Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 40

Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 40
KABBALAH TRÚARBRÖGÐ EÐA TÍSKA? Þeir sem fylgjast vel með tísku og fræga fólkinu hafa eflaust tekið eftir rauða bandinu sem vafið er um úlnliði margra frægustu stjarna heims. Beckham og frú, Britney Spears, Gwyneth Paltrow, Elizabeth Taylor, Demi Moore, Madonna; öll eru þau með þetta rauða band, sem virðist ekki vera meiri ,,skartgripur" en einfaldur rauður þráður sem búið er að binda um úlnliðinn. Ef þið fylgist vel með sjáið þið í hinu umdeilda „Everytime” myndbandi Britney Spears að þegar hún rís upp úr baðkerinu eftir martröð eða misheppnaða sjálfsmorðstilraun (dæmi hver fyrir sig) þá er þetta band um vinstri úlnlið hennar og sést vel þegar hún þurrkar sér um andlitið. Hvað er þetta band, fyrir hvað stendur það og af hverju eru allir með það?? VERND FRÁ HINU ILLA AUGA Bandið kallast „Red String" (Rauða bandið) og er eitt af verndar- táknum kabbalah, þeirra trúarbragða sem eru hvað „heitust" í dag, ef svo mætti taka til orða um trúarbrögð. Bandinu er ætlað að vernda fólk frá „Hinu illa auga" sem er neikvæð orka frá öðru fólki SKÝ • og neikvætt augnaráð sem annað fólk á til að senda manni. Kannski 40 ; skiljanlegt að umdeildar stjörnur þurfi á því að halda?! En hvað með okkur hin? Þurfum við þetta band? Nánast allt sem tengist kabbalah virðist vera eldfimt og tvær, þrjár, ef ekki fjórar hliðar á hverju því sem sagt er um fræðin. Sem dæmi má nefna að stundum er kabbalah kallað trú og stundum dulspeki, stundum hvort tveggja og stundum hvorugt! í þessari grein mun ég ekki leggja dóm á hvert af þessu kabbalah er, en kalla þetta þó trúar- brögð eftir sem áður og stikla á stóru, eftir að hafa lesið mér heilmikið til um fræðin. Rétt eins og sterkt og voldugt tré hafa öll trúarbrögð greinar. Kabbalah er grein úr gyðingdómi, sem tengist dulhyggju, þótt alls ekki séu allir gyðingar kabbalah-trúar og ekki allir þeir sem aðhyllast kabbalah-trú gyðingar. Trúin byggir á „Zohar" (sem er tulkun á „Torah", fyrstu bók Gamla testamentisins) auk þess sem hún inniheldur líka talna- og dulspeki og þykir það erfið og illskiljanleg að fólki er ráðlagt að byrja ekki að nema kabbalah að ráði fyrr en eftir fertugt! Þar er einnig hjátrú um að kenna því guðfeður kabbalah- trúarinnar dóu fyrir fertugt og er það að auki ástæða þess að fólk hreinlega þorir ekki að byrja að nema fræðin að einhverju ráði fyrr en eftir þann aldur. SANNFÆRINGARMÁTTUR MADONNU Madonna, sem reyndar er með yfirburðagreind og skyldi því fáan undra að hún fái tíu í öllu í kabbalah-fræðum, hefur sannfært mann sinn, leikstjórann Guy Ritchie, sem var trúlaus áður en þau kynntust, um gildi trúarinnar. Þau eru nú bæði heittrúuð og virt innan kabbalah-menningarinnar, þó svo það hafi tekið hann lengri tíma að aðhyllast kabbalah en frúna. Hjónin sækja námskeið og messur reglulega og Lourdes, sjö ára dóttir Madonnu, er einnig í sunnu- dagaskóla þar sem hún nemur fræðin. Kabbalah-fræðin eru falleg hugsjón; þau snúast um að við séum ein heild og verðum því öll að hlúa hvert að öðru, hvort sem um er að ræða menn, dýr eða jurtir, svo heildin geti skapað hamingju. Madonna hefur slíkan sannfæringar- mátt, enda ein áhrifamesta stjarna okkar samtíma, að Britney Spears, sem er fædd og uppalin baptisti hefur, eftir kynni sín af Madonnu, snúið baki við sinni trú og hyggst giftast Kevin sínum Federline í kabbalah-athöfn í nóvember, fjölskyldu sinni til mikillar gremju og ama. Madonna er reyndar sjálf uppalin sem kaþólikki og dóttir hennar, Lourdes, er nefnd eftir helgum stað kaþólikka í Frakklandi. Hún var þó skírð áður en Madonna snerist til kabbalah-trúar. Reyndar kom mörgum á óvart að sjá Madonnu koma nýlega út úr kabbalah- miðstöðinni í London í bol með mynd af Maríu mey, sem er heilög í augum kaþólskra og margir þeirra biðja til hennar á sama hátt og til Guðs eða Jesú. Þótt kaþólskir og gyðingar trúi á sama guð trúa gyðingar því að Messías sé enn ókominn en kaþólikkar (og mót- mælendur) að Jesús sé Messías. Þessi þversögn í trúarskilningi Madonnu vekur óneitanlega upp fleiri spurningar en ella og nóg var af þeim fyrir! EKKI SKRIFA „GUД! Kabbalah er hebreskt orð og þýðir „að þiggja". Leiðbeiningar og fyrirmæli trúarinnar eru á hebresku og arameísku. Þau hafa því aldrei verið almennilega þýdd yfir á önnur tungumál og því auðveldlega misskilin og þarf kabbalah-rabbíni að kenna fræðin. Eftir að kabbalah varð jafnvinsælt og það er í dag er þó byrjað að þýða fræðin yfir á nútímatungumál, en eftir sem áður er kennslan í höndum rabbína. Hins vegar er það ekki svo einfalt að maður bara skrái sig í kabbalah- skóla eða -námskeið. Samkvæmt fræðunum finnur rabbíninn nemandann þegar hann er tilbúinn að skilja kabbalah. Bæði gyðingar og þeir sem aðhyllast önnur trúarbrögð stunda kabbalah. Þótt „Kabbalah-æðið" sé nýbyrjað hafa fræðin og trúin lifað góðu lífi í yfir 500 ár. Sagt er að þegar orð Guðs kom til Móse á fjallinu hafi hann bara skrifað niður það sem við þekkjum í dag sem boðorðin tíu. Hins vegar segjast þeir sem aðhyllast kabbalah að Guð hafi sagt heilmargt sem ekki var skrifað niður heldur hafi þau lög og orð hans fylgt manninum kynslóð eftir kynslóð í munnlegri geymd og eiga nú að mynda eina heild sem kabbalah-speki. Helsta skilyrðið til að aðhyllast trúna er að nemandinn viðurkenni að „Torah" og „Zohar" séu guðleg og, skilji maður textann nógu vel, geti maður leyst leyndar- dóminn um tilveru og upphaf heimsins. (Nú vona ég að ég hljómi ekki hrokafull ef ég leyfi mér að efast um að Britney Spears eða David
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.