Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 31

Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 31
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1946 31 u Frú Elinborg Lárusdóttir: Enginn gleymist JÓLASAGA Hann er aleinn í kofanum, aleinn. Myrkrið sígur yfir. Hátíðin helga nálgast. Undarlegur geigur fer um hann. Nú, þegar hin styrka stoð hans, hún Geir- laug, er horfin, er hann svo efinn og hjálparvana. Vantrú hans brýzt út á ný. Og nú er enginn, sem þaggar hana niður og veitir honum styrk, nei, eng- inn. Geirlaug er horfin fyrir fullt og allt, og með henni hvarf margt. Ósjálfrátt verður honum hugs- að til allra þeirra mörgu jóla, sem þau höfðu lifað saman, Geirlaug og hann. Já, nú man hann, að Geirlaug var vön að þvo borðið, sópa gólfið og gera allt eins vistlegt og kost- ur var á. Hann verður að gera slíkt hið sama. Henni mundi falta það illa, ef hann reyndi ekki að halda öllu í svipuðu horfi, ef hún veit þá---------- Hann horfir ráðaleysislega fram fyrir sig og hnyklar loðnar brýrnar. Já, það væri skrambi fróð- legt að vita, hvað mikið sá veit, sem dáinn er og grafinn, og hefir sagt skilið við þennan heim. Jæja, hvað sem því líður, verður hann samt að sópa gólfið, breiða dúk á borðið og kveikja á jóla- kertunum. Svo getur hann setzt við borðið á sama stað og hann hefir setið nú í fjörutíu ár samfleytt. Ef hann gæti svo ímyndað sér, að Geirlaug sæti þarna gegnt honum eins og venjulega, þá yrði hon- um áreiðanlega hughægra. Hún hafði svo sem reynt að fullvissa hann um, að hún yrði hérna hjá honum, eftir sem áður. Hann hlustaði að vísu á hana, af því að hann vildi ekki gera henni gramt í geði. En aldrei hafði hann orð- ið hennar var, enda gerði hann sér engar vonir um það. Hann rís úr sæti og tekur sópinn, sem reistur er upp hjá eldavélinni. Gólfið er moldargólf. Það þarf ekki að liggja við að skúra það. En mikið langaði nú Geirlaugu til að fá timburgólf í kofann. Hann dregur sópinn hægt yfir hið óslétta gólf og er ann- ars hugar. Minningar löngu liðins tíma eru undar- lega áleitnar. Hann minnist atburða, sem eru þess eðlis, að valda sviða og gera honum órótt innan- brjósts. Þarna í rúminu, sem rauða brekánið er breitt yf- ir, andaðist einkadóttir þeirra. Það eru þrjátíu ár síðan. Jólin næstu á eftir voru daufleg. Þótt Geir- laug sæti við borðið, sem stendur þarna undir glugg- anum, og læsi húslesturinn, tók hann ekki eftir hon- um. Hann var að hugsa um rósina, sem fölnað hafði svo skjótt, hana, sem var augasteinninn þeirra og eftirlætið, hana, sem ávallt flutti gleði og yl inn í kofann þeirra. Honum hafði legið við gráti. En þá varð honum litið á Geirlaugu, sem las í öryggi trúar sinnar. Það leyndi sér ekki, að andlit hennar ljóm- aði, er hún las um Jesú barnið. Hryggð hans sjálfs breyttist í sára gremju. Efinn heltók hug hans. Hann skildi ekki þann Guð, sem lék þau svo grátt, að taka frá þeim aleiguna. Hvers áttu þau eiginlega að gjalda, Geirlaug og hann? Geirlaug var sæmdar- kona, sem ekki vildi vamm sitt vita — og hann, jú, hann var ör og viðkvæmur, nokkuð skapbráður. I honum bjó talsvert uppreisnareðli. En ekki hafði hann illt í huga gegn neinum, og aldrei hafði hann neitt af sér gert; síður en svo. Eftir að hann missti stúlkuna sína varð hann þungsinna. Gremja og efi settust að honum á stund- um. Þegar dimmast var í hug hans, trúði hann ekki á neinn Guð. Á þeim stundum var Geirlaug hin sterka stoð hans. Jafnlyndi hennar og langlundar- geð sigraði hina myrku skugga. Hin sterka, óbilandi trú hennar, hrakti efann á braut og gaf honum nýja von. Þegar litla stúlkan þeirra veiktist, var hann loks orðinn fær um að kaupa við í gólfið og dytta að kof- anum þeirra. En það fór allt á annan veg. Læknis- hjálpin og meðulin urðu dýr. Verst var, að allt, sem gert var, kom ekki að neinu liði. Og hvernig hefðu þau átt að hugsa um timburgólf í kofann meðan sólargeislinn þeirra var að líða á braut? Þegar augu hennar luktust aftur, varð hann ör- vita af harmi. Geirlaug reyndi að hugga hann með því, að nú væri litla stúlkan þeirra orðin að litlu englabarni á himnum. Hann varð næstum hneykslaður yfir fullyrðingu

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.