Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 26

Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 26
_ Bókmenntir------------------------- vandi komur sínar í „rottuholuna," afvikna kompu þar sem starfsmenn gátu laumast inn, nánast týnst, og fengið sér reyk og jafnvel sjúss. Frede var mikið fyrir sjússinn. Nei, Paul Raimund var miklu líklegri þjófur en þessi rykföllnu starfssystkin hans. Hann var sífellt að slúðra, var spjátrungur, bjó ríkmannlega og ók um á flottum bíl. Til að bæta gráu ofan á svart bjó hann með einum af aðstoðarmönnunum á bókasafninu, Finni. Finnur ók um á Jagúar og þeir fóru oft saman til útlanda. Eitthvað kostaði að halda uppi þessum lífsstíl. Málið gekk svo langt að Paul Raimund og deild hans voru rannsökuð sérstaklega. En niðurstaðan var sú að hann væri saklaus, mörgum til sárra vonbrigða. Næstu fimmtán árin gerðist ekkert í rannsókninni. Árið 1993 kom í Ijós að nokkur handrit frá 16. öld voru horfin. Nú hafði tækninni fleygt fram og bókasafnsstjórinn lét koma fyrir falinni myndavél ogþjófurinnféll ígildruna. í Ijós kom að þetta var hvorki Pólverji né Þjóðverji heldur danskur lögfræðinemi sem vann við ræstingar á safninu. Hann hafði meira að segja verið svo snjall að fjarlægja spjöldin um verkin sem hann stal úr skrá safnsins. Hann vissi hins vegar ekki að spjaldakerfið var tvöfalt og upp komst um kauða. Hann hafði stolið bréfum frá Hans Scherfig og Karenu Blixen. En hann var allt of ungur til þess að hafa stolið bókunum á sjöunda og áttunda áratugnum. Bókunum komið í verð Margaret Ford hjá Christie's gaf lögfræðideildinni skýrslu. Viðskiptavinurinn sem hafði sent fyrirtækinu Propalladiu var ekki að senda sinn fyrsta pakka. Hún vissi ekki mikið um hann nema að þetta var ung kona frá Suður-Þýskalandi, Silke Albrecht. Hún bara sendi bækur, prúttaði aldrei um verð og fékk sína greiðslu. Tugmilljónir króna. Þegar sérfræðingar frá Konunglega danska bókasafninu komu til London sáu þeir að allar 32 bækurnar sem Silke hafði selt voru á listanum yfir horfnar bækur af bókasafninu. Danirnir hugsuðu með sér: „Það voru þá Þjóðverjar sem stálu bókunum eftir allt!" Árið 2003 hafði enn bæst við tæknina. Nú gátu menn leitað að nöfnum á Netinu. En það voru allt of margar Silke Albrecht í Þýskalandi til þess að þeir gætu sagt hver væri sú rétta. Þá fékk einn hugmynd. Hvað ef Silke hefði enn tengsl við Danmörku? Kannski fannst hún á dönskum vefsíðum. Og viti menn! Einhver Silke Albrecht hafði hlaupið maraþon á Helsingjaeyri. Kannski var lausnin nær en þeim hafði dottið í hug. Þjófurinn hafði væntanlega komið á safnið og það stóð heima. Silke Albrecht hafði fengið bækur lánaðar og var skráð með danskt heimilisfang. Hringurinn þrengdist. Þegar heimilisfanginu var slegið upp fannst á sama stað karlmaður með kunnuglegt nafn, Thomas Moller- Kristensen. Gat verið að hann tengdist gömlu fyllibyttunni úr Austurlandadeildinni, Frede? Það þurfti ekki nema eitt samtal til þess að ganga úr skugga um það. Frede hafði dáið níu mánuðum áður, en hann átti tvö börn, dóttur og soninn Thomas. Húsleit Árla morguns 5. nóvember 2003 réðst lögreglan inn í þrjú hús, tvö í Danmörku og eitt í Þýskalandi. Heima hjá Silke Albrecht og Thomas Moller-Kristensen, Evu, tengdamóður hennar og móður Silke í Þýskalandi. Landsbókavörðurinn danski, Erland Koldin Nielsen, beið þess sem verða vildi á skrifstofu sinni á safninu í Kaupmannahöfn í nýju húsi, Svarta demantinum. Biðin var erfið. Hvað ef þettaværi allttóm vitleysa? Húsleitin hafði byrjað klukkan sex, en nú var klukkan orðin tíu og enginn hringdi. Loksins klukkan ellefu hringdi síminn. Það vardanskur lögregluþjónn sem hringdi frá Þýskalandi. Leitin hafði gengið vel. Þeirfundu fjórar bækur hjá móðurinni, líklega allar frá Konunglega bókasafninu. „Loksins, loksins", hugsaði Erland, en reyndi að leyna æsingnum og spurði: „Hverniggekk leitin hér heima?" „Hvort stendurðu eðasiturðu?", spurði lögregluþjónninn. Erling hafði ekki haft eirð í sér til þess að setjast allan morguninn. „Þá skaltu setjast niður núna," sagði lögregluþjónninn. Hjá Silke Albrecht og Thomasi manni hennar fundust fimm bækur frá Konunglega bókasafninu. En hjá tengdamóður hennar, ekkju Frede úr Austurlandadeildinni, hafði rannsóknin alls ekki gengið eins og lögreglan reiknaði með. Kjallarinn hjá þessari friðsamlegu eldri konu var fullur af bókum. Hundruð bóka úr Konunglega bókasafninu fylltu kassa og hillur. í stofunni, forstofunni, svefnherberginu, vinnuherberginu, hvert sem litið var, var fullt af bókum. Þegar búið var að telja allt saman höfðu fundist 1.500 bækur frá Konunglega bókasafninu á heimili ekkjunnar. f skrifborðsskúffu fannst úrklippusafn um bókaþjófinn bíræfna sem enginn vissi hver var. Dómurinn Þegar Eva Moller-Kristensen og börn hennar voru ákærð var búið að selja 32 bækur í London og nærri 50 í New York. Flestar þeirra höfðu verið seldar meðan Frede var á lífi. Verðmæti einstakra bóka var upp í 10 milljónir íslenskra króna. Hjónin höfðu hjálpað börnunum að kaupa hús og endurnýjað ýmislegt heima. En Eva sagðist ekki hafa séð neitt einkennilegt við þetta. Heldur ekki við það að stimplar hefðu verið fjarlægðir úr mörgum bókum. Hún sagði að Frede hefði keypt bækur hjá fornbókasölum og auðvitað hefði hann haft vit á að velja verðmætar bækur. Hann hafði alltaf talað um þetta sem eftirlaunasjóðinn sinn. í Ijós kom að Frede hafði haldið áfram að stela eftir 1978, en stal eftir það eingöngu úr eigin deild. Hann hafði stolið bókum og handritum sem hann fór með sjálfur á sýningar hér og þar. Þó að hann væri fyllibytta datt engum í hug að hann væri óheiðarlegur. Félagar hans á bókasafninu mátu það svo að hann hefði stolið bókum fyrir einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Ekkjan Eva var dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi. Thomas sonur hennar fékk tvö ár og Silke Albrecht eitt og hálft. Hús bæði ekkjunnar og sonarins voru gerð upptæk. En Frede Moller-Kristensen slapp sjálfur yfir móðuna miklu og hélt að hann hefði framið hinn fullkomna glæp. Tvær ungar konur, Lea Korsgaard og Stéphanie Surrugue hafa skrifað stórskemmtilega bók um málið, Det store bogtyvery. Eifll ský 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.