Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 32
32
KIRKJUBLAÐIÐ JÖLIN 1946
hennar. Hvernig gat Geirlaug fullyrt slíkt? Hvað
vissi hún? Hún gat þess líka, að hún væri stundum
hjá þeim, litla stúlkan þeirra. En það þótti honum
ekki trúlegt. Hinir látnu koma aldrei aftur.
f fyrra ætlaði hann að láta verða af því að kaupa
við í gólfið. Þá veiktist Geirlaug. Lega hennar varð
löng og erfið. Þegar öllu var lokið og Geirlaug komin
undir græna torfu, varð lífið harla einmanalegt.
Það gerði minnst til, þótt allt féð væri eytt, sem þau
höfðu með sparsemi nurlað saman á þessum árum.
Úr þessu hugsar hann ekki um timburgólf í kof-
ann. Hann gerir ekki betur en hafa ofan af fyrir
sér. Bakið er orðið bogið, fingurnir hálf krepptir og
lófarnir siggaðir. Hann er hvítur fyrir hærum, með
livítt skegg, sem nær niður á bringu, loðnar brýr,
grá augu, sem stundum verða hvöss og leiftrandi,
stundum þunglyndisleg og döpur, eins og til dæmis
núna, er hann kveikir á jólakertunum, og rennir svo
augunum yfir herbergið til að fullvissa sig um, að
allt sé eins og var í tíð Geirlaugar. Þótt hann sé þess
fullviss, að þetta sé óþarft. Geirlaug er hvergi ná-
læg, litla stúlkan hans ekki heldur. Hann er aleinn,
aleinn.
Kofinn stendur niðri við sjóinn. Eina hljóðið, sem
berst að eyrum hans, er ölduhljóð hafsins, hins mikla
og óendanlega úthafs. — Litla stúlkan hans elskaði
hafið, og sat oft tímum saman niður við ströndina.
„Ég heyri svo margt í cmum hafsins“, sagði hún
eitt sinn.
Hann hristi höfuðið. Honum var þetta óskiljanlegt.
í logni og hafróti starði hún svo út yfir hafið, á
skipin, sem komu og sigldu svo aftur frá ströndinni,
á báta fiskimannanna og aflann þeirra, á fuglana,
sem svifu yfir, og eitt sinn sagði hún:
„Gaman væri að hafa vængi og geta flogið til fjar-
lægra landa“.
Honum var ekki um þessi orð. Eftir þetta veitti
hann henni nánari athygli, og jafnan sá hann dulda
þrá í hinum bláu,draumlyndislegu augum hennar.
Óljós kvíði greip hann.
Síðan spyr hann sjálfan sig að því, hvar hún sé
nú, og hvort þrám hennar sé fullnægt. Hann ásakar
sjálfan sig um, að hafa ekki getað veitt henni allt,
sem hún þráði.
Hann sezt og horfir á ljósin loga. Það skíðlogar
í eldavélinni. svn heitt er inni. En hann hefir
enga lyst á súpunni, sem kraumar yfir eldinum.
Tómleikinn grípur hann. Geirlaug var vön að lesa
húslesturinn. Hann áræðir það ekki. í þess stað situr
hann hljóður við borðið, styður hönd undir kinn og
hugsar um draum, sem hann dreymdi fyrir hálfum
mánuði. Hann dreymir ekki oft, enda tekur hann lítt
mark á draumum. En nú í nótt dreymdi hann aftur
nákvæmlega sama drauminn.
Honum fannst Geirlaug vera komin. í svefninum
mundi hann, að hún var dáin. Gleði hans var ein-
læg. Hún hafði alltaf verið að reyna að telja honum
trú um, að hún yrði hjá honum eftir sem áður. Nú
tók hann það svo, að hún væri að efna heit sitt. Hon-
um leið ákaflega vel. Þeim fór ekki margt á milli.
Hún sneri sér að honum og sagði:
„Hún Ásdís í Görðum þarf að finna þig“.
Svo hvarf hún.
Hann hrökk upp og varð dapur við, og gleði
hans þvarr skjótt. Þetta var einungis draumur. Auk
þess hlaut þetta að vera eintóm vitleysa. Ásdís. í
Görðum. Hvað gat hún viljað honum? Hann þekkti
hana ekki, hafði einstöku sinnum unnið hjá manni
hennar, en aldrei hafði hann stigið þar fæti inn fyr-
ir dyr, ekki komið lengra en í búðina og skrifstof-
una, þar sem lionum voru greidd daglaunin.
Allt í einu heyrir hann þrusk úti fyrir. Nú er
greinilega barið á útidyrahurðina. Hann gengur til
dyra.
Úti fyrir stendur kona og spyr, hvort þetta sé
ekki Ásbær..
„Svo er“, svarar hann.
„Og þér eruð Áskell í Ásbæ“, spyr hún.
Hann játar því.
„Má ég koma inn? Ég á erindi við yður“.
Hann opnar hurðina og lætur hana ganga á und-
an sér inn göngin. Hurðin að herberginu er opin.
Það leggur birtu fram á ganginn, sem lýsir þeim
nægilega.
Þegar inn kemur, býður hann henni sæti á stóln-
um við borðið, stólnum, sem Geirlaug sat venju-
lega á.
Svo að það er þá satt, að Ásdís í Görðum eigi er-
indi við hann; kynlegt, en þetta sagði Geirlaug í
draumnum.
„Fyrir nákvæmlega hálfum mánuði hét ég á your,
Áskell, og þér urðuð við. Það varðar engu hvað
þetta var, en svo mikið er víst, að ekki var um
neinn hégóma að ræða. Ég vissi, að þér voruð orð-
inn einmana og höfðuð misst allt. Og manni hefir
verið sagt, að Guð liti fyrst og fremst til þeirra,
sem einmana eru og hjálparvana“.
„Svo að þér hétuð á mig?“ Rödd Áskels er hás
og titrandi.
„Já, ég hét því, að þér skylduð aldrei verða ein-
mana, aldrei einn eitt einasta jólakvöld meðan ég
lifði. Ég er komin til að sækja yður. Nú eigið þér
að vera hjá okkur í kvöld“.
Áskell gamli svarar engu. Andlit hans er fölt og
tekið, augun skær og leiftrandi. Það fer titringur
um hann. Honum verður mikið um þetta. Af frá-
sögn konunnar skynjar hann, að bak við svart for-
tjald dauðans rís blár næturhiminn og sólbjört vor-
dægur.
Inn um opinn gluggann streymir svöl hafrænan.
ölduhljóðið berst að eyrum þeirra sem inni eru. En
nú heyrist honum það allt öðruvísi en áður. Það er
lífið sjálft, sem streymir fram. í hverri öldu hljóm-
ar undirspil hins eilífa úthafs.