskoðun og óralangt í burtu frá þeirri útsýn, sem þeir eiga, er trúa á hann, sem er „vegurinn, sannleikurinn og lífið“. En í Forest Lawn er þessu öðruvísi farið. Þar er allt gert til þess að unnt sé að sjá og lesa á hinu áhrifaríkasta og fegursta máli hinn djúpa og þráða Ein af kirkjimum í garfiimim. sannleika, aö lífið hefir sigraó clauðann. Stofnandi þessa merkilega og fagra kirkjugarðs átti líka trúna á lífið. 1 eins konar trúarjátningu, sem hann ritaði, og nú er orðin yfirskrift garðsins, segir í fyrstu línunum: „Ég trúi á hamingjuríkt eilíft líf. Ég trúi því, að þeir af oss, sem enn eru eftir hér á jörðu, mundu verða glaðir, ættu þeir þá vissu, að þeir, sem farnir eru á undan oss, hefðu gengið inn til æðra og betra lífs. Ég trúi fyrst og fremst á þann Krist, sem brosir og elskar þig og mig“. I þessari trú hefir starfið í Forest Lawn verið unnið frá fyrsta degi. Listaverkin öll vekja mikla aðdáun allra, sem garðinn sjá. Þar eru brosandi myndir af litlum börnum, sem eiga að tákna hið vaknandi líf og vöxt. Líkneski af fulltíða mönnum og konum, engilsmynd- ir og ótal listaverk, sem gerð hafa verið til þess að sýna persónur, sem heilög Ritning talar um. í garðinum eru kirkjur eða kapellur, sem byggðar eru af mikilli list. Fegui’st þeirra er ef til vill blóma-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.