Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 44

Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 44
ALLIR AO LEITA AÐ SJALFUM SER ,,Ég er sköllóttur með stór eyru.” Svona hljómar lýsing viðmælanda míns, Guðna Gunnarssonar, á sjálfum sér þegar við ákveðum símleiðis að hittast á kaffihúsi í miðbænum. Nokkur símtöl við þennan mann gefa mér nokkuð góða mynd af honum - held ég. Hef vissulega aldrei hitt hann en ákveð að prófa hvort innsæið sé farið að segja mér rétt til: ,,Ertu fæddur æðrulaus eða er þetta áunnið æðruleysi?” SKÝ 44 Þeir sem þekkja Guðna Gunnarsson bera greinilega takmarkalausa virðingu fyrir honum. Þeir sem þekkja hann ekki gera það líka. Ég ákvað að „læra heima" áður en ég færi til fundar við hann. „Gúgglaðu hann" voru ráðleggingarnar sem ég fékk. „google.com" er nefnilega með öll svörin. Ég sló inn nafnið hans - og við blöstu ótal síður. „Heilinn á bak við rope yoga" stóð í mörgum þeirra, skrifuðum af fólki víða í Bandaríkjunum og á Bretlandi. Hann er maðurinn sem skærustu stjörnur kvikmyndanna leita til þegar mikið liggur við; hann er maðurinn sem hefur hjálpað ótal (slendingum og fólki af öðru þjóðerni að finna innri ró. Hann virðist umlukinn bjarma og býr greini- lega sjálfur yfir sterkri hugarró. Hann svarar fyrstu spurningunni á þennan hátt: „Þetta er áunnið æðruleysi. Þótt menn séu fæddir með misjafna sálartíðni, þá er enginn fæddur æðrulaus. Þú verður að vakna til vitundar, hver sem þú ert og hvaðan sem þú kemur." MEISTARINN MÓÐIR MÍN Og hvenær og hvers vegna vaknaðir þú til vitundar um samspil sálar og líkama? „Ég var svo lánsamur að eiga móður sem kenndi mér geysimikið um kærleik og þegar fólk spyr mig hvaða meistari hefur haft mest áhrif á mig svara ég alveg hiklaust: „Móðir mín". Á mínu lífsbrölti hef ég ekki hitt kærleiksríkari manneskju en móður mína. Hún byrjaði í neyslu þegar ég var þrettán ára og á sjö árum horfði ég á hana deyja. Hún varð tæplega fertug. Hún hafði aldrei neytt áfengis fyrr en ég var 13 ára, en frá fyrsta sopa varð hún heltekin. Það sem hún hafði kennt mér fram að þeim degi sat alltaf í mér. Á mínu unglingsbrölti, þar sem ég horfði á þessa níðurníðslu og þetta brot sem varð hjá báðum foreldrum mínum, týndist ég á flótta metnaðar. Sem betur fer fékk pabbi minn hjálp við sinni áfengissýki og hefur verið algáður í þrjátíu ár. Mamma mín ól mig upp í kærleika, en pabbi minn kenndi mér málshætti. Þótt ég hafi kannski ekki alltaf skilið þá þegar ég var yngri hafa þeir reynst mér gullnáma á lífsleiðinni." Hvað meinarðu með „flótti metnaðar"? „Það er tvöfaldur metnaður í okkur, við hlaupum frá metnaðinum og til hans. Við erum eins og gulrótin og asninn. Lífsreynsla min á unglingsárunum varð mér hvatning til að búa mértil betra líf. En það var bara hvatning, engin undirstaða. Ég smakkaði áfengi eins og hver annar unglingur, en hætti að neyta þess þegar ég varð 18 ára. Ég varð einfaldlega þunglyndur þegar ég smakkaði vín. Þá ákvað ég að hætta að drekka þar til ég yrði nægilega þroskaður til að geta drukkið... Fólk áttar sig ekki á því að efnahvörfin í fólki eru andlegs eðlis. Líkaminn er hugurinn. Þeir sem búa við ótta gagnvart áfengi, eins og ég gerði, verða fyrir öðrum áhrifum en þeir sem búa við frið. Mér fannst ég svo hafa þroskast nægilega til að byrja að smakka vín aftur 25 ára. Ég neytti sjaldan áfengis í óhófi, það var meira brölt mitt í efnahagslífinu sem varð mér og mínu umhverfi að sársauka. Ég laðaði að mér fjármagn og tækifæri, en gekk svo aldrei þannig frá mínum málum að þau væru tryggð. Ég lánaði fólki peninga, flutti inn fatnað og var alltaf að laða að mér tækifæri til að verða fyrir stórskaða. Ég tek fulla ábyrgð á þessu ..." LÍKAMINN: FARARTÆKI FYRIR SJÁLFSSKOÐUN Guðni Gunnarsson er fyrsti einkaþjálfari [slands. Ég spyr hann hvers vegna hann hafi byrjað í þessu starfi, starfi sem nú hefur gert hann þekktan víða í Bandaríkjunum og Bretlandi: „Sjálfsímynd er sterkasta aflið og ég gerði mér snemma grein fyrir því. Fimmtán ára fór ég að stunda líkamsrækt, en í henni hafði ég meiri áhuga á öndun en beitingu. Þá fór ég að stunda líkamsrækt og hugrækt fyrir sjálfan mig. í kringum 25 ára aldurinn keypti ég Heimaval, sem varfyrsta póstverslunin á fslandi. Þaðfyrirtæki flutti inn alls konar áhöld og ég og fyrrum eigandi þess ákváðum að setja upp sýningarsal fyrir tækin. Þegar sá salur var tilbúinn ákvað ég að ganga lengra og setja upp gufubað og aðstöðu þannig að tækin nýttust en væru ekki bara til sýnis. Stöðina nefndum við Vaxtarræktina. Á þessum tíma var ég giftur Katrínu Hafsteinsdóttur og við þjálfuðum meðal annars stúlkurnar í fegurðarsamkeppninni og hjá Módel- samtökunum. Það varð úr að ég hélt til Massachussetts í Bandaríkjunum að kynna mér kripalu-jóga, en það er útbreiddur mis- skilningur að jóga sé bara líkamlegs eðlis. Jóga hefur ekkert með það að gera að standa á höfði þótt líkaminn sé notaður sem farartæki fyrir sjálfsskoðun. Á sama tíma og við vorum með Vaxtarræktina rákum við heildverslun og fluttum inn fatnað fyrir verslanir og fórum mjög illa a þvi. Við lánuðum fyrirtækjum mikla peninga en tryggðum ekki víxlana, svo að þegar fór að ganga illa hjá þeim lenti það á okkur. Við urðum þá að selja eignirnar og fyrirtækin okkar fóru á hausinn. Upp frá því fór ég að átta mig á að ég væri sennilega ekki á alveg réttri braut í lífinu, ég þyrfti að skoða betur hvað ég væri að gera því ég væri að koma sjálfum mér og öðrum í vandræði. Ég flutti alla aðstöðuna til Bjössa I World Class og þar héldum við áfram. Einhverra hluta vegna hef ég notið þeirrar blessunar að vita alltaf að það hefur ekkert hent mig í lífinu sem ég á ekki upptökin að sjálfur..." Hann þagnar smástund, fær sér tesopa og heldur áfram frásögn sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.