Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 27
Kristine er alveg ótrúlega hress og ber aldurinn vel og myndu senni-
lega faestir trúa því að hún væri að verða 83 ára í haust. Hverju vill
hún þakka þessa góðu heilsu og góða útlit? Er golfið bara málið?
..Orugglega, ég hef alltaf stundað hreyfingu af einhverju tagi, hvort
sem það eru gönguskíði eða göngur. Áður fyrr synti ég talsvert og á
veturna fer ég stundum í þessa svokölluðu „kerlingaleikfimi". í dag er
boðið upp á aðstöðu innandyra fyrir golfara en ég hef ekki stundað
það mikið, mér þykir það ekki jafngaman því ég vil vera úti við. Það
að hreyfa sig hefur auðvitað heilmikið að segja og það þýðir ekkert
að sitja bara heima og horfa á sjónvarpið," segir Kristine. ,,( golfinu
hugsa ég að maður gangi um það bil sjö kílómetra á dag og er jafn-
vel að spila í fjóra klukkutíma 18 holur. Einnig er ég virk í félagsstarfi
og í nefnd hjá kvenfélagi Hringsins, en læt handavinnuna að mestu
leyti eiga sig í dag. Ég er svo gjaldkeri hjá Vinahjálp sem eru
góðgerðarsamtök sem safna peningum fyrir hin ýmsu málefni. Þegar
maður eldist má maður ekki bara sitja heima og gera ekki neitt eða
bíða eftir því að einhver annar dragi mann út, maður verður að drífa
sig út sjálfur."
Sif<Amar&dáttir fiefiir fíingað til ákakkað ffam fyá
galfadlinum í sinni fámahyggð, ener nú,jafiwel að spá
í að líta oið á oeiiinum og atfinga fwart fuin merði ekki
hara alvém gaffari...