Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 37

Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 37
37 KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1946 Annáll kirkjunnar 1946 18. febrúar: 400 ára dánarafmæli Dr. Marteins Lúthers, höfundar Siðbótarinnar. Afmælisins minnzt í ýmsum kirkjum landsins. 28. febrúar: Séra Leó Júlíusson skipaður sóknar- prestur í Borgarprestakalli í Mýraprófastsdæmi að afstaðinni lögmætri kosningu. Febrúar — marz: Starfar í Reykjavík þriggja manna nefnd að undirbúningi viðbætis við sálma- söngsbók kirkjunnar. Nefnd þessi var skipuð af kirkjumálaráðherra hinn 6. nóvember 1945, og eiga sæti í henni: Sigurður Birkis söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar, dr. Páll ísólfsson tónskáld og Björgvin Guðmundsson tónskáld á Akureyri. Sálmabókarvið- bætirinn síðan gefinn út fjölritaður á síðastliðnu hausti, og kostaði Kirkjuráðið þá útgáfu. 16. marz: Andaðist í Reykjavík frú Björg Ein- arsdóttir frá Undirfelli, ekkja séra Hjörleifs Ein- arssonar fyrrum prófasts á Undirfelli. Hún var á 95. aldursári. 29. marz: Lézt að Hofsósi frú Anna Jónsdóttir, kona séra Pálma Þóroddssonar f. prests á Hofsósi, nær 91 árs að aldri. 15. apríl: Séra Þorsteini Ó. Briem prqsti á Akra- nesi og prófasti í Borgarfjarðarprófastsdæmi veitt lausn frá prestsskap, sökum vanheilsu, en með full- um launum, frá fardögum 1946 að telja. 15. opríl: Séra Erlendur Þórðarson prestur í Odda á Rangárvöllum fær lausn frá prestsskap sök- um heilsubrests frá 1. júní 1946. 17. apríl: Séra Kristinn Stefánsson staðfestur sem prestur fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði. 25 apríl: Forseti íslahds leggur hornstein að kapellu í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Þetta er útfararkapella og í sambandi við hana bálstofa. Byggingarkostnaður mun áætlaður um 2(4 miljón króna. 7. júní: Séra Finnbogi L. Kristjánsson skipaður sóknarprestur í Hvammsprestakalli í Laxárdal, að afstaðinni lögmætri kosningu, frá fardögum að telja. 7. júní: Séra Guðmundur Sveinsson skipaður sóknarprestur í Hestþingaprestakalli í Borgarfjarð- arprófastsdæmi, frá fardögum að telja. 10. júní: Andaðist í Reykjavík séra Hólmgrímur Jósefsson prestur að Raufarhöfn, eftir stutta legu. Hann var fæddur 12. apríl 1906 að Ormarslóni við Þistilfjörð. Vígður 16. ágúst 1935 til Skeggjastaða, en veitt Svalbarðsþing 1942. Lætur eftir sig ekkju og 5 ung börn. 19. júní: Aðalfundur Prestafélags íslands haldinn í Reykjavík. Stjórn félagsins endurkosin, en hana skipa: Próf. Ásmundur Guðmundsson, formaður, séra Árni Sigurðsson, séra Friðrik Hallgrímsson, séra Guðmundur Einarsson og séra Jakob Jónsson. 20. júní: Séra Guðmundi Guðmundssyni sóknar- presti að Brjánslæk veitt lausn frá embætti frá 1. júní að telja. 20. —22. júní: Prestastefna (Synodus) háð í Reykjavík, er hófst með guðsþjónustu í Dómkirkj- unni og prédikaði séra Guðmundur Sveinsson á Hvanneyri í Borgarfirði. Prestastefnan mjög fjöl- sótt. Aðalmál: Starf kirkjunnar fyrir æskulýðinn. Áfengismálin og kirkjan og kirkjuhús í Reykjavík. í sambandi við prestastefnuna flutti séra Friðrik Rafnar, vígslubiskup á Akureyri, erindi um Dr. Martein Lúther (400 ára dánarminning). 22.—25. júní: Kristilegt mót haldið í Vatnaskógi. Mótið munu hafa sótt um 400 manns. 22. júní: Söngmót kirkjukóra í Skagafirði haldið á Sauðárkróki. U- júlí: Séra Arngrímur Jónsson skipaður sóknar- prestur að Odda á Rangárvöllum frá 1. júlí að telja. h. júlí: Séra Jón M. Guðjónsson skipaður sóknar- prestur í Garðaprestakalli á Akranesi, að afstaðinni lögmætri kosningu. h.—8. júlí: Biskupinn vísiterar Vestur-Skafta- fellsprófastsdæmi og flytur guðsþjónustur í öllum kirkjum þar. 6. —7. júlí: Kristilegt mót haldið að Brautarhóli í Svarfaðardal. 7. júlí: Vígður á Akureyri af séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskupi séra Arngrímur Jónsson til Odda á Rangárvöllum. lh- júlí: Vígðir í Dómkirkjunni í Reykjavík þrír guðfræðikandídatar: Bjartmar Kristjánsson til Mæli- fells í Skagafjarðarprófastsdæmi (settur), Kristinn Hóseasson til Hrafnseyrar í V.-ísafjarðarprófasts- dæmi (settur) og Sigurður M. Pétursson til Breiða- bólsstaðar á Skógarströnd (settur). Biskupinn fram- kvæmdi vígsluna. 17. júlí: Andaðist í Reykjavík séra Bjarni Hjalte- sted, f. 10. júní 1868. Hann vígðist aðstoðarprestur til séra Jóhanns Þorkelssonar í Reykjavík 1903 og gegndi því starfi í 6 ár. Lét þá af prestskap og í'ékkst einkum við kennslustörf. 21. júlí: Biskupinn vígir nýja kirkju í Miklaholti í Snæfellsnesprófastsdæmi, að viðstöddu fjölmenni. U. ágúst: Vígð kapella að Voðmúlastöðum í Rang- árvallaprófastsdæmi. Biskupinn framkvæmdi vígsl- una. — 11. ágúst: Söngmót vestfirzkra kirkjukóra háð á Þingeyri. 22. —26. ágúst: Biskupafundur fyrir Norðurlönd haldinn að Store Sundby nálægt Stokkhólmi. Þar mættu allir helztu biskupar Svíþjóðar, Finnlands,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.