Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 13

Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 13
SAMNINGUR HALLDÓRS OG DAVÍÐS ÓVENJULEGUR „Það skiptir samt sem áður hinn almenna flokksmann miklu máli hvort hans flokkur fer með forsæti eða ekki. Til dæmis eru margir sjálfstæðis- menn hundfúlir yfir því að forsætisráðuneytið skuli færast yfir til Fram- sóknarflokksins. Þeim finnst bæði að sinn maður hafi verið réttur mað- ur á réttum stað og þar að auki sé Framsóknarflokkurinn minni flokkur. A hinn bóginn var það auðvitað þannig að Framsóknarflokkurinn var ( oddastöðu eftir síðustu kosningar, hann gat valið. Hann hefði getað myndað öðruvísi ríkisstjórn og ég tel að það hefði verið miklu erfiðara fyrir Sjálfstæðisflokkinn að mynda ríkisstjórn með öðrum. Það má þv! alveg eins spyrja: Af hverju gerði Halldór ekki kröfu um forsætis- ráðherrastólinn strax að afloknum kosningum? Ef hann hefði viljað verða forsætisráðherra og verið tilbúinn til þess að velja samstarfs- flokka eftir því þá hefði hann getað það. En Halldór kaus að halda áfram í þessu samstarfi og þessi óvenjulegi samningur varð niðurstað- an af því. Þetta er svolítið skrítinn samningur og ég held í Ijósi reynsl- unnar að hann hafi ekki endilega verið mjög skynsamlegur. Stjórnin lenti í miklum ólgusjó í sumar og Halldór fékk á sig þá gagnrýni að hann væri tilbúinn til þess að gera hvað sem er til þess að halda sam- starfinu gangandi, bara af því að hann yrði forsætisráðherra í haust. En ég er viss um að þetta var ekki svona, ég þykist vita að þetta var ekki sanngjörn gagnrýni. En það blasir við að svona gagnrýni kemur upp þegar maður hefur gert samning af þessu tagi. Þannig að ég tel frekar ólíklegt að við sjáum marga sambærilega samninga í framtíð- inni. Lærdómurinn sem menn geta dregið af þessu er sá að þetta get- ur komið mönnum í bobba. Hætt við því að fá á sig það sem Halldór fékk á sig, að viðkomandi sé fangi samstarfsflokksins." MIKIL EFTIRSPURN EFTIR RÁÐHERRADÓMI Á ÍSLANDI „Hvað varðar deilurnar innan Framsóknarflokksins þá er alltaf óþægi- legt að þurfa að taka út einn af ráðherrum flokks og fækka ráðherrum. Bæði fyrir ráðherrann sem verðurfyrir því og líka fyrir flokkinn. En þetta er óþægilegt fyrir flokkinn en hins vegar var Ijóst að umhverfisráðu- neytið færi til Sjálfstæðisflokks og því auðveldast fyrir forystu flokksins að rökstyðja þá ákvörðun að sá ráðherra myndi hverfa úr stjórninni. Erfitt er að segja til um eftirmála þessa, en það er það skemmtilega við pólitíkina að hún hefur tilhneigingu til þess að koma manni á óvart. Eftirspurn eftir ráðherradómi er mjög mikil hér á Islandi. Af hverju veit ég ekki, en mér virðist sem að þetta sé ekki svona í nágrannalöndun- um, þó þar sé auðvitað eftirsóknarvert að verða ráðherra. Það er yfir- leitt lítil hræring í ráðherraliðinu og menn eru tregir til þess að láta hann af hendi ef þeir hafa einu sinni krækt í hann. Það er einfaldlega bara þannig að menn upplifa ráðherradóm sem æðstu verðlaun í ís- lenskum stjórnmálum. Þeir sem hafa verið í ráðherrastól hafa haft að- gang að aðstoðarmönnum og hafa töluvert fyrirtæki í kringum sig. Að hverfa úr því umhverfi og yfir í það að vera þingmaður þar sem þú hefur lítið af aðstoðarfólki, verri aðstöðu, minni tekjur og oft á tíðum lítil áhrif er töluvert skref niður á við fyrir marga." I SKÝ I 13 HVAÐ SEGJA UNGLIÐARNIR? Ský lagði nokkrar spurningar fyrir tvo lykil- nnenn í ungliðahreyfingum stjórnarflokkanna og freista þess að fanga þannig stemninguna fyrir breytingunum innan flokkana. Um er að rasða þá Hafstein Þór Hauksson, formann Sambands ungra sjálfstæðismanna, og Matthias Imsland, formann Félags ungra fram- sóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður. HAFSTEINM ÞÓR HAUKSSON: SJÁLFSTÆÐISMENN MUNU LEIKA LYKILHLUTVERKIN Heldurðu að möguleiki sé á fleiri breytingum í ríkisstjórninni en þeim sem þegar hefur verið bent á? Koma einhverjir nýir ráðherrar til greina hjá Sjálfstæðisflokki? „Þær breytingar sem nú liggja fyrir eru auðvitað veigamiklar. Davíð Oddsson, forsætisráðherra til þrettán ára, verður utanríkisráðherra og Sigríður Anna verður umhverfisráðherra. Þá er ekki langt síðan Þor- gerður Katrín tók við stöðu menntamálaráðherra. Þessu til viðbótar mun svo Sólveig Pétursdóttir taka við stöðu forseta Alþingis. Þetta eru miklar breytingar frá síðasta kjörtímabili. Hins vegar er auðvitað ekkert því til fyrirstöðu að gera frekari breytingar sjái flokkurinn ástæðu til þess seinna á kjörtímabilinu. Það er að minnsta kosti nóg framboð af hæfu fólki í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, þótt ég hvorki vilji né kunni að spá nokkru frekar um það. Hins vegar skiptir það ekki höfuðatriði hvernig ráðuneytunum erskipt milli þingmanna flokksins. Aðalatriðið er stefnan, baráttan fyrir auknu frelsi einstaklingsins."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.