Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 21

Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 21
VONLAUST AÐ LÁTA SÉR LEIÐAST ... Þórhallur Gunnarsson, leikari og dagskrárgerðarmaður á Stöð 2, vinnur undir stöðugu álagi, eins og þeir þekkja sem eru í beinum útsendingum Ijósvakamiðlanna. Hann fær vissulega sitt sumarfrí, en ætli hann reyni ekki að komast frá vökulum augum áhorfenda dag og dag yfir háveturinn? „Ég reyni að komast til London minnst einu sinni á vetri og jafnvel tvisvar. Borgin sameinar allt sem nautnaseggir eins og ég og konan mín þurfum til að njóta lífsins. Þarna eru frábærir veitingastaðir, italskir og indverskir, góðar leiksýningar, skemmtileg söfn á hverju götuhorni og síðan reyni ég að sjá minnst einn fót- boltaleik í hverri ferð. Síðustu ár höfum við verið í New York yfir páskana. Þar er vonlaust að láta sér leiðast og alltaf eitthvað nýtt að sjá i hverri ferð. Svo förum við reglulega upp í Efri Hóla í Grímsnesi þar sem foreldrar mínir eiga sumarbústað. Það er mjög gott að fara þangað á vetrum, borða góðan mat og fá sér dreitil af víni meðan meðan vindurinn bylur á gluggunum. Þarna unir maður sér vel við að gera andskotann ekki neitt." finn aftur barnslega gleði Sigríður Ella Magnúsdóttir óperusöngkona er búsett í London, en þrátt fyrir búsetu fjarri heimalandinu á hún alltaf fastan stað í hjörtum landa sinna. Frá London er auðvelt að komast í hita og sól, en hver skyldi eftirlætisstaður söngkonunnar vera? „Hvít jól og áramót á íslandi, eru fyrir mig, sem bý erlendis, engu öðru lík. Þar blandast saman dvöl með fjölskyldu og vinum, helgistemning, endalaus „partý" með góðum veitingum og landið, hjúpað snjó, sem er að sjálfsögðu alltaf fagurt og frítt. Mér finnst ég finna aftur barnslega gleði sem tengist öllu þessu, þá til- finningu fann ég reyndar líka í janúar síðastliðnum þegar ég var á lítilli eyju, með sjö pálmatrjám, undan ströndum Belize í Mið-Ameríku og synti þar og kafaði meðal fiska og kóralla í hlýjum sjó. Það var sannkölluð paradís þar sem blár himinn og blátt haf runnu saman í eitt. Endurnæring frá vetrarkuldanum í Evrópu." SKÝ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.