Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 20

Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 20
Fyi*st o« fi*ems»t VETRARFRI Þegar vetrarveðrið tekur völdin á íslandi láta margir hugann reika á hlýrri staði. Sumir láta draumana rætast og halda út í heim þegar svartasta skammdegið ríkir hér og margir eru þeir sem eiga eftirlætis dvalarstað sem þeir heimsækja að vetri til. Margir fara á skíði, aðrir sleikja sólina á Kanarí og enn aðrir kjósa heimsborgirnar. SKÝ leitaði til nokkurra einstaklinga og bað þau að svara spurningunni: Áttu þér eftirlætis vetrardvalarstað? LITIR OG ÚTLIT NEÐANSJÁVARLÍFSINS ... Jón Karl Einarsson er skipuleggjandi tónlistarferða hjá ferðaskrifstofunni Úrval- Útsýn. Okkur datt svona í hug hvort maðurinn sem er sífellt með hugann í útlönd- um fyrir aðra skuli láta sig hverfa af skrifstofunni á veturna og halda sjálfur á þær slóðir sem hann hefur kynnt sér fyrir aðra? „Án þess að hafa ferðast víða á veturna, þá er þó einn staður sem ég hef oftar en einu sinni heimsótt að vertrarlagi. Þetta er bærinn Puerto Vallarta á Kyrrahafsstönd Mexíkó. Heimamenn eru einstaklega Ijúft fólk, brosmildir, hjálplegir og fallegt fólk upp til hópa. Þeir eru að sjálfsögðu lágvaxnir og svarthærðir með dimmbrún augu sem frá stafar mikil hlýja, svo mikil að jafnvel kaldlyndir norðurhjaramenn bráðna auðveldlega við fyrstu kynni. Maturinn allur er ferskur og góður en vínin enn svolítið misjöfn. Landið er fallegt og mun gróðursælla en ætla mætti svo sunnar- lega - vart hægt að hugsa sér fjölbreyttari og litfegurri gróður en þar er að finna, stóran og smáan. Sjórinn dásamlega tær og volgur og finnist manni litadýrðin uppi á landi kitla sjóntaugarnar þá eru litir og útlit neðansjávarlífsins engu minna." SÖFN OG BÓKAVERSLANIR Guðrún Sigfúsdóttir gegnir ábyrgðarmiklu starfi hjá JPV útgáfu. Á þeim tíma sem aðrir voru líklega að sleikja sólina í hitabylgjunni í sumar hefur hún verið á kafi í undirbúningi þeirra bóka sem koma út nú fyrir jólin hjá JPV, en meðal þeirra má nefna bók eftir Matthías Viðar Sæmundsson um þjóðkunna fjölskyldu, sem setti mikinn svip á samtíð sína, og bók Sigmundar Ernis Rúnarssonar, „Barn að eilífu", þar sem hann segir sögu fjölfatlaðrar dóttur sinnar. Það er því forvitnilegt að vita hvort bókaútgefandinn nýti ekki „rólegu mánuði ársins" til að heimsækja útlönd - og hvert fer hún þá? „Uppáhaldsborgin mín er London en þangað sæki ég hvíld og uppörvun eftir annasama daga í vinnu minni í JPV útgáfu. Bókaútgáfa er gefandi starf því að þar kynnist maður skapandi fólki sem hefur brennandi áhuga á mönnum og málefnum. Við hjónin fórum til London í brúðkaupsferð og höfum farið þangað reglulega undanfarin ár, oftast í byrjun árs. I London eigum við góða vini og þar er hægt að gleyma sér á söfnum, fara í leikhús og kvikmyndahús að ógleymdum bókaverslunum. Við förum oft í sömu bókaverslanir en sjaldnar á sömu veitinga- staði, þeirvirðast líka óteljandi í heimsborginni London." J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.