Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 20

Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 20
Stjórnmálamenn í baráttu gegn auðvaldinu Texti: Sigurður Bogi Sævarsson Sannfæringarkraftur og einstök ræðu- sniild gerðu Einar Olgeirsson að eftir- minnilegum stjórnmálamanni. Ungur sá hann roðann íaustri og eftir nám íÞýska- landi sneri hann aftur heim til íslands. Hann hélt á sínar heimaslóðir norður á Akureyri og átti árið 1924 þátt í stofn- un jafnaðarmannafélags þar í bænum sem hafði meðal annars þann yfirlýsta tilgang að efla verkalýðshreyfinguna og „... styrkja verkamenn í stjettabar- áttu þeirra gegn auðvaldinu," eins og í samþykktum sagði. Kom með birtu í bæinn I litlum bæ norður við ysta haf var þessi málflutningur sem lind í eyðimörk. Fólkið sem bjó flest hvert við lítil efni öðlaðist nýja von um bjartari framtíð og betri daga þegar það heyrði til Einars, sem boðaði nýjar lausnir byggðar á sósíalískum hugmyndum sem áttu rætur sínar að rekja austur til Garðaríkis og byltingar bolsévika þar haustið 1917. Þeim sem þetta skrifar er minnisstætt viðtal við konu norður á Akureyri sem fæddist nokkru fyrir aldamótin 1900. Viðtalið var tekið í tilefni 102ja ára afmælis hennar og eftirminnilegt er þegar ég spurði hana um stiklur úr lífsbarátt- unni, sem hún viðurkenndi að oft hefði verið hörð. En það var sem brygði fyrir bliki á auga þegar hún nefndi Einar Olgeirsson; manninn sem kom með birtu í bæinn og gaf fólkinu von. Einar Olgeirsson. Það fólk sem aðhylltist stjórnarfar alræðisins mótaðist af þekkingu Sósíalisti í menntaskóla og veruleika sem er allt annar en gerist í dag. Einar Olgeirsson var fæddur á Akureyri í ágúst 1902. Hann var bráðger ungur piltur og eðli- lega stefndi hugur hans því til mennta. Efnahag foreldra hans var þó þröngur stakkur sniðinn. Þegar móðurbróðir Einars í Reykjavík bauð honum húsnæði og fæði opnaðist hon- um hins vegar möguleiki til náms og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík lauk Einar árið 1921. Á menntaskólaárum sínum lét Einar ýmis þjóðþrifamál til sín taka og við þriðja mann samdi hann tillögur til breytinga á starfsháttum skólans. I því máli hafði hann frumkvæði, sem sýndi að snemma beygðist krókurinn til þess sem verða vildi „... um forystu- og málafylgjuhæfileika hans," segir Sig- urður Ragnarsson í grein um Einar í tímaritinu Andvara árið 2002. Þar segir ennfremur að á mennta- skólaárunum hafi Einar sömuleiðis farið að grúska í ýmsum bókum um þjóðfé- lagsmál, meðal annars eftir bolsévika í Rússlandi. Eftir þann lestur hafi Einar orðið sannfærður sósíalisti en áður hafi þjóð- félagslegar hugmyndir hans þó nokkuð verið farnar að hneigjast til þeirrar áttar. Mótaðist af öðrum veruleika Eftir stúdentspróf hélt Einar til Þýskalands og stundaði næstu árin nám í bókmenntum við háskóla í Berlín, en á þeim tíma var borgin suðupottur ýmissa nýrra stefna og strauma sem þá voru í deiglunni. Fyrir ung- an mann með frjóan huga hefur því verið sælutími að dveljast í Berlín, þar sem hann dvaldist um þriggja ára skeið. Auk námsins kom hann að fleiru, tók sér það meðal ann- ars fyrir hendur, ásamt Stefáni Pjeturssyni, að þýða yfir á íslensku Kommúnistaávarp þeirra Marx og Engels: grundvallarrit hinna kommúnísku fræða. í seinni tíð hefur fólk sem aðhylltist kommúnismann oft verið gagnrýnt, þá fyrst ský 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.