Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 60

Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 60
SKÝ 60 DOLCE OG GABBAUA Flestir hafa einhvern tíma á ævinni keypt ilmvatn eða rakspíra - svo ekki sé talað um fatnað, skartgrip eða armbandsúr, sem merktur er sérstökum hönnuði. Nöfnin ,,Dolce & Gabbana” hafa orðið æ meira áberandi á síðasta áratug, ekki síst eftir að Madonna klæddist eingöngu sérhönnuðum fatnaði frá þeim á frægri tón- leikaferð érið 1 993. En hverjir eru þeir? Domenico Dolce fæddist í litlum bæ rétt við Palermo á Sikiley árið 1958. Pabbi hans var klæðskeri að mennt og aðeins sex ára að aldri var Domenico farinn að vinna á verkstæði hans: „Ég var alinn þannig upp að mér bar að hjálpa foreldrum mínum," útskýrir hann. „Þarna byrjaði ég að teikna og sauma prufurfyrir þau og naut hverrar mínútu." Ólíkt því sem ítalir eiga að venjast, var þó aldrei ætlun foreldranna að Domenico fetaði í fótspor þeirra. Hann var hvattur til að fara í háskólanám og hóf nám í vísindum. „Það fannst mér þurrt og leiðinlegt fag," segir hann - enda lét hann hjartað ráða för, skráði sig úr háskólanum og í listaskóla. Þaðan lá leiðin í leit að frægð og frama í borg tískunnar, Mílanó. Á verkstæði í úthverfi borgarinnar hitti hann Stefano Gabbana, fjórum árum yngri hönnuð. Þeirfundu strax að þeir áttu margt sameiginlegt og hafa síð- an verið samstiga, jafnt í atvinnu sem einkalífi. Stefano Gabbana hafði líka ungur að árum heillast af tískunni, en segir að sig hafi aldrei órað fyrir að hann ætti eftir að starfa við hönn- un: „Mér fannst bara gaman að kaupa smart föt á sjálfan mig en datt aldrei í hug að ég ætti eftir að leggja línurnar!" segir hann. Stefano lærði grafíska hönnun við tískuskóla í Monza, en hætti námi skömmu fyrir útskrift og réðst til starfa við auglýsingahönnun. Eftir nokkurn tíma þar bauðst honum starf hjá fatahönnunarfyrirtæki; því sama og Domenico réðst til. MEÐ LÁNSFÉ í VASANUM Meðal þess sem tengdi þá strax saman var hrifning þeirra á kvik- myndum frá sjötta áratugnum og leikkonum eins og Sophiu Loren og Ginu Lollobrigida. Áhrifa frá tísku þeirra ára gætir í hönnun þeirra, sem þykir afar kvenleg og kynþokkafull. Með þessa sýn að leiðarljósi yfirgáfu þeir fyrirtækið sem þeir unnu hjá og ákváðu að freista gæf- unnar með því að setja upp sína eigin verslun árið 1981. Þeir gerðust ráðgjafar hjá verksmiðjum og vefnaðarvöruframleiðendum, létu eng- in gylliboð blinda sér sýn og stóðu fastir á því að starfa sjálfstætt. Fjórum árum síðar urðu straumhvörf í lífi þeirra þegar þeim var boð- ið að sýna hönnun sína á stórri tískusýningu í Mílanó. En þá voru góð ráð dýr. Ekki var fjármagninu fyrir að fara í litla fyrirtækinu og þeir höfðu hvorki ráð á að borga fyrir aðstöðu né að fá fyrirsætur. En félag- arnir áttu góða að. Með lánsfé í vasanum og nokkrar vinkonur sínar upp á arminn mættu þeirtil sýningarinnar. Fatnaðurinn sló í gegn og framtíðin var ráðin. Dolce og Gabbana hafa skapað sér sérstöðu á margan hátt. Ólíkt öðrum dúettum í tískuheiminum vinna þeir báðir jafnt að hönnun - en venjan er hins vegar sú að annar hluti þekktu dúettanna vinnur að hönnun og hinn að fjármálunum. Hvorugur segist geta hugsað sér að halda áfram án hins og báðir hugsa með hlýju til þess tíma er þeir voru óþekktir: „Við værum ekkert minna hamingjusamir ef allt væri óbreytt. Við tveir á litlu verkstæði, fullar hillur af efnum og tvinna, ein saumavél, ein gína og tvær saumakonur..." HÚN SPURÐI EKKI HVAÐ ÞETTA KOSTAÐI ... Annað sem einkennir þá félagana er lítillæti. Þeir höfðu alltaf haft dá- læti á Madonnu og lögðu leið sína á alla tónleika hennar á Ítalíu. Eins og aðrir aðdáendur veltu þeir fyrir sér að gaman væri að hitta hana. Þegar þeir sáu mynd af henni í tímariti þar sem hún klæddist fatnaði frá þeim urðu þeir eðlilega stoltir, en þeir kipptu sér svosem ekkert mikið upp við þegar blaðafulltrúi hennar hringdi og bað þá að hitta hana á kaffihúsi í New York: „Við urðum strax vinir," segja þeir. „Hún er eins og fatnaðurinn frá okkur, kynþokkafull og húmorísk." Verkefnið sem Madonna fól þeim á þessum fyrsta fundi var að hanna klæðnað á hana og alla dansara hennar í tónleikaferðina „Girlie Show". Þeir hönnuðu 1500 mismunandi klæðnaði á tveimur mánuðum - marga hverja hand- saumaða. Og upphæðin sem þeirfengu fyrir? Ekki króna! „Hún spurði aldrei hvað þetta kostaði, svo við vorum ekkert að nefna það!" segja þeir brosandi. Þeir eru líka mannvinir og þekktir fyrir að miðla málum. Hér er eitt dæmi: Slúðurblöðin fóru yfir um þegar parinu tókst að sætta erkióvinina Victoriu Beckham og Naomi Campbell. Erjur þeirra hófust í veislu árið 1997 þegar Victoria var á hátindi frægðar sinnar með Spice Girls og var nýmætt í boðið (reyndar á vegum Donatellu Versace, en það er önnur sagal). Naomi gekk til hennar og spurði: „Hvers vegna ertu eiginlega kölluð Posh (glæsileg/snobb)?" Victoriu brá en svaraði til baka: „Hvað kemur til að þú ert sögð falleg?" Síðan þá vönduðu þær ekki hvor annarri kveðjuna og Victoria kallaði Naomi meðal annars „belju" í sjónvarpsviðtali. Á síðasta ári gerðist það svo í veislu á veg- um Önnu Wintour, ritstjóra Vogue, að þær komu hönd í hönd - í Dolce og Gabbana kjólum og voru Domenico og Stefano ekki langt undan. Victoria og Naomi hafa báðar verið vinkonur þeirra lengi og þeim hefur greinilega þótt nóg um ósættirnar og tekist, fyrir eitthvert kraftaverk (!) að sætta prímadonnumar. SÝNT UNDIR ÓPERUTÓNLIST Þótt framhjá því verði ekki litið að vinátta félaganna og Madonnu hafi skilað þeim miklu í tímans rás, eru þeir félagar afskaplega lítið fyrir frægtfólk. í einu markaðsátaki fyrirtækisins sat Linda Evangelista fyrir á myndum hjá þeim, en oftar en ekki er það algjörlega óþekkt fólk sem þeir velja sem fyrirsætur: „Við viljum ekki sama andlitið og allir aðrir nota," útskýra þeir. Þeir skera sig líka úr á annan hátt. Á stóru tískusýningunum er það venja flestra hönnuða að láta rokklög hljóma meðan fyrirsæturnar ganga um. En ekki Dolce og Gabbana. Tónlistin sem þeir velja við kynningu á fram- leiðslu sinni er „Cavalleria Rusticana" eftir Mascagni. Þrátt fyrir alla vel- gengnina eru þeir nefnilega með báða fætur á jörðinni..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.