Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 15
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1946
15
tilverusniði, sem tákn þess, sem hann ekki gat skynj-
að nema sem óm úr ókunnum fjarska, þess, sem
hann fann, að sér var ofurefli til skilnings og við-
fangs, þess, sem réði og stýrði engu að síður og
eigi tjáði að mögla í móti, — með öðrum orðum:
Þess, sem stóð bak við tilveru hins sýnilega. Það var
sem sé alveg það sama í eðli sínu, þótt á ófullkomn-
ara stigi væri, sem það, er vakir fyrir öllum — líka
æðri — átrúnaði: Að viðurkenna sem vissu hinn
stýrandi mátt, hið skapandi afl, sem öllu mannlegu
er ofar, og að leitast við að komast í samband við
það til verndar lífi og afkomu. Þaö var trúin á Guð.
Menn leituðu þá, eins og síðar og enn þann dag i
dag, á náðir hins „allsvaldanda"; hræddar og hrjáð-
ar og þjakaðar manneskjurnar leituðu þá eins og nú
athvarfs, hjálpar og huggunar hjá þeim, sem þær á
sína vísu trúðu, að ætti máttinn öllum framar. Og'
ekki ófyrirsynju óttuðust menn, og óttast, það sem
vel má kalla „refsingu", sem búin er hverjum þeim,
sem ekki vill fela sig Guði, ógn, sem meðal annars
birtist í órjúfandi náttúrulögmálum, sem engum tjó-
ar að ætla sér að yfirbuga, heldur verður að „hlýða“.
Óttinn og hlýðnin voru öllum skiljanleg hugtök og
sjálfsögð. En mennirnir hafa líka með langri reynslu
getað lært að þekkja „mildi“ þessa máttar, ef lifað
er í samræmi við hans voldugu boð. Mennirnir hafa
kannað náð Guðs, sem er óendanleg, ef keppzt er af
heilum hug að nálgast hann, sem öllum ann, og elska
hann á móti.
*
Vissulega má segja, að.ti'úarlífið sé að ýmsu frá-
brugðið öðrum menningarfyrirbrigðum, þótt af sömu
rót sé, og að sú þróun, sem nú var lýst, hefði bæði
getað gerzt með þeim, er í fásinni lifðu, og eins
við fjölmenna sambúð. Vissulega leitar mannsand-
inn til hins æðra oftlega, ekki sízt á einverustund-
um, eins og áður var minnzt á, enda finnur maður
þá minnstan styrk frá hálfu annarra manneskja og
er opnari fyrir áhrifum alnáttúrunnar, en hún er,
rétt skilin, ávallt í samræmi við höfund sinn. En
um þetta hefir maðurinn þó í öndverðu orðið að
öðlast nokkra hugmynd við samlífsþjálfun. Og þró-
un trúarlífsins á ytra borðinu, í trúarbrögðum, var
lítt hugsanleg, nema samskipti fleiri manna gætu átt
sér stað, svo sem nokkuð vai' rakið, og þá fyrst hefir
t. d. framkvæmd trúarsiða, sem er mikilsvert atriði,
getað þroskazt, er sameining gat orðið um þá og
uppihald þeirra. Þá hafa og í annan stað hin mann-
legu áhrif átrúnaðarins — trúarinnar — fyrst getað
komið í 1 jós, er menn sýndu þau í umgengni og sam-
skiptum við aðra. Bei' þetta þannig allt að sama
brunni.
En þegar nú lífið og þroskinn er skoðað í þessu
ljósi, hversu bert verður þá ekki, að mönnunum ber
að lifa saman í „ást og eindrægni“, til þess að áorka
sem mestu sameinaðir, því að í því er krafturinn*
íólginn til enn öflugra trúarlífs og betri daga, þar
sem Guð gefur frið og farsæld. Maðurinn er, almennt
skilið, ekki skapaður til þess að vera einn, og allir
eru bræður. Enginn er frá grundvelli öðrum meiri,
nema hann hefjist af manngildi og trú, sem hann
sýnir i verkunum. Þessi regla er algild, hvar sem
mennirnir lifa og hrærast, og hún er alkristin, boð-
uð í kenningu og í lífi höfundar trúar vorrar. Menn-
ingunni var gefið að lyfta trúnni. En trúin ein getur
hafið menninguna upp í æðra veldi. Þess vegna mega
þær aldrei verða viðskila hvor við aðra.
*
Jólin eru samfagnaðarhátíð frá upphafi vega
sinna. Þau tákna toppinn á því menningarstigi
mannsins, sem gerði hann hæfan til móttöku fagn-
aðarboðskaparins og tilkomu Guðs ríkis á jörðu með
fæðingu Jesú Krists. Og þau halda áfram að vera
fyrirboði hins sanna lífs, sem verður að endurtak-
ast og endurfæðast með hverjum jólum, unz manns-
andinn er þess umkominn, að taka þátt í þeirri
fullkomnun í Guði, sem allri heimsbyggðinni er ætl-
að að verða aðnjótandi, ef hinum ennþá villuráf-
andi mönnum auðnast að þekkja sinn vitjunartíma,
áður en allt um þrotnar og „náðin“ verður „á burtu
tekin“. En á jólahátíðinni er trúnaðartraustið í fyr-
irrúmi, traust barnsins til hins gæzkuríka föður, og
til barnsins, sem í jötu fæddist, bróður allra manna,
— Mannssonarins, Guðssonarins.
Verum óhrædd — og fögnum!
Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar.
Bókaverzlun Sigfúsar Eijmundssonar.
Félag íslenzkra iðnrekenda.