Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 52

Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 52
annað tungumál en sitt eigið alla daga. Þetta var rétt áður en Margret Thatcher tók völdin og það var ekki mikill uppgangur á Bretlandseyjum, mikið atvinnuleysi og átök á vinnumarkaði. Pönkið var að ganga sér til húðar og nýbylgjan að taka við. Mér þótti ótrúlegt að sjá hversu óhrein og Ijót Lundúnaborg var á þessum árum, mengunin gríðarleg og eitthvert sinnuleysi virtist þjá mannskapinn í borginni. Engu að síður hafði ég mjög gaman af dvölinni á Englandi og það er það land sem ég myndi helst vilja búa í ef ég af einhverjum ástæðum gæti ekki verið hér á lslandi. íslendingar voru frekar litnir hornauga á Englandi vegna þorskastríðsins, sem þá var nýliðið, en það bitnaði ekki á manni að öðru leyti en því að maður fékk eina og eina athugasemd þegar menn voru við skál. Oðru máli gegndi um Skota, Ira og Walesbúa, þeir voru öllu kátari með íslendinga og frammistöðu þeirra í þorska- stríðinu. Ég kunni ensku nokkuð vel þegar ég fór til Englands, en þá var enskukunnátta ekki eins almenn og nú er hér heima. Bretar eru mjög næmir á sitt tungumál og eru fljótir að lesa í framburð manna, hvaðan þeir eru og hvernig þeir eru menntaðir. Þetta er nokkurs konar íþrótt hjá þeim og gaman að fylgjast með því hvernig þeirfara að þessu. Ég var oftast álitinn frá Wales vegna þeirrar hrynjandi sem ég hafði ósjálfrátt tamið mér, en sumir voru naskir og náðu að giska á Skandinavíu. Þessi gata sem ég bjó við var falleg, stór einbýlishús og gríðarlega skemmtilegir garðar. Við enda götunnar, nálægt lestarstöðinni, var pöbb, sem mér þótti ekki leiðinlegt að stunda, enda skemmta Bretar sér þar einna helst, þetta eru nokkurs konar félagsmiðstöðvar og menn skipast á pöbba eftirstöðu, menntun og uppruna. Via Marconi 3, Cassina de Pecchi, Italíu Fyrsta heimilisfangið á Ítalíu þar sem ég var í tónlistarnámi frá 1979- 82. Ítalía var á þessum tíma í töluverðu uppnámi. Rauðu herdeildirnar voru nýbúnar að myrða Aldo Moro og standa fyrir mörgu ódæði þar syðra. Það var því nokkuð dökkt andrúmsloft sem einkenndi móralinn í landinu, en það lagaðist þegar frá leið. Ég bjó rétt utan við Milano, nálægt bæ sem heitir Gorgonzola, en þar eru gerðir ostar sem bera nafn bæjarins og eru heimsfrægir. Ég var svo til mállaus þegar ég fluttist til Italíu en var nokkuð snöggur að ná því. ítalska er auðveld í framburði fyrir okkur (slendinga og málfræðin er ekkert torf. Hins vegar eru talaðar ótal mállýzkur á Italíu og jafnvel sérstök tungumál eins og napólítanska. Ítalía er þannig land að ef maður dvelur þar þá langar mann alltaf aftur þangað. Ardena, frazione di Brusimpiano, Varese, Italíu Flutti til Ardena sumarið 1980 í lítið hús sem hafði áður verið hesthús, en gert upp á smekklegan hátt. Ardena er pínulítið þorp uppí fjalli nálægt Lago Lugano við landamæri Sviss. Þarna er ógurlega fallegt um að litast, rétt við rætur Alpafjallanna. Næsti nágranni við mig hét Sandro. Hann var frá Napólí og það var erfitt að skilja hann því hann talaði einhvers konar blending af napólítönsku og ítölsku. Sandro var eini vínhneigði Italinn sem ég kynntist, hann drakk eina flösku af grappa á dag, plús rauðvín sem er nú oftast álitið matvara á Ítalíu. Það var engin kynding í húsinu, en þarna var arinn og kamína. Ég notaði mikið af frítíma mínum þetta sumar til að saga í eldinn og gera mig kláran fyrir veturinn. Sandro stóð í þessu hinu sama. Við félagar- nir fórum út í skóg til að saga um hverja helgi, Sandro rallhálfur á litlum Fiat sem ég skildi aldrei hvernig fór að því að hanga saman, sérstaklega miðað við ástandið á eigandanum. Sandro kenndi mér hins vegar töluvert um skógarhögg og sagði að það besta við það væri að manni hitnaði tvisvar við skógarhögg, fyrst við að saga og síðan þegar viðurinn væri brenndur. Þetta reyndist alveg hárrétt. Það fylgdi lítill garðskiki húsinu og þar ræktuðum við grænmeti af ýmsum tegundum eins og sannir ítalir. Ég keypti agúrkufræ sem kom í Ijós að var sérstakt japanskt afbrigði og urðu agúrkurnar með eindæmum langar. Þetta varð kvenfólkinu í þorpinu endalaus upp- spretta stríðni í minn garð því nafn mitt þýðir stór á latínu. Þær þreyttust ekki á að koma með djarfar athugasemdir um samanburð á japönsku agúrkunum og manndómi mínum. í þessu litla þorpi bjuggu um hundrað manns á sumrin en öllu færri á veturna, sennilega svona tuttugu. Einn þeirra var moldríkur eldri maður sem átti í raun mest allt þorpið. Hann átti líka skútu við Miðjarðarhafið og lítinn seglbát á Lago Lugano. Okkur varð vel til vina og ég fór oft að sigla með honum á vatninu. Stundum fór ég einn og varð brátt svo leikinn í siglingum að ég vildi helst ekki fara á vatnið nema í hálfgerðum stormi. Þessi maður hét Gianco og þrátt fyrir öll sín auðæfi ók hann alltaf á litlum Fíat 500, sem er minnsta gerðin sem fyrirtækið framleiðir. Þetta fannst mér skrýtið og þegar ég spurði hann hvers vegna, þá sagði hann mér að bílar væru versta fjár- festing sem völ væri á. Hins vegar sýndi hann mér stóra geymslu sem hann átti rétt utan við þorpið og þar inni undir miklum seglum voru fimm bílar, Ferrari, Lamborghini, Jaguar E og fleiri frægartýpur. Þetta voru antíkbílar sem aldrei var ekið fyrir utan þegar bifvélavirki kom nokkrum sinnum á ári til að liðka þá og smyrja. Þetta er fjárfesting, sagði Gianco, og þessa bíla sel ég þegar rétti tíminn kemur. ( skóginum ofan við þorpið bjuggu villisvín sem eru harðduglegar skepnur. Svínin voru ekkert feimin við að heimsækja garðana í þorpinu og éta allt sem sem þau komust í. Auk þess að róta upp öllum jarðvegi, naga allt og bíta. Maður hélt sig innandyra á meðan þessum heimsóknum stóð því svínin geta verið mannýg og óskemmtileg við of nána kynningu. Veturnir voru kaldir á Norður-Ítalíu, raunar mesti kuldi sem ég hef kynnst því rakinn er svo mikill að það hrímar allt og mikil klakabrynja sest á bíla. Þarna er líka þokugjarnt og gat verið mjög hættulegt að aka í þokunni. Besti tíminn til að heimsækja Ítalíu er um vor eða haust. Þá erfallegt en ekki þrúgandi hiti. Á mesta ferðamannatímanum er hreinlega ekki hægt að ferðast, það stíflast allt í ágústmánuði, lestar, hraðbrautir og veitingahús og hótel. Þess vegna notaði ég alltaf vor og haust til að ferðast um Ítalíu og langar alltaf þangað þegar vorar og haustar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.