Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 16

Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 16
Fyi*st oj* fvemst SKÝ 16 ...AUKIN ORKAI LIFI OG STARFI Arnaldur Birgir Konráðsson er einkaþjálfari í líkamsræktarstöðinni Pumping Iron Heilsa fólks er málefni sem þarfnast meiri umræðu með breyttum tímum. Offita og fylgifiskar hennar hafa náð bólfestu hér á landi svipað og í Bandaríkjunum þar sem hún nálgast faraldur. Með hjálp nútímaþæginda hreyfir fólk sig æ minna og skyndi- bitamatur er orðinn stór hluti af mataræði margra. Baráttan við aukakílóin er þó fjarri því að vera töpuð og með aukinni meðvitund um mataræði, sjálfsaga og reglubundna hreyfingu getur hver sem er breytt lífi sínu til hins betra. Við tókum tali Arnald Birgi Konráðsson, einkaþjálfara, sem hefur góða yfirsýn yfir þessa þróun. „Ég hef starfað sem einkaþjálfari síðastliðin sjö ár, eða allt frá því að ég kláraði ISSA einkaþjálfarapróf árið 1997. Síðan þá hef ég orðið var við miklar breytingar í þjóðfélaginu hvað varðar heilsuvitund fólks. Við íslendingar horfum nú upp á mikið heilsufarsvandamál sem er offita unga fólksins. Það er sorglegt að sjá ungt fólk hreyfa sig æ minna, borða mun óhollari fæðu og eyða fleiri stundum fyrir framan tölvu og sjónvarp. Verst þykir mér þó að sjá hversu fáir átta sig á þessu vandamáli og að yfirvöld virðast gera lítið til að sporna við vandanum. Aukinni offitu fylgja ýmsir sjúkdómar sem snemma í ferlinu verða mjög dýrir þjóðfélaginu. Má þar nefna andlega sjúkdóma, áunna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma ásamt stoðkerfisvandamálum, svo fátt eitt sé nefnt." En vandamálið á ekki eingöngu við börn og unglinga. Það eru oftast foreldrarnir sem gefa fordæmið hvað snertir heilsu og mataræði, sem börnin tileinka sér síðan. Er er það ekki einmitt á haustin sem fólk virðist taka við sér, bæði með aukinni hreyfingu og hollara mataræði? „Jú, nú þegar haustið er að renna í gang eru jákvæðu fréttirnar þær að margir vilja hrista af sér slenið og koma sér í líkamlegt og andlegt form. Það er sjaldan jafnmikið að gera á líkamsræktarstöðvum landsins og á haustmánuðum, frábærtilboð á æfingakortum og allir vilja bjóða bestu fáanlegu aðstöðu og kjör. En það eru fyrstu skrefin inn í líkamsræktarsalinn sem eru alltaf erfið hvort sem viðkomandi einstaklingur er að berjast við aukakílóin, vill bæta á sig kílóum eða hreinlega efla líkama og sál. Margar líkams- ræktarstöðvar bjóða upp á ókeypis æfingaprógramm með leiðsögn í fyrsta tíma. Margir einstaklingar þurfa meira aðhald og öryggi og þá getur einkaþjálfari verið lausnin. Að bjóða viðskiptavinum upp á góða einkaþjálfara er oft aðalsmerki margra líkamsræktarstöðva." En hvað er það sem góður einkaþjálfari veitir? „Einkaþjálfari veitir þér aðhald, hann veitir þér öryggi í æfingum og þú getur þar af leiðandi verið fullviss um að þú sért að gera æfingarnar rétt, bæði hvað varðar rétta röð þeirra og að þú vinnir rétt með hvern vöðvahóp. Að auki fer einkaþjálfarinn yfir mataræði þitt, réttar teygjur, sér um fitumælingu og fleira sem tryggir hámarks- árangur. Þegar þú leitar þér að þjálfara, vertu þess fullviss að hann hafi reynslu og/eða menntun á sínu sviði. Góður þjálfari er persónulegur og lætur sér annt um að þú náir árangri." Nú er sá tími árs sem fólk þarf að huga að heilsunni, hvort sem það er gert á líkamsræktarstöð - hjá einkaþjálfara eður ei - eða með hvers kyns annarri hreyfingu. Einnig þarf maður að vera meðvitaður um hvaða fæðu á að borða og hvað á að forðast því rétt mataræði skiptir sköpum í því hvort árangur næst. Með reglubundinni hreyfingu og hollu og næringarríku mataræði er hægt að ná and- legri og líkamlegri vellíðan og öðlast aukna orku sem nýtist bæði í vinnu og leik. 'Rábert TraiiAtasan fiugear ael um fieil&unw ag^ lék farvitiú á að vita fusaða fHutoerki ánkaþjálfarar geg.nct á Ukam&rxktar&táðmun...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.