Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 53
HVERAFUGLAR
Rómantísk náttúrufræði er sú grein náttúruvísinda sem fæst við rannsóknir á dularfullum
dýrum. Greinin fjallar um furðulegar skepnur sem menn telja sig hafa séð eða orðið vara
við en ekki teljast vera til samkvæmt skilgreiningu náttúruvísindanna.
Hverafuglar voru fyrr á öldum eitt helst framlag íslendinga til rómantískrar náttúrufræði
þó að þeir séu flestum gleymdir og hafi að öllum líkindum aldrei verið til sem sérstök tegund.
Þjóðsögur, sagnir og gamlar náttúrufræðibækur geyma sögur og lýsingar á hverafuglum og
ýmsir merkir menn hafa ekki treyst sér til að neita tilveru þeirra.
Séra Snorri á Húsafelli segir frá hverafuglum í bæklingi sem hann ritaði um íslenska náttúru-
fræði og Eggert Ólafsson neitar ekki tilveru þeirra í ferðabók sinni.
stinga SÉR í SJÓÐANDI VATN
Sögur um hverafugla eru nær eingöngu þekktar úr Árnes- og
Rangárvallasýslum, enda mest um hveri á því svæði. Hverafugla varð
he|st vart í Árnessýslu og mest bar á þeim í kringum aldamótin 1700
°9 fram á miðja átjándu öld.
Hverafuglum er lýstsem litlum, dökkum sundfuglum með langan háls
°9 líkjast öndum. Sumir segja að þeir séu mógráir, Ijósari á bringunni
°9 með hvítan hring í kringum augun. Goggurinn er sagður frammjór
°9 vængirnir litlir og fuglarnir halda sig í og við heita hveri og segjast
't'enn hafa séð þá stinga sér niður í sjóðandi vatnið.
Séra Snorri Björnsson á Húsafelli segir að hverafuglar séu mjög
algengir en styggir. Hann segir að menn hafi stundum skotið hvera-
^ugla sér til matar en að það sé ekki hægt að sjóða þá í heitu vatni
eins og annan mat. Hverafugla þurfi að „sjóða" í köldu vatni og tekur
Urn eina og hálfa klukkustund að matreiða þá. Þeir þykja þokkalegir
a bragðið en „nokkurt kuldabragð er af þeim".
bræðimaðurinn Jón Ólafsson Grunnvíkingur var engan veginn sann-
ferður um tilvist hverafugla og sagðist ekki mundu trúa á slíka fugla
n®ma vegna þess að „trúverðugir, ráðvandir og jafnvel lærðir menn
Se9ðust hafa séð til þeirra". Jón sagðist einnig vita til þess að ein-
faIdir menn teldu hverafuglana vera sálir fordæmdra en lagði lítinn
rúnað á slíkt. Hann hefur þó vaðið fyrir neðan sig og viðurkennir að
-dlaust sé margt í náttúrunni sem við skiljum ekki og ekki sé alltaf
rett að neita einhverju af því menn hafi ekki séð það sjálfir".
brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi segir frá því í bók sinni, Dulrænar
srnasögur, að einu sinni hafi Vigfús nokkur Þorvarðarson, bóndi í
flóa, verið á leið yfir Hellisheiði. Vigfú s var orðinn svangur þegar
hann kom til Hveragerðis og ákvað að sjóða sér grásleppu í hver-rétt
v'ð veginn. Þegar hann kom að hvernum sá hann að móbrúnn fugl á
stasrð við spóa var að synda í honum. Þegar Vigfús kom nær sá hann
bglinn stinga sér í hverinn og hverfa. Vigfús, sem var sannorður
maður, sagðist hafa séð bólurnar er komu upp af fuglinum.
FURÐULEG NÝJUNG í NÁTTÚRUFRÆÐINNI
Talsvert er fjallað um hverafugla í ferðabók þeirra Eggerts Ólafssonar
og Bjarna Pálssonar. Þeir félagar segjast ekki hafa séð hverafugl og
telja þá vera eitt af undrum náttúrunnar þar sem þeir syndi í sjóðandi
vatni. Eggert og Bjarni fóru nokkrarferðir út að Akrahver í Hveragerði
og biðu þartímunum saman en urðu fuglanna ekki varir. Niðurstaða
þeirra er sú að langflestir íslendingar trúi því að hér sé um raun-
verulega fugla að ræða. Sumir halda þó að þeir séu ímyndun eða
missýning sem komi fram í hveragufunni en aðrirtelja þá drauga eða
sálir framliðinna.
Eggert og Bjarni segjast ekki vilja blanda sér í deiluna um það hvort
hverafuglar séu raunverulegir eða ekki. Það veldur þeim þó miklum
heilabrotum hvernig fuglarnir geti lifað í sjóðandi heitu vatni. „En ef
við hins vegar ætlum að telja þetta náttúrulega fugla þá veldur það
allmiklum vandræðum, jafnvel þótt fuglarnir haldi sig ekki í sjóðandi
vatni heldur syndi aðeins skamma stund til þess að skríða niður í
holur á jörðinni, líkt og keldusvínið. Fiður þeirra og hin harða húð á
nefi þeirra og fótum gæti ef til vill þolað hitann og jafnvel haldið
vatninu frá líkama þeirra. En hvað á að segja um augun? Þau hlytu að
vera með allt öðrum hætti en augu annarra dýra, er menn þekkja, ef
þau ættu að þola þennan hita." Spekingarnir velta einnig fyrir sér
hvernig blóðið í fuglum sé og hvernig þeir fari að því að kafa vegna
þess að blóðið í fuglum sé yfirleitt létt. „Ef menn hins vegar vilja gera
skriðdýr úr hverafuglum þá er ef til vill auðveldara að skýra tilveru
þeirra. En ef þetta eru venjulegir fuglar þá eru þeir í sannleika mikil
og furðuleg nýjung í náttúrufræðinni."
VARPSTOFNINN ÚTDAUÐUR
Því hefur verið haldið fram að það sem menn töldu vera hverafugla
hafi í raun verið keldusvín. Sé þetta rétt skýrir það fækkunina í hvera-
fuglastofninum. Á undanförnum áratugum hefur keldusvíni fækkað
mjög hér á landi. Ekki er vitað til þess að það hafi verpt hér síðan
1963 og óttast menn að íslenski varpstofninn sé útdauður.
SKÝ
53
'Vílmundur 'tfan&av er þjáðfiræðingw