Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 41
Beckham séu að fara að leysa þá lífsgátu! Vona að ég særi enga
aðdáendur!) I kabbalah er Guð nefndur á nafn en þar sem fylgjendur
trúarinnar eru hræddir um að fólk geri lítið úr nafni hans er það yfir-
leitt skrifað G-ð ...I Nú vita flestir hvað hann heitir svo það er nokkuð
skrítið að þessari hefð sé haldið við! En hefðir eru nú til þess að halda
þeim við, ekki rétt? G-ð er yfirleitt kallaður „Óendanlega veran" og
nemendum gert Ijóst að Óendanlega veran elskar mann af öllu
hjarta. Og ef maður bara gerði sér grein fyrir hversu elskaður maður
væri af henni yrði maður frá sér numinn af sælu.
Onnur kenning er sú að sál manns sé uppspretta endalausrar ham-
ingju; börn fæðist hamingjusöm og óhamingja sé lærð en ekki frá
sálinni komin. Ég er ekki viss um að sálfræðingar og geðlæknar 21.
aldarinnar væru því sammála en legg það algjörlega í hendur
lesenda að dæma fyrir sig! Einnig segir að hamingja sé ekki markmið
heldur einfaldlega það að njóta lífsins eins og það er. Þau vandamál
sem mæta okkur á lífsleiðinni eru sérhönnuð fyrir hvert og eitt okkar
til að kljást við en ekki bara óheppni.
HÁR, VATN OG HAMINGJA
Ólíkt kristninni er manni ráðið frá því að biðja G-ð um eitthvað til
handa sjálfum sér, hvort sem það er hamingja eða eitthvað annað.
Samkvæmt kabbalah er það eigingjörn ósk og verður því ekki upp-
fyllt. Þú verður að biðja fyrir heildinni, ekki bara eigin hamingju. Eins
°9 tneð flest önnur trúarbrögð þá er hugsjónin falleg og fræðin
áhugaverð. Spurningin er: hafa þessi blessuðu rauðu bönd hjálpað
stjörnunum og ættum við hin að trítla yfir í garnbúðir bæjarins og
gera okkar eigin bönd? Þau kosta sitt á Kabbalah-síðum á netinu,
enda blessuð í bak og fyrir af rabbínum. Ég prófaði hins vegar að
kaupa garn sem var sláandi líkt bandinu hennar Britney í „Everytime"
myndbandinu, og batt það um úlnliðinn til að athuga viðbrögð vina
°9 kunningja og afstöðu þeirra til kabbalah. Mér þótti
Menningarnóttin tilvalin til tilraunarinnar og gekk stolt um bæinn
tneð kabbalah-bandið mitt en enginn tók eftir neinu... Eigum við ekki
að heita tískuþjóð?!
Madonna hefur gjörbylt lífi sínu eftir að hafa aðhyllst trúna; barna-
bækurnar sem hún hefur skrifað, „The English Roses" og „Mr.
Peabody s Apples", „Yakov and the Seven Thieves" og „The
Adventures of Abdi" eru byggðar á dæmisögum úr kabbalah. Hún
hefur gert samning um að skrifa fimm barnabækur, allar byggðar á
kenningum kabbalah, og er því einungis ein þeirra enn óútgefin. Hár
Roccos, sonar þeirra Guys, var ekki klippt fyrr en hann var orðinn
fjögurra ára en kabbalah mælir með því að hár drengja sé óklippt
fram að þeim aldri og litið er á fyrstu klippinguna sem fyrsta skrefið til
manndóms. Madonna og Guy Ritchie hafa endurnýjað hjúskaparheit
sín að kabbalah-sið, greitt fúlgur í Kabbalah-miðstöðina í Englandi
og drekka einungis blessað kabbalah-vatn sem kostar víst mun meira
en venjulegt vatn (en ekki hvað?!). Peningar eru kannski það sem
Madonna og Guy þurfa síst að hafa áhyggjur af, en öllu verra er þó
að Madonna hefur misst samband við tvær nánustu vinkonur sínar
þar sem hún var ósátt við að þær aðhylltust ekki fræðin af sömu ákefð
og hún og legðu ekki nægilegt fé fram til Kabbalah-miðstöðvarinnar.
Fyrrum vinkonurnar eru Stella McCartney fatahönnuður og Debi
Mazar leikkona, en Madonna og Debi hafa verið vinkonur í meira en
tuttugu ár. Og vinátta er nokkuð sem ekki er hægt að setja verðmiða
á. Því minnir þessi krafa Madonnu um að vinir hennar aðhyllist sömu
trúarbrögð og hún svolítið á hegðun þeirra sem ganga í svokallaða
sértrúarsöfnuði.
Poppstjarnan gengur undir nafninu Esther hjá hinum „nýju" vinum
sínum sem aðhyllast trúna, en Esther var fátæk kona sem varð síðar
drottning Persíu og bjargaði milljónum gyðinga frá tortímingu. Nú
má oft sjá myndir af okkar konu með hálsmen með stafnum „E" sem
tákn um nýja nafnið hennar. Sem stendur er Madonna á fullu í nýrri
tónleikaferð, svonefndri „Reinvention Tour", þar sem hún tekur öll
uppáhöldslög aðdáenda sinna og þykir fólki ótrúlegt að orkumikla
dívan á sviðinu sé að nálgast fimmtugt. Með henni í ferðalaginu eru
vinir hennar úr söfnuðinum sem iðka trúna með henni og halda henni
á „jörðinni" eins og hún orðaði það sjálf í viðtali. Á meðan þessi grein
er skrifuð eru fréttir farnar að berast þess efnis að Madonna sé að fá
leiða á kabbalah og að forystumenn safnaðarins heimti meiri og meiri
peningagjafir frá þeim hjónum og að farnar séu að renna á hana tvær
grímur. Hvað ef kabbalah verður komið úr tísku þegar Ský kemur út?!
Þá er ég í vandræðum með mitt rauða band um úlnliðinn ...I Ég legg
málið í dóm lesenda.
lízella fiefur kæði áfuiga á frxgu fálki ag trúar-
brögðiun ag naut&ín með rauða bandið um
úhúiðinn jafnuelþátt enginn fíefði dáð&t að þwí...