Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 33

Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 33
Pabbi töl>upó«»t«*ín*> HVAR VÆRUM VIÐ ÁN ÞESSARAR TÆKNI? Þegar epli féll á höfuð Isaacs Newtons þótti það saga til nassta bæjar. Þegar Neil Armstrong steig fyrstur manna fæti á tunglið þótti það stórfrétt. Þegar Leonard Kleinrock setti fram í doktorsritgerð sinni árið 1962 kenningar um samskipti manna í lokuðu neti lögðu fáir við hlustir. Nokk- ur ár liðu þar til menn áttuðu sig á mikilvægi kenninganna, enda um að ræða frumhugmyndir um samskipti manna á Netinu. Kleinrock hafði umsjón með sendingu fyrsta tölvuskeytisins ... MÓÐURTÖLVA TENGD VIÐ SKILABOÐASKJÓÐU Sérfræðingarnir senn ARPA hóaði saman óskuðu eftir því að stjórn- völd létu þeim í té öflugar tölvur sem gætu ráðið við þau verkefni sem þeir hugðust vinna, en forsvarsmenn ARPANETS sáu hins vegar þann kost vænstan að tengja tölvur sérfræðinganna saman, enda voru þeir dreifðir um öll Bandaríkin. Móðurtölvan var sett upp í UCLA-háskólanum og Leonard Kleinrocksetturyfirverkefnið. Móður- tölvan vartengd við skilaboðaskjóðu sem notuð vartil að skrifa text- ann. Leonard Kleinrock fékk fjóra mánuði til að hanna hugbúnað sem gerði tölvunum kleift að tengjast og hann fékk til liðs við sig fjörutíu nemendur á ýmsum stigum tölvunarfræði, sem unnu daga og nætur að hönnun búnaðarins. Tilraunin fór fram 1. maí 1969. Viðstaddir voru meðal annarra yfirstjórn UCLA-háskólans, stjórn símafyrirtækisins AT&T, sem sá um allarteng- ingar og svo auðvitað menn frá ARPANET. Gríðarleg spenna lá í loft- inu. Leonard skrifaði nokkrar setningar á skilaboðaskjóðuna og ýtti á „enter" takkann. Nokkrar mínútur liðu þar til textinn birtist á skjá móðurtölvunnar. Nokkrum klukkustundum síðar gátu menn sent skilaboð á milli tölvanna án nokkurra vandkvæða. Er nema von að maður sendi þessum prófessor þakkir í huganum af °9 tíl! Hvar værum við eiginlega stödd án þessa samskiptaforms sem gerir lífið svo miklu auðveldara en það annars væri? Það var um miðjan sjöunda áratuginn sem Bandaríkjamenn sáu fram a nauðsyn þess að sýna Rússum hvor þjóðin væri betri. Rússar höfðu sent mannað geimfar umhverfis jörðina og sannað þar með hæfni sína í tækniþróun. Bandaríkjamenn ætluðu ekki að vera minni menn °9 hófu að þróa hátækninet, ARPANET. Þeir leituðu að þeim besta til að vera í fararbroddi við þróunina og fundu hinn þrítuga Leonard Kleinrock. HEILLAÐIST UNGUR AF TÆKNI Leonard var vægast sagt ólíkur jafnöldrum sínum. Hann var kominn af lágt settum innflytjendum frá Úkraínu og hafði fjölskylda hans lítið fé milli handanna. Frændi Leonards, sem var rafvirki, leyfði stráknum að horfa á sig vinna og þá vaknaði áhugi Leonards á tækni. Hann smíð- aði einhverju sinni kristalútvarp eftir leiðbeiningum úr Súpermann- blaði og þegar hann hafði lokið grunnskólanámi sneri hann sér að námi í útvarpsvirkjun. Eftirstarf á verkstæði frænda síns í nokkurn tíma stefndi hugurinn hærra og Leonard langaði í framhaldsnám í verk- fræði. Faðir hans grátbað hann hins vegar að vera heima áfram og ala onn fyrir fjölskyldunni. Leonard fann millilendinguna: hann vann á daginn og fór í skóla á kvöldin. Meðalnemandi lauk verkfræðináminu a þremur árum. Leonard Kleinrock lauk því á fimm og hálfu ári með því að stunda fulla vinnu við útvarpsvirkjun á daginn. Reynsla hans á sviði rafeindavirkjunar samfara framúrskarandi árangri í námi átti sinn þátt í því að hann hlaut styrk til að nema verkfræði við einn virtasta tækniháskóla heims, MIT (Massachusetts Institute of Technology). KAUS AÐ EINBEITA SÉR AÐ ÓÞEKKTU FAGI hegar Leonard hóf nám við MIT árið 1959 var upplýsingatækni vin- s*lt fag. Honum þótti ekki mikið til kennslunnar koma, þar sem flest- ar meginkenningarnar höfðu verið settar fram meira en áratug áður. Hann kaus heldur að einbeita sér að óþekktu fagi: upplýsinganetum, °g í doktorsritgerð sinni árið 1963 fjallaði hann um lögmálin sem lágu ^ grundvallar samskiptum tölva. Ritgerðin birtist í bókarformi árið 1965 og hlaut jákvæðar viðtökur samstarfsmanna hans. Umheimurinn syndi honum og rannsóknum hans hins vegar fálæti. Leonard lét slíkt sem vind um eyru þjóta og hægt og sígandi komst hann til metorða ' dCLA-háskólanum. Á UNDAN SINNI SAMTÍÐ Mánuði síðar var skilaboðaskjóða sett upp í Stanford-háskólanum og hún tengd móðurtölvunni í UCLA. Kleinrock sat fyrir framan móður- tölvuna, þrýsti á bókstafinn „I" á lyklaborðinu og skömmu síðar barst svar frá Stanford um að stafurinn hefði birst á skjánum hjá þeim. Eftir nokkurra stafa sendingar fraus móðurtölvan. Leonard endurræsti hana og eftir nokkurn orðaleik var Ijóst að tilraunin var fullkomnuð. [ desember sama ár voru tölvur í fjórum háskólum í Bandaríkjunum tengdar móðurtölvunni í UCLA og fæðing Netsins var á næsta leyti. Þegar Kleinrock prófessor fór á eftirlaun frá UCLA árið 1996 var hann 61 árs að aldri. Hann hafði hins vegar allt aðrar hugmyndir en þær að setjast í helgan stein og eiga náðug ár. Hann stofnaði tæknifyrirtæk- ið Nomadix sem einbeitir sér að þráðlausum samskiptum og það fyrirtæki stendur framarlega á sínu sviði. Þótt hann hafi ekki fengið góðan meðbyr í upphafi vinnu sinnar, hefurtíminn leitt í Ijós að Klein- rock var á undan sinni samtíð; lögmál samskipta í netkerfum eru grundvöllur Netsins. Án kenninga Leonard Kleinrocks er vafamál hvort tölvupóstur hefði nokkurn tíma litið dagsins Ijós. Qrein þe&si a- byggó á greinum um Xaanard Kþeinrack, &em birtu&t í maí- ag, júnífiefá timaribún& TalmÁeimur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.