Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 37

Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 37
Valdimar, Jón og Sigurður í nánd við Hágöngur. fjallsbrún. Þeim finnst uppblástur hafa herjað á landið. Þeir óku nú út fjallsbrúnina, því næst niður í íshólsdal, um greiðfæra mela niður að íshólsdalsá, en urðu að flóra með hellum til að komast yfir hana. Seinnipartinn bilaði bíllinn og Sigurðurfórað bjástra við bílinn, í skjóli við regnhlífina og það tók svo langan tíma að hinir urðu áhyggjufullir. Enn einu sinni var „lovbandið" brunnið og varð að skipta um, en sem betur fór hafði Sigurður tekið nokkur með. Þeir komust þó af stað og um níuleytið tjalda þeir í rökkurbyrjun á bökkum íshólsvatns, nokkru austan við rústir eyðibýlisins Ishóls. Þennan dag höfðu þeir ekið um50 km en vegnavillunnar ekki þokað nema 25 km áfram. Ferðalok Sunnudaginn 20. ágúst fóru þeir af stað um hálf áttaleytið. Ferðin gekk stirðlega á graslendinu við vatnið, en fljótlega komust þeir aftur á Sprengisandsveg og sáu þá fyrsta byggða ból í Bárðardal, Víðiker, austan Skjálfandafljóts. Hér voru vegir greiðfærir á hálsinum, en brekkurnar niður með Hádegisfelli voru stórgrýttar og brattar og var þar mjög seinlegt og örðugt að komast niður. Þegar þeir áttu skammt ófarið að Mýri stoppuðu þeir, þvoðu bílinn og sjálfa sig eftir bestu getu og fóru í sínar skástu flíkur. Þeir settust svo eins og fínir menn í bílinn og óku áleiðis til bæjarins. Þegar þeir komu í augsýn frá Mýri snaraðist maður á hestbak og reið til móts við þá, niður að ánni. Hann kvað vera búist við þeim að Mýri og bauð þeim þangað heim. Enn þurfti að skipta um brunnið „lovband", en á endanum komust þeir að Mýri. Þar var þeim tekið tveim höndum af Jóni bónda Karlssyni °g Aðalbjörgu Jónsdóttur konu hans og leiddir að uppbúnu Eaffiborði, með heimafólki og nokkrum kirkjugestum frá Lundarbrekku, er komnir voru til að sjáfyrstafarartækið er kom sunnan Sprengisand og farþega þess. Jón kvaðst hafa vitað um ferð þeirra, en menn voru farnir að óttast að norðangarðurinn hefði tafið för þeirra. Lauk þar hinni eiginlegu Sprengisandsför, en þeir félagar óku svo áfram og komust til Reykjavíkur á fjórum dögum eftir venjulegri leið gegnum Fosshól, Akureyri, Möðruvelli, Blönduós og Húsafell, svo að getið sé þeirra staða sem Jón tilgreinir. Að Fosshóli taldi Jón að frá Múla á Landi væru um 285 km og á leiðinn höfðu þeir eytt um 210 lítrum af bensíni eða um 75 lítrum á hundraðið sem þætti mikið nú á dögum. Jón getur þess þó að þeir hafi ekið miklu lengri leið með öllum krókum. Þessi ferð var mikið afrek og það liðu fimmtán ár áður en næsti hópur lagði yfir Sprengisand á bíl. Þessarar ferðar er minnst með myndasýningu á Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum, á Stóruvöllum í Bárðardal, á sumarhótelinu Kiðagili og á Samgöngusafninu í Skógum, en þar getur m.a. að líta bíl eins og þann sem ferðalangarnir notuðu. ebuti Kuldalegur morgunn. ský 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.