Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 14

Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 14
„Því miður lítur út fyrir að valdið muni færast í auknum mæli til stórfyrirtækja. Þessu ber ekki að fagna því stórfyrirtæki bera eigin hag fyrir brjósti, ekki ósvipað og flokkar stjórnast oft af því hvernig fylgið er hverju sinni og hvernig muni ganga í næstu kosningum - í stað þess að bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti." Hvaða mál er brýnast að leysa á næstu tveimur árum? „Hvernig Vatnsmýrarsvæðið verður skipulagt." Hvaða málefni er brýnast að leysa á næsta áratug? „Hvernig minnka megi bilið milli ríkra og fátækra." Er starf stjórnmálamannsins heillandi fyrir ungt fólk? „Ekkert sérstaklega. Maður heyrir mest af spilltum stjórnmálamönnum, vafasömum mannaráðningum, fjárdrætti og slagsmálum á Þjóðhátíð og öðru sem virðist ekki eiga mikið skylt við það að bæta samfélagið." Ætlar þú að leggja stjórnmálin fyrir þig? „Ég veit það ekki." Skipta stjórnmál jafnmiklu máli núna og fyrir tuttugu árum? „Já og nei. Fólk hefur fjarlægst stjórn- málin eftir því sem þau hafa orðið meiri skrípaleikur, en um leið hefur það orðið sífellt mikilvægara að gera sér grein fyrir því hvers konar samfélagi maður vill búa í og hvernig maður getur náð þangað." Hvert verður hlutverk stjórnmálamannsins eftir 25 ár? „Að passa að hagsmunir fólksins í landinu komi alltaf á undan hagsmunum stórfyrirtækjanna." Ef þú kæmist til áhrifa í stjórnmálaflokki, fyrir hvað myndir þú vilja láta minnast þín fyrir á þeim vettvangi? „Þessi spurning er mjög lýsandi fyrir stöðu stjórnmála í dag. Þau eru egósentrísk og snúast um fólk, en ekki málefni eða hugmyndir. Ég myndi vilja gera almenning að virkum þátttakanda í stjórnmálum og bæta hag þeirra sem þurfa mest á því að halda." ÁRNI HELGASON situr í Stúdentaráði fvrir Vöku: STJÓRNMÁL SNÚAST UM AÐFERÐIR OG LAUSNIR Hvers vegna hefur þú áhuga á pólitík? „í stjórnmálum leynast tækifæri til að koma í gegn breytingum og umbót- um. Þetta var til að mynda það sem vakti fyrir mér þegar ég gekk til liðs við Vöku í Háskólanum - ég vildi reyna að breyta og bæta margt í skólanum. Á sama hátt er áhugavert að fylgjast með því hvernig sú barátta gengur á öðrum sviðum en varðandi málefni stúdenta, t.d. borgar- og landsmálunum." Er núverandi flokkakerfi heillandi fyrir ungt fólk? „Ég held að flokkakerfið sé í sjálfu sér jafnheillandi eða óheillandi eftir atvikum og áður. Sumir flokkanna eru að verða meðvitaðri um mikilvægi þess að virkja ungt fólk og fá það til liðs við sig. Ungt fólk lítur hins vegar stjórnmálin öðrum augum en þeir sem eldri eru, ungt fólk er trúrra hugmyndafræðinni og síður hrifið af því að mynda sér afstöðu eftir flokks- línum. Þetta eru, held ég, mjög jákvæðar andstæður enda algengt að ungt fólk í stjórnmálum veiti eldra fólki í stjórn- málum aðhald." Er eðlilegt að breyta flokkakerfinu? „Flokkakerfið virkar vel, svo lengi sem flokkarnir eru í sambandi við fólk og duglegir við að gera hugmyndir gras- rótarinnar að sínum baráttumálum. Séu þeir hins vegar lokaðir og í litlu sam- bandi við fólkið virkar flokkakerfið ekki jafn vel. Varðandi það hvort breyta eigi flokkakerfinu, þá er því til að svara að flokkakerfið er síbreytilegt, sem er ein- mitt einn af kostum þess - nýir flokkar myndast þegar þeir sem fyrir eru standa sig ekki eða beita sér ekki í ákveðnum málum. Auðvitað mætti einnig hugsa sér að fara þá leið að auka vægi almennings með þjóðaratkvæðagreiðslum og ég held að að það sé hið besta mál upp að vissu marki. Það hefði einmitt þau áhrif að flokkarnir yrðu að vera í sambandi við fólk og tryggja þannig lýðræðislegt um- boð sitt tíðar en í núverandi kerfi. Hins vegar finnst mér þjóðaratkvæðagreiðsl- ur ekki mega verða allsráðandi. Það er mikilvægt að geta kosið um stefnur og hugmyndir í kosningum sem stjórnmála- menn ogflokkar geta haft þokkalegt svig- rúm til að vinna eftir." Hvert er þitt mat á foringjum flokka? Skipta þeir of miklu máli? „Hér á landi skipta þeir miklu máli. Ástæðan er einfaldlega sú að þetta er lítið land og smátt samfélag og þar af leiðandi eruflokksforingjarnir mjögáber- andi. Sú þróun hefur hins vegar orðið hér á landi undanfarin ár og áratug að vald hefur færst frá stjórnmálamönnum til annarra, einkum viðskiptalífsins. Þann- ig hafa völd stjórnmálamanna og þar með flokksforingjanna minnkað, sem er að mínu mati mjög góð þróun, enda er fólk fært um að stunda viðskipti og vinna að sínum hugmyndum sjálft án þess að þurfa að fara í gegnum stjórnmálamenn. Stjórnmálamennirnir eru hins vegar enn áhrifamiklir og á þá er hlustað, flesta að minnsta kosti!" Af hvaða foringja heillast þú og hvers vegna? „Ég heillast nú fyrst og fremst af þeim sem hafa haft áhrif á grundvallar- gildi samfélagsins. Martin Luther King er dæmi um mann sem hafði áhrif með varanlegum og eftirminnilegum hætti. Hann yrði þó sennilega seint flokkaður sem dæmigerður stjórnmálaforingi. Hér á landi hefur Davíð Oddsson verið fremstur meðal jafningja í hópi flokks- foringjanna svonefndu og ekki annað hægt en að heillast af leiðtogahæfileik- um hans, þó ég sé ekki sammála honum í öllum málum." Hvað veldur því að menn skipa sér til vinstri og hægri í pólitík núna? Eru þessi hugtök úrelt? „Stjórnmál hafa orðið miðsæknari undanfarin ár og oft erfitt að greina skýrar hugmyndafræðilegar línur milli ólíkra flokka. Eftir að kalda stríðinu lauk hefur umræðan breyst og ýmsar hugmyndir dottið út ef svo má segja. Til dæmis er sjaldgæft í dag að heyra menn tala um ríkisrekstur á öllum sviðum. Þetta er að mörgu leyti eðlilegt, enda snúast stjórn- mál í raun ekki um heimspekileg átök heldur aðferðir og lausnir. Hins vegar hefur fólk auðvitað ólíkar áherslur eftir því hvo rt það trúirígrunninná samfélags- legar lausnir eða einstaklingsframtakið. Hugtökin eru ekki úrelt en þau hafa breyst mikið." ský 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.