Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 19

Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 19
 SÖGUMAÐUR FERÐAST ÁRATUGI AFTUR í TÍMANN OG HITTIR SJÁLFAN SIG FYRIR. HVERNIG ER SÁ UNGI MAÐUR? f forleiknum (Vængir) að Loftssögu er sögumaður að telja ungum manni hughvarf. Ungi maðurinn ætlar að fyrirfara sér en sá eldri kemur í veg fyrir það. Honum skilst að hann er að tala við sjálfan sig enda ekki skrýtið þegar haft er í huga að hann hætti við að fyrirfara sér á yngri árum og það var hann sjálfur sem tók báðar ákvarðanirnar, þ.e.a.s. að ætla að fyrirfara sér og að hætta við það. Menn tala oft við sjálfa sig þegar þeir eru að rifja upp liðna ævi og það er einmitt það sem gerist þarna. HVER VAR LYKILLINN AÐ BREYTINGU HANS? Vilji hans til að fá að vera hann sjálfur, láta gott af sér leiða, rækta með sér umburðarlyndi og þolinmæði og einlægan ásetning um að láta ekkert afvegaleiða sig. ER HOLLT AÐ HORFA TIL FORTÍÐAR? Maður á alltaf að muna leiðina að heiman vilji maður komast aftur heim. En það er ekki þar með sagt að maður snúi aftur heim. ÓÞREYTANDI OG ÓDAUÐLEGUR. ÞETTA ER SAGT UM ÞIG. VILDIRÐU VERA ÓDAUÐLEGUR? Hugmyndin er aðeins freistandi eitt andartaksbrot. En, nei takk. ER EITTHVAÐ SEM ÞREYTIR HÖRÐ TORFA? < mislegt eins og alla menn. Á stundum fæ ég nóg af öllu og dreg mig í hlé. Lifi í þögn og hugleiði. Það er gott mótvægi við allri þessari áreitni nútímans. ÞAÐ ERU MÖRG HOLL GULLKORN í ÞESSUM TEXTUM. EITT ER ÞAÐ AÐ HLUSTA MEÐ HJARTANU; ANNAÐ AÐ HORFA Á SJÁLFAN SIG í FJARLÆGÐ. ER ÞETTA TVENNT ÖLLUM GEFIÐ EÐA GETUM VIÐ LÆRT ÞAÐ? Það er ævilangt verkefni að læra að hlusta á röddina í brjósti sér og ég ímynda mér alltaf að við séum rétt að læra það vel þegar við deyjum. Maður getur aðeins horft á sjálfan sig í fjarlægð með augum, athugun og rödd vina sinna. ERU ÞAÐ ÞESSI HEILRÆÐI SEM HALDA ÞÉR SVONA UNGUM OG ÁSTFÖNGNUM? Það veit ég minnst um. Hitt veit ég að til þess að manni líði vel og eigi gott líf þá kostar það vinnu og mikla vinnu. Svo er að gefa sértíma til að vera í friði og sjá spaugilegu hliðar lífsins. Hláturinn er fræ ástarinnar. ERTU SÁTTUR VIÐ GUÐ OG MENN? Á maður einhvern tíma að vera sáttur við guð og menn? Ég held ekki. Sáttur maður situr kyrr, fitnar og verður latur og meðtekur flest sem að honum er rétt og bíður eftir meiru. Hinn leitar einhvers, fer um og finnur meðal annars þá speki að menn hafi skapað guð. MÁ BJÓÐA ÞÉR AÐ LJÚKA þESSU MEÐ LÍFSSPEKI ... Já, takk. Með þeirri speki sem hefur verið mér oft leiðarljós á myrkrum stundum: Ef kafarinn hugsar mikið um hákarlana nær hann aldrei perlunni. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.