Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 43

Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 43
heima og heiman, hundur þarf fjögurra til átta kílómetra göngu á dag, eftir stærð, en karlmanninum nægir oftast að fara í vinnuna og heim aftur. Beri á óróa hjá honum má innrita hann í eitthvert hreyfi- félag þar sem hann fær að leika sér með bolta eða lyfta dóti. Á meðan hann dvelur þar sér þjálfarinn alfarið um hann. Þessu fylgir sérstakur búningur sem hefur góð áhrif á sjálfsímynd karlmanna. Ekki þurfa allir karlmenn svona mikla hreyfingu, mörgum nægir ódýr, ein- föld lausn. Þá er þeim afhent bjórdós og kveikt á íþróttaþætti í sjón- varpinu. Þeir liðkast heilmikið á að lyfta dósinni og halla sér öðru hverju fram í stólnum. Það er eðlilegt að þeir gefi frá sér hljóð á meðan, þau eru ekki merki um sársauka eða vanlíðan. Ástandið líður hjá fljótlega eftir að þætti lýkur, nema liðið þeirra hafi tapað. Ef hann hefur líka fengið flögur eða poppkorn, þarf að ryksuga í kringum stólinn á eftir. hað sem einna helzt mælir með því að velja karlmann er að hann er almennt fremur vinnufús, utan heimilis. Það eru lika allir hundar af fjárhundakyni, en munurinn er sá að karlmaðurinn fer einn í vinnuna, en hundinn þarf að elta í bandi yfir fjöll og jökla. Karlmaðurinn fær svo laun fyrir vinnuna, en hundurinn fær bara að koma í sjónvarpinu. Þegar farið er í sumarleyfi þarf að koma kettinum fyrir. Það kostar, en fasstum köttum lætur vel að leggjast í flæking. Það kostar líka að taka karlmanninn með, en sízt meira en að skilja hann eftir einan heima. Verði hringvegurinn fyrir valinu má hafa ofan af fyrir honum með því að leyfa honum að stýra. Karlmenn fá líka inni á flestum gististöðum, annað en hundurinn, og þó maður fari í kvöldgöngu með karlmann, þá er enginn sem stöðvar mann og spyr hvort maður sé með plast- poka með sér. Ýmsir ókostir fylgja því að taka karlmenn með til útlanda, en aðeins einn kostur: Þeir eru ekki settir í sex mánaða fang- elsi við heimkomuna og gerist það, þá eru þeir ekki geymdir í Hrísey. Pótt ekki þurfi að eyrnamerkja karlmann eða kaupa ól með tunnu og bjöllu á hann þarf samt að skrá hann, útvega honum nafnskírteini, ökuskírteini, greiðslukort, vegabréf og margt fleira, og það þó þeir geti flestir, oftast, sagt til nafns og útskýrt hvar þeir eiga heima. Fóðrun allra tegundanna er tiltölulega einföld. Dósamaturinn er þsegilegastur fyrir útivinnandi konur. Kettinum og hundinum er oftast sama og karlmaðurinn greinir ekki á milli, nema hann rekist á tóma dós í sorpinu. Öfugt við hin dýrin er hann þó sjaldnast að snuðra þar. Helzta hættan eroffóðrun og á það við allar tegundirnar. Hundar og kettir eru síbetlandi aukabita. Ævaforn eðlisávísun segir þeim að hver máltíð geti verið sú síðasta. Karlmenn geta opnað ísskápinn sjálfir og lika dyr að skyndibitastöðum. Þegar í óefni er komið er erfiðast að Piegra karlmanninn. Það er líklega vegna þess að eðlisávísun hans er ekkert síður ævaforn en hinna. Umhirða og hreinlæti tegundanna eru mismunandi vandasöm. Sérstök sápa fæst fyrir hundinn og köttinn og fyrir karlmanninn fæst bæði flösusjampó og Pantene Pro-V, sem er hárfestingarefni. Kettlinga þarf að venja strax undir kranann og hundar fara ekki fúslega í bað. Þeir kjökra alla ævi á meðan þeim er þvegið og það rennur manni til rifja. Karlmenn öskra í baði, en kalla það söng. Það rennur manni ekki til rifja. Aðra snyrtingu sér kötturinn um sjálfur, en hreinsa þarf eyru hundsins °9 klippa táneglur ef þær ná ekki að slitna eðlilega. Þegar fram líða stundir þarf oft að klippa hár úr nösum og eyrum karlmannsins. Um l'ht leyti hneigjast þeir til bakveiki. Þá þarf líka að klippa táneglurnar fyrir þá. Einnig má fá dýralækni til að framkvæma aðgerðirnar. Það vandamál sem konur setja helzt fyrir sig varðandi gæludýrahald er hárlosið. Enginn ætti að láta slíkt litilræði koma í veg fyrir að njóta návistar lifandi veru. Hvað hundinn og köttinn varðar kaupir maður góðan bursta og kraftmikla ryksugu. Þegar röðin kemur að karlmann- inum að missa hárið er fremur þörf andlegs átaks. Konur þurfa að temja sér sefandi viðmót og finna ný huggunarorð á hverjum morgni. Verði staðan strembin og slítandi má ganga í stuðningshóp fyrir konur sem eiga menn sem eiga sífellt minna hár. Fólk hefur talsvert verið hrætt með smitsjúkdómum sem gæludýr geta borið með sér. Góð læknisskoðun er nokkur trygging og munið að hættulegir sjúkdómar eru fátíðir meðal íslenzkra dýra. Vegna stórýktrar smithættu spyrfólk oft hvort ráðlegt sé að leyfa gæludýrum að sofa hjá heimilisfólki í rúmum þess. Við skoðum málið vísindalega: Við deilum um 30 smitsjúkdómum með kettinum og 67 með hund- inum. Þar af hafa nokkrir verið útmáðir á alheimsgrundvelli og aðeins örfáir hinna skjóta upp kollinum hér á landi. Hins vegar deilum við fleiri þúsund smitsjúkdómum með karlmanninum og aragrúi þeirra er algengur hér á landi. Við mælum því með að kötturinn fái að koma upp í til ykkar, smærri hundum sé leyft að kúra sig til fóta og karlmenn látnir sofa á gólfinu. Sem næst rúmstokknum, þannig skynja þeir návist ykkar. Að lokum fáein orð um hvernig maður velur kettling, hvolp eða karl- mann: Bröndóttir kettir eru greindastir og geðbeztir. Appelsínulitir brandar eru líka greindir, en flestir haldnir afbrotahneigð gagnvart gluggatjöldum og sokkabuxum. Hvolpar skyldu vera tápmiklir og ætíð ætti að velja þann sem stórfættastur er. Það er hraustleikamerki. Val á karlmanni er vandasamara. Ekki virðist hægt að treysta arf- berum þeirra á sama hátt og hægt er að taka mið af ættum hunda og katta. Leiðbeinandi atriði væru þó að hafa þá háa til hnésins og að eyrnasneplarnir séu lausir frá. Það er betra kyn en leggstuttir með fastgróna eyrnasnepla. Húð Ijóshærðra karlmanna er títt viðkvæm og þeir geta verið til stökustu vandræða í sólarlandaferðum. Rauðhærðir karlmenn eru með ónýta húð og hættir til að fá útbrot af öllum þvottaefnum sem ná pizzublettunum úr fötunum þeirra. Bezt er að sniðganga þá alveg ef annað fæst. Öll litbrigðin eiga það sameigin- legt, sé þeim leyft að koma með til útlanda, að lesa Visanótur upphátt í flugvélinni á leiðinni heim, oft í afar leiðigjörnum tón. Aldrei skyldi taka að sér karlmann sem er eina afkvæmi móður sinnar. Hún ætlar ekki að gefa hann, aðeins koma honum í slæma umönnun annars staðar. Hafa ber í huga að karlmaðurinn er eina gæludýrið sem gleymir ekki móður sinni og systkinum eftir vikudvöl hjá nýju fjöl- skyldunni. Hann er alltaf að rifja þau upp, fara og hitta þau og dregur þau jafnvel með heim og ætlast til að þeim sé gefið líka. Munaðarlausir karlmenn sem eiga öll systkini sín fyrir norðan eða í Ástralíu eru heppilegastir. Þeir eru þakklátari. Öll dýr sem tekin eru frá móður sinni finna til öryggisleysis. Sé vel hlúð að þeim, jafna kötturinn og hundurinn sig fljótlega, en karlmaðurinn þarf stuðning alla ævi. Kötturinn eldist bezt, hundurinn verður snemma miðaldra og geðillur. Karlmaðurinn hefur lengsta lífaldurinn og er því, þannig séð, endingarbeztur. 7 nse&ta hlaði fieldw <Aiu!)ur 'tfarald& áfram umfjallun <sinni um makaoal ag þá &pyrfíún: 'Vilja karlmenn fiarfa á áttfwað fagw'limað &oífa lun Reimilið á áíðkmUdumí’ SKÝ 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.