Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 46

Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 46
jSf ö Gudna Guimai*ssonai*: „Svo gerðist það að fyrirtæki hér í Reykjavík sveik allar sínar skuld- bindingar við okkur og við vorum ekki með neinar tryggingar. Þarna var um fleiri milljónir að ræða og ég man enn hvar ég var staddur þegar ég ákvað að taka ábyrgð á lífi mínu. Ég var svo reiður að mér leið eins og litlu varnarlausu barni og sagði við sjálfan mig að nú skyldi ég hið snarasta taka ábyrgð á mínum eigin gjörðum. Fólkið sem ég hafði átt í samskiptum við hafði hagað sér illa, en ég vissi að ég yrði sjálfur að bera ábyrgð á því að mín fjármálaviðskipti við þetta fólk hefðu verið eins og að láta barn fá hníf. Þetta var bara peningalegt blóðbað. Allt mitt umhverfi og umhverfi þessara manna var skaddað af þessu. Auðvitað hefðu allir átt að axla sína ábyrgð, líka þeir sem lánuðu okkur peninga og stóðu í ábyrgðum fyrir okkur, en það er nú einu sinni þannig að ekki er of mikið um það að fólk axli ábyrgð. Ég vissi að ég yrði að hreinsa upp mitt ferli, en það tók mig smátíma. Það var ekki fyrr en ég fór til Bandaríkjanna að ég kom mér í þess háttar hvíld að ég gat farið að vinna úr málunum og hreinsa til hjá mér." LEITAÐ AÐ SKJÓLI En af hverju fórstu til Bandaríkjanna, varstu að flýja? „Nei, það var að minnsta kosti ekki ætlaður flótti. Þegar við Katrín skildum vorum við bæði að vinna með Birni Leifs í World Class og eins mikla virðingu og ég ber fyrir Birni og eins mikill vinur minn hann var og er, þá gat ég ekki unnið þar lengur. Ég flutti mig því til Máttar, var heildræni heilsuræktarmaðurinn þar. Máttur var í eigu lækna og fleiri og átti að verða stór heilsubótarstöð sem Tryggingastofnun, verkalýðsfélögin og fleiri komu að til að bæta heilsu landsmanna. Á sama tíma opnaði ég jógamiðstöðina Frískandi. Einmitt um sama leyti vorum við að vinna að kripalu-samtökunum Fleimsljósi með Sigurði Gísla, Jóni Ágústi Guðjónssyni og Flelgu Mogensen og það var heilmikið starf í gangi. Ég var samt fastur í mínu ferli, ég fann að mér óx ekki nægilega ásmegin til að rífa mig lausan og gera hreint. Eg var farinn að leita að aðstöðu eða tækifæri til að koma mér í skjól. Oft þarf maður að finna sér skjól til að geta farið að taka til í sinni eigin tilvist. Ég var orðinn aðþrengdur og þreyttur á sjálfum mér og því ferli sem ég var búinn að vera í. Ég var farinn að leita að möguleikum og hefði átt aðgang í London og New York, þar sem vinir vildu aðstoða mig. Þá gerðist það að maður sem heitir Greg Fienberg og kona hans, Fleba Þórisdóttir, mágkona Sigurðar Gísla Pálmasonar,voru hér í heimsókn. Á þessum tíma sá ég um þjálfun forstjóra Flagkaups og Greg kom í tíma til mín. Greg sagði mér að þetta væri allt annað en hann þekkti frá Los Angeles og það yrði magnað ef einhver með mína þekkingu fengist þangað. Ég sagðist nú ekki vita um neinn, en það væri ekki mikið mál að bjarga því." SKÚR BREYTT í HEILSUSTÖÐ Tveimur mánuðum síðar sat Guðni á þröskuldinum hjá Flebu og Greg í Los Angeles með tvær ferðatöskur og einhverja smápeninga: „Þarna ætlaði ég að vera í tvo mánuði til að átta mig og skoða minn eigin hug. Þetta var fyrir 14 árum og fyrstu níu árin kom ég ekki heim til íslands. Greg og Fieba bjuggu í Studio City og við keyrðum um hverfið og leituðum að húsnæði. Það sem við fundum voru eróbikkstöðvar, vaxtarrækt og egórækt en ekki það sem við köllum heilsu- og hugrækt. Það varð úr að Greg og Fleba buðu mér skúrinn sinn. Hann var þrifinn, settir upp veggir, flísar á gólfið og keypt lítil fjölnotastöð. Böndin hengdum við á vegginn og eftirtíu daga vinnu í skúrnum var ég kominn með mína eigin líkamsræktarstöð í Los Angeles!" Hver var fyrsti viðskiptavinurinn? „Greg og Heba voru fyrstu viðskiptavinirnir, en nokkrum dögum síðar kom Dana Ashbrook, sem var aðalstjarnan i Twin Peaks sjónvarps- þáttunum, og fleiri úr þeim þáttum fylgdu svo á eftir. Fyrr en varði hafði ég nóg að gera." Guðni hafði byrjað með rope yoga hér heima, í World Class, Mætti og Vaxtarræktinni, en þróunin fór verulega af stað eftir að hann fór í kripalu: „Þá gerði ég mér grein fyrir hvað við værum með í höndunum því böndin eru magnaðasta fyrirbæri sem ég hef kynnst í líkamsrækt. Áður fyrr settu menn böndin á hurðarhúna eða festu ístöðin á veggi til að fá fastan stuðning. Ég var alltaf ákveðinn í að þróa bekk sem yrði þannig að þinn eigin líkamsþungi yrði valdsviðið. Böndin, hand- föngin og ístöðin eru því hengd í bekkinn og þarna á sér stað sam- spil og svörun bandanna og líkamans. Þetta er í raun afar einfalt og oft er það einmitt einfaldleikinn sem vefst fyrir fólki. Þegar ég fann þessar blakkir á sínum tíma voru þær ódýrt skran með stálpinna, sem leiddi til þess að maður brenndi sig á þeim. Böndin voru úr næloni sem trosnaði þannig að flygsur úr böndunum fóru í augun á fólki. Þetta var drasl, en hugmyndin var frábær. í upphafi kallaðist hluturinn „vaxtarmótarinn" og það seldist mikið af honum. Það var engin hugmyndafræði á bak við æfingarnar enda eru þær allt annars eðlis nú. Ég áttaði mig á að með nýtingu blakkanna var hægt að fá aðgang að kviðnum, sem ekkert annað líkamsræktartæki veitir. Flestir vinna með efri skrokk og yfirborð, teygja höfuðið upp og gera uppsetur, en í flestum tilfellum hefur það ekkert með kviðinn að gera. Bakveiki er tilfinningaleg - 97% af bakverkjum eru stress eða bæling - og því eru rope yoga æfingarnar frábær leið til að lækna bakverki. Með því að örva meltinguna og auka flæðið í kviðnum eykurðu líka úrvinnslu á næringarefnum; þar af leiðandi á orku. Og þegar þú hefur orku hefurðu hugrekki. Þá hefurðu getu til að horfast í augu við hluti sem þú hefur ekki treyst þér til áður. Þarna er mikil samvinna hugar og handar. Böndin eru það sem myndar einingu hugar og handar og með því að nota böndin verjum við okkur gegn því að fara í ferli sem er virkt í likamanum." AÐ FYRIRGEFA SJÁLFUM SÉR Þú segir að 97% bakverkja stafi af tilfinningum og bælingu. Hvað með kviðinn sjálfan; tekur hann ekki líka á móti bældum til- finningum? „Jú, en hins vegar höldum við aftur af okkur með bakinu. Sjáðu orðasambandið „holding back"... Bakhlið líkamans geymir upplifanir fortíðarinnar og það er ekki fyrr en við náum jafnvægi sem við erum í núinu. Líffærin tengjast tilfinningunum algerlega. Þegar við förum að efla starfsemi kviðarins og kviðarholsins erum við líka farin að vinna í þindinni þar sem sogæðakerfið er. Það vinnur einungis vegna samdráttar þindar og vöðva, ólíkt æðakerfinu, sem vinnur vegna þrýstings hjartans. Með því að efla starfsemi kviðarholsins erum við að vinna að úrgangslosun. Það er ekki hægt að sleppa viðnáminu eða sársaukanum nema fyrirgefa og þá verðum við að byrja á að fyrirgefa okkur sjálfum. Forsenda þessa kerfis er í raun sú að við getum ekki fyrirgefið neinum nema okkur sjálfum. Ut á það gengur meltingin. Ef þú getur ekki eða vilt ekki sleppa geturðu ekki losað. Við lifum undir harðstjórn og ofbeldi okkar eigin sjálfs og það er það sem drepur alla menn. Við tökum öll okkar eigið líf á einn eða annan hátt.” Aftur í skúrinn í Los Angeles. Hvernig óx þér svona fiskur um hrygg í þessari stórborg?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.