Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 38

Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 38
38 KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 194G Noregs, Danmerkur. Fyrir hönd íslands mætti bisk- upinn Sigurgeir Sigurðsson. 25.—26. áyúst: Aðalfundur Prestafélags Suður- lands haldinn að Selfossi. Formaður félagsins er séra Halfdan Helgason prófastur, Mosfelli. 30.—31. ágúst: Aðalfundur Hallgrímsdeildar Prestafélagsins haldinn að Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd. Formaður félagsins er séra Magnús Guð- mundsson, Ólafsvík. 2. september: Séra Björn 0. Björnsson skipaður sóknarprestur í Hálsprestakalli í Suður-Þingeyjar- prófastsdæmi, að afstaðinni lögmætri kosningu. 21.—22. septeviber: Aðalfundur Prestafél. Vest- fjarða haldinn á ísafirði. Formaður félagsins er séra Eiríkur J. Eiríksson á Núpi. 8.—10. október: Prófastafundur í Reykjavík. — Sátu hann auk biskups 16 prófastar. Rætt var eink- um um ástand og horfur í kristindómsmálum þjóð- arinnar og hagnýtt starf til eflingar kirkju- og trú- arlífi þjóðarinnar. Prófastarnir gáfu út sérstakt á- varp til þjóðarinnar um þessi mál. 10. október: Séra Sigurður Einarsson skipaður sóknarprestur í Holtsprestakalli í Rangárvallapró- fastsdæmi, frá 1. nóvember að telja. 19. október: Fundur presta og kennara í Skaga- firði haldinn á Sauðárkróki. 19. október: Séra Friðrik Friðriksson kjörinn heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla Islands í við- urkenningarskyni fyrir frábært starf í þágu kristi- legrar æskulýðsstarfsemi. (yóLauíóur Þati vekur förjnuö vitund manna í, er vetur flýr orj hrekka tekur sólin, orj finna eins liver unun er í því aö eirja vini otj minnast þeirra um jólin. V - r t-\' AÖ dreyma um frelsi otj friö hins þjáöa manns, er fokiö sýndist víðasthvar í skjólin, var heitust ósk orj œvilaunin hans, er okkur sendi hvít og fögur jólin. Einar P. Jónsson, frá Winnepeg. BRIM Á SKERJUM T Eftir Einar M. Jónsson. Fyrir nokkru kom í bókaverzlanir kvæðabók er nefnist Brim ri skerjum, eftir Einar M. Jónsson cand. phil. Er þetta önnur kvæðabók Einars. Fyrri bók hans: Að morgni, þar sem skáldið birti ein- göngu andleg ljóð, hlaut verðugt lof og vinsældir al- mennings. Svo hefir og reynzt í annað sinn, er Ein- ar M. Jónsson lætur kvæðabók frá sér fara, því að nú þegar er upplag bókarinnar að þrotum komið. I þessari kvæðabók eru fögur kvæði og lausavísur írá því er Einar var í Menntaskóla, og ennfremur það, sem hann hefir ort síðustu árin. Það sem einkennir kvæðin, er næm tilfinning fyrir því, sem fagurt er og þess vert að lifa og stríða fyr- ir. Búningur kvæðanna er stílhreinn og liðlegur. Aftast í bókinni eru þýðingar úr „Gluntarne“. Verða þær þýðingar áreiðanlega kærkomnar, svo vinsæl sem sönglögin eru hér á landi. Ennþá munu vera til nokkur eintök í bókabúðum af fyrri bók Einars: „Að morgni“. Þeir, sem aðallega unnu að þessu eintaki blaðsins í setjara- og prentarasal ísafoldarprentsmiðju, voru: Oliver Guðmundsson vélsetjari, Þorsteinn Guðmunds- son handsetjari, er var við umbrot blaðsins, svo sem allt síðastliðið ár. Ágúst Hinriksson og Guðmundur Sigfússon, er prentuðu blaðið. Árni Valdemarsson og Vilhelm Stefánsson höfðu umsjón með setningu og prentun, eins og venjulega, og Þórður Magnússon í bókbandi.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.