Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 58

Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 58
SKÝ 58 SKOTSKOLINN Konur eru ekkert lélegri í skotfimi en karlmenn og skotveiðimenn eiga að sýna náttúrunni þá virðingu að mœta vel þjálfaðir til veiða. Þetta er meðal þess sem Ellert Aðalsteinsson, þrefaldur íslandsmeistari í skotfimi, upplýsti Önnu Krístine um, þegar hún ákvað að verða svolítið „macho" og setja sig inn í skotfimi ... Ellert og eiginkona hans, Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, hófu í júlímánuði rekstur fyrsta skotskólans á íslandi. Skólinn heitir einfaldlega „Skotskól- inn" og strax frá fyrsta degi hefur verið nóg að gera. Ekkert til að undra sig á því loks gefst áhugafólki um íþróttaskotfimi og skotveiðar tækifæri til að njóta leiðsagnar og bæta árangur sinn með Islandsmeistaranum og methafa í leirdúfuskotfimi. Ellert hefur verið einn af okkar fremstu skot- mönnum um árabil og miðlar nú þekkingu sinni til þeirra sem hafa áhuga á að bæta árangur sinn, hvort sem er í keppni eða á veiðum. ( Skotskól- anum er lögð rík áhersla á einkakennslu og reynt að mæta þörfum og kröfum hvers og eins og þar er einnig boðið upp á kennslu í smærri hóp- um. „Skotveiðar hafa alltaf verið mér brennandi ástríða," segir Ellert, þegar ég spyr hann um áhuga hans. „Fyrst í stað beindist sú ástríða að skotveiðum með haglabyssu, en i seinni tíð hefur íþróttaskotfimin átt hug minn allan. Ég byrjaði að keppa í leirdúfuskotfimi fyrir 11 árum og ákvað þá að mennta mig enn frekar í íþróttinni. Ég hélt því til Bretlands í ársbyrjun 1994, þar sem skilningur minn á haglabyssuskotfimi jókst til mikilla muna." Þar æfði Ellert meðal annars með enska landsliðinu í skotfimi, sem varð til að efla áhuga hans á frekari þekkingu. Hann hefur farið víða um heim til að leita sér þekkingar á þeirri listgrein sem haglabyssuskotfimin er og lært hjá mörgum af bestu keppnismönnum og kennurum veraldar eins og John Bidwell, Joe Neville og Peeter Pakk. Hann segir dvöl sína í Bretlandi hafa aukið skilning sinn á þessari skotfimi til mikilla muna og sú reynsla sem hann hlaut þar hefur skilað einum besta árangri sem íslenskur skot- maður hefur náð. Hann varð Islands- og bikarmeistari árin 1995 og 1996, tók sér svo frí frá æfingum og keppni í þrjú ár þegar hann fór að nema við- skiptafræði, en hóf aftur keppni sumarið 2001. Það ár setti Ellert glæsilegt Islandsmet, þar sem hann jafnaði eldra met án úrslitahrings og árið 2002 varð hann íslandsmeistari í þriðja sinn á heimavelli sínum að Iðavöllum í Hafnarfirði. En var hugmyndin að Skotskólanum búin að gerjast lengi? „Já, í rauninni fékk ég hugmyndina þegar ég bjó i Bretlandi, en þar er mikil hefð fyrir veiðum og íþróttaskotfimi. Skotskólar eru starfræktir víða um heim og það var löngu orðið tímabært að stofna einn slíkan hér þar sem menning okkar byggist á veiðimennsku. Ég sá því tækifæri til að kenna bæði byrjendum og lengra komnum í íþróttaskotfimi sem og veiði- mönnum." EIN ELSTA ÍÞRÓTTAGREIN ÓLYMPÍULEIKANNA Þú kennir „leirdúfuskotfimi". Hver er sagan á bak við hana og hvað eru leirdúfur eiginlega?! „Leirdúfuskotfimi var fundin upp árið 1920 í Andover, litlum bæ í Massachussetts, af nokkrum veiðimönnum sem vildu geta æft sig fyrir komandi veiðitímabil. Leirdúfuskotfimi er sem sagt í upphafi hugsuð sér- staklega fyrir veiðimenn þar sem reynt var að herma eftir flugi fugla með leirdúfum. Þessi íþrótt á sér mjög langa sögu erlendis og er vinsæl um all- an heim, bæði sem íþróttaskotfimi sem og hjá veiðimönnum sem vilja ná góðum árangri við veiðar. Leirdúfuskotfimi sem íþrótt hefurverið stunduð lengi og er ein elsta íþróttagrein Ólympíuleikanna. Leirdúfur eru litlir leir- diskar sem skotið er úr þar til gerðum kösturum og brotna þegar höglin úr haglaskotinu lenda á þeim. Á landsmóti UMFl á Sauðárkróki í sumar var keppt í fyrsta skipti í leirdúfu- skotfimi. Þá var keppt á skotvelli Skotfélagsins Ósmanns og aðstaða til skotiðkana var öll til fyrirmyndar, sem og framkvæmd keppninnar sem heimamenn stóðu fyrir. Þetta mót var gríðarlega góð auglýsing fyrir íþróttina og greinin á án efa eftir að vera meira til sýnis í framtíðinni en hingað til." Flesta nemendur Skotskólans á þessum fyrstu mánuðum hans segir Ellert vera veiðimenn sem vilja bæta árangur sinn á veiðum. En byrjendur koma einnig til að fá rétta leiðsögn í upphafi skotmennsku sinnar: „Það er trú okkar hjá Skotskólanum að allir þeir sem ætla sér að stunda veiðar eða keppni með haglabyssu, eigi að leggja áherslu á að fá rétta leiðsögn strax í upphafi. Skotskólinn býður upp á einkakennslu í hagla- byssuskotfimi fyrir byrjendursem lengra komna og öllum þeim sem áhuga hafa á að kynnast þessu göfuga og skemmtilega sporti." KARLMENN BRAUÐFÆDDU HEIMILIN ... Einhvern veginn veit ég að ég á ekki að spyrja næstu spurningar, en ætla nú samt að gera það: Eru konur lélegri byssumenn en karlmenn? „Karlmenn eru ekkert fljótari að ná skotfimi ef þú heldur það!" svarar hann brosandi. „Það má meira að segja næstum því segja að það sé síður en svo ...I Hins vegar eru - því miður, liggur mérvið að segja - miklu fleiri karlmenn en konur sem stunda skotfimi og af reynslu minni við að kenna konum og sjá hversu fljótar þær eru að tileinka sér þetta, myndi ég vilja sjá miklu fleiri konur sinna skotfimi. Það er mjög misjafnt hvernig fólki gengur að ná tökum á þessu. Sumir virðast vera með þetta í blóðinu, en flestir sem þiggja góða leiðsögn ná nokkuð góðum tökum á skotfiminni." Hvers vegna heldurðu að áhugi karla á byssum sé svo miklu meiri en kvenna? Eru konur með fordóma fyrir byssum eða eiga þær erfiðara með að handleika þær? „Ég held að sú þróun nái nú mjög langt aftur. Hér áður fyrr var það hlut- verk karlmannsins að sjá um að brauðfæða heimilið á meðan konan sá um heimilishaldið. Þá stunduðu menn veiðar með vopnum og gera enn. Nú til dags lifa menn ekki einungis á því sem landið gefur heldur versla mest allt sitt hjá kaupmanninum á horninu. Skotfimi og veiðimennska er í dag miklu meiri skemmtun en vinna og þess vegna hafa konur verið að koma meira inn í sportið en áður. Tímarnir breytast og mennirnir með. Hins vegar held ég að maður sé yfirleitt hræddur við allt sem maður þekkir ekki og það er kannski þess vegna sem konur hafa haft meiri fordóma gagn- vart vopnum en karlmenn. Þær hafa einfaldlega haft minni tækifæri til kynnast þeim. Það hefur sýnt sig að þegar konur kynnast skotveiðum eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.