Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 10

Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 10
leiki, kabaretta, nautnalega næturklúbba og djarfa dansbari. Eins konar kynlífsbylting var í gangi og vændi stundað af krafti. Sam- kynhneigð blómstraði og sem dæmi má nefna að á umræddu tímabili voru um 160 skemmtistaðir fyrir samkynhneigða í Berlín en eru varla nema kringum 100 í dag. Það var bókstaflega allt að gerast í borginni." Hvers vegna varð Kabarett fyrir valinu hjá leikhópnum? „Kolbrún Halldórsdóttir og Felix Bergson hafa ímörg árátt þann draum að setja Kabar- ett á fjalirnar en þau eru einmitt stofnendur leikhópsins Á senunni. Kolbrún leikstýrir og Felix er framkvæmdastjóri sýningarinnar aukþesssem hann leikureittaðalhlutverkið. Þau eiga sannarlega hrós skilið fyrir að hafa gert þennan draum að veruleika, fyrir okkur leikarana og ekki síður áhorfendur. SPRON er samstarfsaðli hópsins og mig langar að nefna að mér finnst frábært hvernig hin fjárhagslega uppsveifla í íslensku viðskipta- lífi hefur meðal annars skilað sér í formi stuðnings við ræktun menningar í landinu. Almenningur vill eiga kost á að fara í leikhús og sjá listsýningar, njóta menningarinnar og fjármögnun er nauðsynlegur þáttur þess að svo geti orðið." Þú leikur Sally Bowles, eitt aðalhlutverkið. Hver er hún? Þórunn hallar undir flatt og verður hugsi: „Sally er ensk stúlka sem er búsett í synda- bælinu Berlínoger„performer" íklúbbnum. Hún er mjög tilfinningaflæktur persónu- leiki og ég gæti trúað að hún sé jafnvel manío-depressíf því hún sveiflast svo mikið. Hana dreymir um að vera dramatísk leik- kona, en er óneitanlega föst í aðstæðunum. Sally er draumahlutverk leikkonunnar; það þarf að fást við mjög breitt tilfinningasvið. Þegar Sally kynnist ameríska rithöfundinum Cliff Bradshaw er hún ekki með neinar vífi- lengjur heldur flytur nær samstundis inn á hann. Þar sem Cliff er samkynhneigður þarf Sally ekki að gefa honum af sér líkamlega, vinátta þeirra er hlý og góð, svo að þetta er ósköp þægilegtfyrirkomulagfyrirþau bæði. En í svona uppsettu dæmi þarf Sally að leika hlutverk sem getur ekki gengið upp. Raun- veruleikinn er nefnilega allt annar. Ég hugsa að Sally hafi raunverulega verið til, karakt- erinn er mjög líklega byggður á einhverri stúlku sem rithöfundurinn Cristopher Isher- wood hitti á þessum tíma. Hann skrifaði bókina Berlínarsögur, sem söngleikurinn er byggður á og gefur það eiginlega í skyn í lok sögunnar um Sally þegar hann biður hana um að senda sér bréf, ef hún skyldi ein- hvern tíma lesa þetta." Áttu uppáhaldslag úr Kabarett? „Veistu, það er mjög breytilegt," segir Þór- unn kankvíslega og brosir. „Engin sýning er eins og lögin höfða til mín á mismunandi hátt. Það er breytilegt eftir sýningum, stund- um hrífst ég mjög sterkt með einhverju lagi en svo allt öðru lagi á næstu sýningu. Það sama gildir um leiksenurnar. Þetta er allt mjög dínamískt." Hvernig er stemningin í íslensku óperunni? „Hún er frábær. Það er eiginlega sérstök upplifun að vinna þarna því það er eins og húsið hafi sál. Það fer líka sérlega vel á því að sýna þetta verk í Óperunni því húsið er einmitt byggt á svipuðum tíma og Kabarett gerist. Það er búið að vera mjög gaman hjá okkur á æfingum og Magnús Jónsson, sem leikur Emmsé - kabarettkynninn - er alveg brilljant í hlutverkinu sem Joel Gray fékk einmitt Óskarsverðlaunin fyrir á sínum tíma \ kvikmyndinni. Maggi fer nýjar leiðir í túlkun sinni og gefur sýningunni mikla dýpt. Ég er mjög stolt af honum, að öðrum ólöstuðum." Hvernig heldur leikkonan glæsilega sér í formi? Er nóg hreyfing fólgin í að vinna sem leikari? „Nei, það er ekki nóg eitt og sér. Sumar sýningar eru þó mjög fýsískar, líkt og Kabar- ett, og maður er þreyttur bæði líkamlega og andlega eftir sýningar. Ég geng töluvert, það er betri kosturfyrir hnén en hlaup og einnig hollt fyrir hugann. Og ég fer í sund. Ég lagði stund á jóga þegar ég var í náminu í The Webber Douglas Academy of Dramatic Art ský 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.