Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 24

Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 24
OÐRUVISI RAUNVERULEIKI Sjónvarpsefni hefur breyst til muna á undanförnum áratug. Nánast annar hver sjónvarpsþáttur í dag er svokallaður raunveruleikaþáttur þar sem “leikararnir” eru venjulegt fólk í leit að jafnklisjukenndum hlutum eins og frægð, peningum og ást eða öllu óalgengari hlutum eins og sæðisgjafa, ferð út í geim eðajafnvel nýrri móður. Fyrstu raunveruleikaþættirnir snerust um það að ókunnugu fólki var gert að búa saman í ákveðinn tíma í húsi þar sem myndavélar tóku upp hverja hreyfingu þess. Ahorfendur tengdust svo "leiknum" með því að kjósa þann sem þurfti að yfirgefa húsið í hverri viku. Sá þáttur sem er hvað þekktastur er Big Brother, sem hefur þó ekki enn ratað á skjái (slendinga. Survivor þáttinn ættu flestir að kannast við, en heilar átta seríur hafa verið framleiddar af honum og virðast engan endi ætla að taka. Þátturinn sá felst í því að sextán manns eiga að bjarga sér í mánuð í fjandsamlegu umhverfi, svo sem í frumskógi eða á óbyggðri eyju. Rætt var um að ein serían yrði tekin á íslandi þótt ekkert hafi orðið úr því enn, þótt frést hafi af hópi á æfingu hér! Ahorfendur fylgjast með þegar keppendur eru kosnir burt, þeir grennast um heil ósköp, mynda bandalög, svíkja bandalög og allt þar á milli. Að lokum stendur sigurvegarinn uppi með milljón dali. Peningaverðlaun eru jú helsta ástæða þess að fóik sækir um að koma fram í svona þáttum. I Fear Factor þarf fólk að framkvæma hættulegar þrautir og iðulega borða einhvern viðbjóð, eins og heila úr kú, lifandi skordýr og fleira sem flestum verður óglatt af, bara við það að hugsa um það. Sumir þættir virðast ætla að svara spurningunni um hvar hina sönnu ást sé að finna. Það er í hópi fólks sem sjónvarpsframleiðendur hafa valið handa þér. Með myndavélar aldrei langt undan hefur piparsveinninn eða -jónkan heilan hóp biðla til að velja úr og verða ástfangin/n af, allt fyrir framan augu almennings. Já, það er erfitt að trúa því að fólk geti fundið sanna ást undir þessum kringumstæðum enda virðast flest pörin sem koma úr þessum þáttum ekki enda saman. Fjölmargir þættir hafa snúist um leitina að ástinni svo sem Bachelor/Bachelorette, Joe Millionaire o.fl. Vinsælasti raunveruleikaþáttur síðastliðins árs hérlendis var án efa Idolið eða Stjörnuleitin. Þar keppa söngvarar sín á milli á meðan dómarar segja þeim hvað betur má fara, stundum á frekar harkalegan hátt. Þar með voru íslendingar komnir í aðalhlutverkin og fetuðu í fót- spor ekki ófrægari söngvara en Kelly Clarkson, Clay Aiken og William Hung. Hver man ekki eftir Kalla Bjarna, Jóni "500 kallinum" Sigurðssyni, Jóa og Simma og dómaratríóinu? Islendingar sýndu þar með að þeir gátu gert sinn eigin raunveruleikaþátt og það með stakri prýði. ÞÆTTIR SEM FLOPPUÐU Raunveruleikaþættir eins og The Apprentice, Queer Eye for the Straight Guy, American Idol, Amazing Race, The Osbournes og fleiri eru meðal vinsælasta sjónvarpsefnisins í dag. En ekki er gefið að allir raunveruleikaþættir nái jafnmiklum vinsældum og hafa margir verið teknir af dagskrá vegna augljósra ástæðna. Big Diet er þáttur sem kemur við eitt viðkvæmasta mál Bandaríkjamanna, offitu, enda mistókst sá þáttur hrapallega. Of þungir þátttakendur voru lokaðir inni í lúxus-heilsustöð, þarsem þeir áttu með aðstoð fagfólks að missa tiltekna þyngd í viku hverri en verða reknir úr þættinum ella. I verðlaun fyrir sigurvegarann var sú þyngd sem hann missti, í hreinu gulli. Til að gera þáttinn spennandi voru sætindi og feitur matur, s.s. súkkulaðikökur og hamborgarar, settir á vissa staði til að freista þátttakendanna. Áhorfendur voru ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.