Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 33
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN l!)4(i
33
~S)éra Jjóhamx ^ÁÍauneóóon, trúlo&L
SIGURHÁTlÐ í KlNA
Það var steikjandi heitt sumarkvöld árið 1945.
Tveir ungir Bretar voru staddir á heimíli mínu. En
þeir voru ekki hermenn. Af trúarlegum ástæðum
höfðu þeir neitað þátttöku í stríðinu, en þess í stað
unnu þeir að flutningi á lyfjum og sjúkrahúsáhöld-
um hér og þar í Kína. Þeir störfuðu fyrir Friend’s
Ambulance Unit, og höfðu ekið mörg þúsund kíló-
metra til þess að koma lyfjunum á afskekkta staði
víða um landið, og gerðu þeir með því mikið gagn.
Öll sjúkrahús kristniboðsfélaganna fengu eitthvað
af þessum lyfjum, og komu þau í góðar þarfir. Þetta
voru gjafir frá Englandi, Canada og Ameríku. Pilt-
arnir voru mjög ungir, og ég reyndi að gera þeim
lífíð ánægjulegt með því að bjóða þeim heim við
og við.
Allt í einu tókum við eftir því, að ljóskastararnir
fyrir utan borgina fóru að senda geisla sína út í
myrkrið, eins og loftárás væri í vændum. En þeir
höfðu þá ekki verið notaðir í rúm tvö ár. Banda-
ríkjamenn höfðu gert himinhvelfinguna yfir Chung-
king örugga síðustu styrjaldarárin, en áður hafði
þar verið stórkostleg eyðilegging af völdum Japana,
er þeir komu með flugvélar sínar fullfermdar af
sprengjum, og helltu úr þeim yfir borgina, og
brenndu heil hverfi, eða jöfnuðu við jörðu.
En ljóskastararnir voru ekki að leita að óvina-
flugvélum, heldur voru þeir að leika sér að því að
teikna risastórar V-myndir á himininn þetta kvöld.
Og jafnvel þeir, sem ekki skildu, að Victory þýðir
Honum líður ákaflega vel. Efinn er horfinn úr
sál hans. Hann mun aldrei fortaka það, að hinir
látnu komi ekki aftur. Auðvitað hefir Geirlaug kom-
ið þessu til leiðar. Honum er sem hann sjái hana
standa frammi fyrir drottni, biðjandi auðmjúka, en
samt ákveðna, leiðandi honum fyrir sjónir, hve ein-
mana hann sé. Þekki hann hana rétt, hefir hún ekki
hætt fyrr en hún "fékk sitt fram.
„Eigum við ekki að koma?“ segir Ásdís og rís úr
sæti.
,,Ja, seig er Geirlaug mín“, segir hann, og rödd
hans lýsir einlægri aðdáun.
Svo leiðast þau út í stjörnubjarta nóttina, hin
ríka, stolta kona, hún Ásdís í Görðum og gamli,
þreytti erfiðismaðurinn.
En er út kemur, og honum verður litið á stjörnu-
dýrðina og bláa himinhvelfinguna, tekur hann ofan
og gengur berhöfðaður það sem eftir er leiðarinnar.
Flinborg Lárusdóttir,
sigur, vissu samt, að bókstafurinn V var sigurmerki.
Stundum mættust ljósin í einum risa-stórum krossi
yfir borginni.
Enginn hávaði var samt í borginni. Menn horfðu
á sigurmerkin á himninum, og þorðu varla að trúa
því, að 9 ára styrjöld væri liðin hjá. En svo kom
hinn sérkennilegi Austurlanda-niður, eins og niður
í miklu fljóti, er menn fóru út á götuna, og tóku
að spyrja hvern annan hvað þetta ætti að þýða,
hvort stríðinu væri nú í raun og veru lokið. — Loks
svöruðu dagblöðin spurningunni, með því að prenta
dálitla miða, og selja þá á götunum. Við náðum í
einn þeirra, og gátum þar lesið á kínversku, að nú
væru Japanir fúsir á að'gefast upp, og hætta stríð-
inu, samkvæmt skilyrðum þeim, er sameinuðu þjóð-
irnar höfðu komið sér saman um í Potsdam. Þá var
auðséð, að styrjöldinni var í raun og veru lokið.
Kínverjar tóku nú að brenna púðurkerlingum, en
það gera þeir jafnan við hátíðleg tækifæri. Samt var
furðumikil kyrrð yfir borginni; það var eins og
menn þyrðu varla að trúa því, að friðurinn væri
kominn, eftir 9 ára styrjöld, sem hafði svift 30—40
miljcnir manna lífinu, og gert aðra tugi miljóna að
öreigum, ekkjum og munaðarleysingjum.
Svo leið nóttin, og næsta dag fengu menn að vita,
að fregnirnar væru áreiðanlegar. Ennfremur var
tilkynnt, að næsta sunnudag skyldi sigui’dagurinn
haldinn hátíðlegur.