Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 25
THE APPRENTICE
hrifnir né grenntist fólkið neitt að ráði. Tveir nýir þættir um fjölskyldu-
málefni eru einnig að berjast um vinsældir almennings. í þættinum
Who's my Daddy reynir ung kona að komast að því hver úr 16 manna
hópi er raunverulegur faðir hennar. Wife Swap fjallar um tvær
fjölskyldur sem skipta um húsmæður í tvær vikur; þær þurfa að sjá um
húsverk, eldamennsku, uppeldi og fleira hjá "nýju" fjölskyldunni.
Margir raunveruleikaþættir hafa verið gagnrýndir fyrir að vera
siðlausir og toppa fáir þeirra Danger Island. Þar keppa dæmdir
fangar um peningaverðlaun sem fara til fyrrverandi fórnarlamba
þeirra. Fylgjast áhorfendur svo með þegar "besti glæpamaðurinn"
hittir fórnarlömb sín að nýju og færir þeim peninga. Ekki er öll vit-
leysan eins.
TÍU MANNS, NÍU FALLHLÍFAR ...
Raunveruleikaþættir virðast vera komnir til að vera. í upphafi ársins
var fyrsta sjónvarpsstöðin, sem algerlega er tileinkuð þessari gerð
sjónvarpsefnis, sett á laggirnar í Bandaríkjunum. Þar eru gamlir raun-
veruleikaþættir sýndir og einnig er fylgst með hvað "gamlir" þátttak-
endur úr þeim eru að fást við í dag. Að sögn höfundar Big Brother-
þáttanna, Johns De Mol, hefur ásóknin í þessa þætti aldrei verið meiri
og hann segist viss um að geta fundið tíu þátttakendur til að keppa
um níu fallhlífar í flugvél sem væri að hrapa. Tíminn leiðir í Ijós hvernig
þetta raunveruleikafár endar og hvort einn góðan veðurdag setjist
fjölskyldan saman fyrir framan sjónvarpið og horfi á þáttinn "This is
my parachute!"- "Þetta erfallhlífin mín!"
"Rgbai Tmu&ta&an myndi ekki fuig&a &ig um effann
oeeii beáinn um að taka þátt í raunvenileika&jáiwai'pi.
‘H’aim segði pattþétt nei!