Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 28

Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 28
LISTIN ER SVO NALÆG GUÐI Það er ein af þessum heitu nóttum íslenska sumarsins 2004. Edda Heiðrún Backman vaknar um miðja nótt, vekur eiginmann sinn, Jón Axel Björnsson og spyr: ,,Getum við haft teppi á gólfinu?” Hugurinn er kominn norður til Akureyrar, þar sem leikritið „Svik” eftir Harold Pinther verður frumsýnt 1. október. Verkinu er leikstýrt af Eddu Heiðrúnu sem nú þreytir frumraun sína sem leikstjóri. Leikmyndin er í höndum Jóns Axels og það er ástæðan fyrir spurningu Eddu Heiðrúnar þessa nótt. Þau eru vakin og sofin yfir verkinu í orðsins fyllstu merkingu. Edda Heiðrún Backman hefur verið elskuð af þjóðinni frá því hún steig fyrst á svið fyrir 21 ári. Það var því ekki nema eðlilegt að færi um þessa litlu þjóð þegar fréttist að Edda Heiðrún hefði greinst með vöðvasjúkdóminn MND. Hún er nefnilega ekki aðeins góð leikkona, heldur hefur hún líka hrifið áhorfendur með söng sínum og dansi. SKÝ 28 TILVILJUN? „Vegna þessa veikleika ákvað ég að hætta að leika á sviði í febrúar og snúa mér að leikstjórn," segir hún. „Það stóð til að ég léki stórt hlutverk hjá Stefáni Baldurssyni Þjóðleikhússtjóra, i „Sorgin klæðir Elektru", en ég baðst undan því og bað um að fá að vera aðstoðarleikstjóri í staðinn. Það var svo Baltasar Kormákur sem reið á vaðið og bauð mér að leikstýra „Svikum". Boltinn byrjaði að rúlla og Stefán Baldursson bauð mér síðan að leikstýra í Þjóðleikhúsinu. Nú var bara að bretta upp ermarnar og byrja að vinna." Edda Heiðrún hafði nokkrum sinnum óskað eftir að leikstýra verkum, en verið synjað: „Ég hef leikið mikið síðastliðin 20 ár og á mjög fallegan feril og farsælt samstarf. Kannski var það ekki tilviijun að örlögin höguðu því þannig að ég fékk ekki að leikstýra fyrr en núna, þegar ég get einbeitt mér fullkomlega að því. En eitt er víst að það er stórkostlegt að vera treyst fyrir hlutunum og ég ætla svo sannarlega að reyna að standa undir merkjum." Það er leikstjórans að velja leikendur í það verk sem hann leikstýrir. Edda Heiðrún valdi þau sem hún taldi henta hlutverkunum í Svikum best: Ingvar E. Sigurðsson, Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur, Felix Bergsson og Gunnar Hrafnsson, bassaleikara. „Svik er leikrit um ástina og þann blekkingarheim sem margir búa í," segir Edda Heiðrún. „Leikritið hefur þá sérstöðu að það er í raun sýnt afturábak og krefst þess að áhorfandinn hugsi. Áhorfandinn verður að vera meðvitaður um hvað var búið að segja, hver vissi hvað og hvenær. Það er svo mikill áhrifamáttur falinn í upprifjuninni." ENGIN LÍTIL HLUTVERK, BARA LITLIR LEIKARAR Þegar ég spyr hana hvort hún hafi tekið því persónulega að vera hafnað sem leikstjóra áður neitar hún því: „Það virðist vera mjög erfitt fyrir leikkonur að fara þá leið að leikstýra," segir hún. „Við erum ekki svo margar á mínum aldri, það grisjast svo úr. Flóran er ekki nægilega fjölbreytt í upphafi held ég; við hleypum ekki nógu mörgum nýliðum inn og gefum þeim tækifæri til að spreyta sig á fyrstu árunum. Það er valið of snemma ... Eðli málsins samkvæmt eru fleiri rullur fyrir karlmenn og konur sigtast fyrr úr. Ég fékk yfirleitt ágætis hlutverk, var heppin og lenti í skemmti- legum hlutverkum. Ég fékk gott uppeldi í Leiklistarskólanum hvað það varðaði, að það væru ekki til nein lítil hlutverk, bara litlir leikarar, og þá reglu hafði ég að leiðarljósi. Við lærðum að temja okkur auðmýkt frá upphafi." SKILDI ÁSTINA SEX ÁRA! Edda Heiðrún er yngst fjögurra barna Jóhönnu Dagfríðar Arnmundsdóttur og Halldórs Backman. Hún segir gott að hafa verið yngsta barn, hún hafi verið glaðlynd og dugleg og átt skemmtilega æsku: „Ég fékk snemma áhuga á samskiptum fólks. Ég var svona um sex ára gömul þegar mérfannst ég alveg skilja þetta með ástina. Þetta lá allt svo Ijóst fyrir fram að átta ára aldri og síðan hefur leiðin legið niður á við!" segir hún og hlær glaðlega. „Ég ákvað að verða leikkona og það var aldrei neinn draumur hjá mér. Þetta var eitthvað sem ég vissi að ég þyrfti að gera. Pabbi var í áhugamannaleikfélagi ásamt mörgum þeirra sem ég ólst með upp á Skaganum. Einhverju sinni voru teknar af þeim myndir sem mér fundust amatörlegar og ég ákvað þá að svona gæti þetta ekki átt að vera; maður hlyti að þurfa að læra að verða leikari og gera þetta almennilega! Ég get því ekki sagt að sviðsljósið hafi beinlínis átt við mig, heldur það að fá að vinna með tilfinningar. Fá að rannsaka líf fólks og aðstæður, að fá að segja sögur og lýsa því sem fólk hafði gengið í gegnum átti vel við mig. Það hafði ég fengið beint frá pabba mínum sem var sífellt að segja mér sögur. Við systkinin fengum þessar sögur í vöggugjöf. Pabbi sagði okkur sögur þangað til við fórum öll að gráta - svolítið tragískar sögur, en skemmtisögur inn á milli. Mamma hefði hins vegar átt að verða söngkona. Hún söng með kirkjukórnum á Akranesi um árabil og svo í Neskirkjukórnum." Edda Heiðrún hafði ekki hátt um áhuga sinn á leiklist og þegar hún var beðin um að leika á menntaskólaárunum afþakkaði hún boðin. „Ég lék einu sinni eitt hlutverk á árshátíð, titrandi og skjálfandi og varð enn staðráðnari í að læra leiklist. Það voru svo margir lista- menn í kringum mig á þessum árum að fyrir mér var það eins og að koma út úr skápnum að segjast langa til að læra leiklist. Eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.