Ský - 01.08.2004, Síða 21

Ský - 01.08.2004, Síða 21
VONLAUST AÐ LÁTA SÉR LEIÐAST ... Þórhallur Gunnarsson, leikari og dagskrárgerðarmaður á Stöð 2, vinnur undir stöðugu álagi, eins og þeir þekkja sem eru í beinum útsendingum Ijósvakamiðlanna. Hann fær vissulega sitt sumarfrí, en ætli hann reyni ekki að komast frá vökulum augum áhorfenda dag og dag yfir háveturinn? „Ég reyni að komast til London minnst einu sinni á vetri og jafnvel tvisvar. Borgin sameinar allt sem nautnaseggir eins og ég og konan mín þurfum til að njóta lífsins. Þarna eru frábærir veitingastaðir, italskir og indverskir, góðar leiksýningar, skemmtileg söfn á hverju götuhorni og síðan reyni ég að sjá minnst einn fót- boltaleik í hverri ferð. Síðustu ár höfum við verið í New York yfir páskana. Þar er vonlaust að láta sér leiðast og alltaf eitthvað nýtt að sjá i hverri ferð. Svo förum við reglulega upp í Efri Hóla í Grímsnesi þar sem foreldrar mínir eiga sumarbústað. Það er mjög gott að fara þangað á vetrum, borða góðan mat og fá sér dreitil af víni meðan meðan vindurinn bylur á gluggunum. Þarna unir maður sér vel við að gera andskotann ekki neitt." finn aftur barnslega gleði Sigríður Ella Magnúsdóttir óperusöngkona er búsett í London, en þrátt fyrir búsetu fjarri heimalandinu á hún alltaf fastan stað í hjörtum landa sinna. Frá London er auðvelt að komast í hita og sól, en hver skyldi eftirlætisstaður söngkonunnar vera? „Hvít jól og áramót á íslandi, eru fyrir mig, sem bý erlendis, engu öðru lík. Þar blandast saman dvöl með fjölskyldu og vinum, helgistemning, endalaus „partý" með góðum veitingum og landið, hjúpað snjó, sem er að sjálfsögðu alltaf fagurt og frítt. Mér finnst ég finna aftur barnslega gleði sem tengist öllu þessu, þá til- finningu fann ég reyndar líka í janúar síðastliðnum þegar ég var á lítilli eyju, með sjö pálmatrjám, undan ströndum Belize í Mið-Ameríku og synti þar og kafaði meðal fiska og kóralla í hlýjum sjó. Það var sannkölluð paradís þar sem blár himinn og blátt haf runnu saman í eitt. Endurnæring frá vetrarkuldanum í Evrópu." SKÝ 21

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.